Fyrsta íbúðin var fínt raðhús í Sádi-Arabíu Stefán Árni Pálsson skrifar 4. mars 2021 13:31 Gísli Marteinn Baldursson og eiginkona hans Vala Ágústa Káradóttir fóru í mikla ævintýraferð í kringum tvítugsaldurinn. Gísla Martein þarf vart að kynna. Hann hefur lengi verið á sjónvarpsskjáum landsmanna í einni mynd eða annarri og flestir hafa líklega einhverja skoðun á honum. Gísli Marteinn bjó í Breiðholtinu í 27 ár, er Edduverðlaunahafi, fyrrum flugþjónn og með háskólamenntun í borgum. Margir tengja Gísla við bíllausan lífsstíl, en hann taldi þó niður dagana í það að hann fengi bílpróf eins og margir aðrir. Í dag er hann hluthafi í Kaffi Vest, þáttastjórnandi í Vikunni með Gísla Marteini á RÚV og mikill áhugamaður um fólk af öllum stærðum og gerðum. Snæbjörn Ragnarsson ræðir við Gísla í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Í viðtalinu talar hann um þegar hann og Vala Ágústa Káradóttir fóru að búa saman á sínum tíma. Fyrsta íbúðin raðhús „Svo er í rauninni fyrsta íbúðin okkar Völu í Sádi-Arabíu og við förum þangað til þess að verða flugfreyjur. Þetta var í rauninni þannig að Vala flytur inn til okkar Pabba og hundsins sem vinir mínir höfðu gefið mér í tvítugs afmælisgjöf. Þarna vorum við bæði í skóla og skulduðum einhver námslán og yfirdrátt og endalausir gulir miðar inn um lúguna, en það var þegar maður skrifaði ávísun á bar fyrir fimm hundruð krónum og maður átti ekki fyrir honum,“ segir Gísli Marteinn og heldur áfram. „Þarna hugsum við að við þurfum pening og Vala ákvað að prófa, hún fór ein fyrst, að fara til Sádi-Arabíu að verða flugfreyja. Hún var þarna úti í einhverja tvo eða þrjá mánuði og kom heim og sagði við mig að við ættum að gera þetta saman,“ segir Gísli en þarna var íslenska flugfélagið Atlanta með samning við sádi-arabíska ríkið um það að fljúga leiguflug með fólk sem vildi fara pílagrímsferðina til Mekka og átti ekki efni á því. Alltaf á fimm stjörnu hóteli „Ég fer á eitthvað flugfreyjunámskeið og læri á þetta, allt eins og í venjulegu flugi. Svo eftir þrjár vikur er ég allt í einu kominn í tveggja hæða jumbóþotu með Völu minni og erum í Sádi-Arabíu frá febrúar fram í október. Þar eru mjög góð laun og þetta var í raun fyrsta íbúðin sem við Vala erum í sem er ekki í foreldrahúsum.“ Gísli segir að þau hafi búið í af girtu hverfi í Jeda og í fínu raðhúsi. Á því svæði voru ekki eins strangar reglur og annars staðar. Hann segir að ferlið hafi oftast verið þannig að flugáhöfnin hafi þurft að fara með vél til borga eins og Bangkok og þá hafi vélin verið tóm. Síðan var farið til baka til Jeda með fulla vél. „Þetta voru átta tíma flug til Bangkok og ég gat farið út að skokka um borð í vélinni á leiðinni þangað. Alveg tóm vél og við spiluðum bara kana allan tímann. Síðan þegar við komum til Bangkok tók önnur áhöfn við og flaug strax til baka með fulla vél. Þá þurfum við að vera á fimm stjörnu hóteli í 2-3 daga þar. Þetta var algjört ævintýri. Þetta var í raun mestmegnis íslensk áhöfn og þessi hópur hefur í raun haldið hópinn síðan þá.“ Hér að neðan má hlusta á söguna frá Gísla Marteini. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Gísli Marteinn Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni. Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Sjá meira
Gísli Marteinn bjó í Breiðholtinu í 27 ár, er Edduverðlaunahafi, fyrrum flugþjónn og með háskólamenntun í borgum. Margir tengja Gísla við bíllausan lífsstíl, en hann taldi þó niður dagana í það að hann fengi bílpróf eins og margir aðrir. Í dag er hann hluthafi í Kaffi Vest, þáttastjórnandi í Vikunni með Gísla Marteini á RÚV og mikill áhugamaður um fólk af öllum stærðum og gerðum. Snæbjörn Ragnarsson ræðir við Gísla í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Í viðtalinu talar hann um þegar hann og Vala Ágústa Káradóttir fóru að búa saman á sínum tíma. Fyrsta íbúðin raðhús „Svo er í rauninni fyrsta íbúðin okkar Völu í Sádi-Arabíu og við förum þangað til þess að verða flugfreyjur. Þetta var í rauninni þannig að Vala flytur inn til okkar Pabba og hundsins sem vinir mínir höfðu gefið mér í tvítugs afmælisgjöf. Þarna vorum við bæði í skóla og skulduðum einhver námslán og yfirdrátt og endalausir gulir miðar inn um lúguna, en það var þegar maður skrifaði ávísun á bar fyrir fimm hundruð krónum og maður átti ekki fyrir honum,“ segir Gísli Marteinn og heldur áfram. „Þarna hugsum við að við þurfum pening og Vala ákvað að prófa, hún fór ein fyrst, að fara til Sádi-Arabíu að verða flugfreyja. Hún var þarna úti í einhverja tvo eða þrjá mánuði og kom heim og sagði við mig að við ættum að gera þetta saman,“ segir Gísli en þarna var íslenska flugfélagið Atlanta með samning við sádi-arabíska ríkið um það að fljúga leiguflug með fólk sem vildi fara pílagrímsferðina til Mekka og átti ekki efni á því. Alltaf á fimm stjörnu hóteli „Ég fer á eitthvað flugfreyjunámskeið og læri á þetta, allt eins og í venjulegu flugi. Svo eftir þrjár vikur er ég allt í einu kominn í tveggja hæða jumbóþotu með Völu minni og erum í Sádi-Arabíu frá febrúar fram í október. Þar eru mjög góð laun og þetta var í raun fyrsta íbúðin sem við Vala erum í sem er ekki í foreldrahúsum.“ Gísli segir að þau hafi búið í af girtu hverfi í Jeda og í fínu raðhúsi. Á því svæði voru ekki eins strangar reglur og annars staðar. Hann segir að ferlið hafi oftast verið þannig að flugáhöfnin hafi þurft að fara með vél til borga eins og Bangkok og þá hafi vélin verið tóm. Síðan var farið til baka til Jeda með fulla vél. „Þetta voru átta tíma flug til Bangkok og ég gat farið út að skokka um borð í vélinni á leiðinni þangað. Alveg tóm vél og við spiluðum bara kana allan tímann. Síðan þegar við komum til Bangkok tók önnur áhöfn við og flaug strax til baka með fulla vél. Þá þurfum við að vera á fimm stjörnu hóteli í 2-3 daga þar. Þetta var algjört ævintýri. Þetta var í raun mestmegnis íslensk áhöfn og þessi hópur hefur í raun haldið hópinn síðan þá.“ Hér að neðan má hlusta á söguna frá Gísla Marteini. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Gísli Marteinn Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni.
Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Sjá meira