Í reipitogi um kosningaréttinn Samúel Karl Ólason skrifar 4. mars 2021 13:44 Nancy Pelosi eftir að frumvarp Demókrata var samþykkt í fulltrúadeildinni í gær. AP/J. Scott Applewhite Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í gær umfangsmiklar reglur varðandi kosningar og siðferði innan opinbera geirans. Frumvarpið var samþykkt að mestu eftir flokkslínum 220-210. Næstum því allir þingmenn Demókrataflokksins greiddu atkvæði með frumvarpinu, sem ber titilinn House Resolution 1 eða H.R. 1, og allir Repúblikanar greiddu atkvæði gegn því. Verði það samþykkt í öldungadeildinni yrðu þetta umfangsmestu breytingar á kosningalöggjöf Bandaríkjanna um áraraðir. Frumvarpið myndi meina stjórnmálamönnum að breyta kjördæmum eftir eigin duttlungum til að bæta stöðu sinna flokka, sem kallast „gerrymandering“ á ensku. Það myndi fjarlægja hindranir varðandi það að greiða atkvæði og gera fólki auðveldara að kjósa fyrir sjálfan kjördag, auk þess sem að löglegir kjósendur þyrftu ekki lengur að skrá sig sjálfir á kjörskrá í aðdraganda kosninga. Þá myndi frumvarpið auka gagnsæi varðandi fjárveitingar til stjórnmálaflokka og frambjóðenda á þann veg að auðjöfrar gætu ekki veitt peningum í stjórnmál með nafnleynd. Sá hluti frumvarpsins er sérstaklega óvinsæll meðal Repúblikana. Frumvarpið myndi þar að auki þvinga samfélagsmiðlafyrirtæki til að merkja pólitískar auglýsingar, búa til siðferðisreglur fyrir hæstaréttardómara í fyrsta sinn og þvinga forsetaframbjóðendur til að opinbera skattaskýrslur sínar, svo eitthvað sé nefnt. Á sama tíma og Demókratar samþykkja þetta frumvarpi í fulltrúadeildinni eru Repúblikanar í ríkisþingum víða um Bandaríkin að reyna að koma á reglum og lögum sem myndu gera mörgum erfiðara að kjósa og draga úr kosningaþátttöku. Þá áherslu þeirra byggja Repúblikanar á ósannindum um heillindi forsetakosninganna í nóvember í fyrra. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að mikið sé í húfi og átök þessi milli flokkanna gætu haft áhrif á kosningar langt fram í tímann. „Allt er í húfi. Við verðum að vinna þetta kapphlaup, þennan slag fyrir frumvarpinu,“ sagði Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, eftir að frumvarpið var samþykkt í gær. Aðrir þingmenn Demókrataflokksins segja kosningarétt almennings í húfi. Repúblikanar halda því fram að með frumvarpinu sé Demókratar að reyna að bæta stöðu sína á kostnað þeirra. Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, kallaði frumvarpið nýlega skrímsli og sagði nauðsynlegt að stöðva það. Hæstiréttur Bandaríkjanna er samkvæmt AP líklegur til að staðfesta ný lög í Arizona sem myndu gera fólki erfiðara að greiða atkvæði utan kjörfundar, heimila embættismönnum að ógilda atkvæði sem væri skilað í öðru kjördæmi en þar sem viðkomandi kjósandi er skráður og gera erfiðara að breyta kosningalögum í framtíðinni. Lögmaður Repúblikanaflokksins í Arizona var spurður af hverju Repúblikanar vildu gera þessi lög, var hann tiltölulega berorður og sagði að þau bættu stöðu Repúblikana gagnvart Demókrataflokknum í ríkinu. „Í pólitík er eins dauði annars manns brauð.“ Demókratar stefna einnig að því að samþykkja annað frumvarp varðandi kosningalög en örlög þeirra beggja í öldungadeildinni eru óráðin. Þar myndu þingmenn Repúblikanaflokksins þurfa að styðja þau einnig. Þar sem 60 þingmenn af hundrað þurfa að greiða atkvæði með flestum tegundum frumvarpa til að samþykkja þau. Jafnvel þó útlit sé fyrir að frumvörp verði ekki samþykkt í öldungadeildinni segir Chuck Schumer, leiðtogi Demókrataflokksins þar, að hann muni halda atkvæðagreiðslur um þau. Þannig vill hann þvinga þingmenn Repúblikanaflokksins til að greiða opinberlega atkvæði gegn frumvörpum sem snúa jafnvel að málefnum sem eru vinsæl meðal kjósenda. Hér má sjá stutt útskýringarmyndband frá Washington Post um það hvernig „gerrymandering“ virkar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Trump herðir tökin á Repúblikanaflokknum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gærkvöldi að hann ætlaði sér ekki að sleppa tökunum á Repúblikanaflokknum. Þess í stað væri hann að herða tökin og gaf hann í skyn að hann gæti boðið sig fram aftur til forseta fyrir kosningarnar 2024. 1. mars 2021 09:00 Trump hellti sér yfir McConnell: „Önug og fýld pólitísk bikkja“ Það verður ekki annað sagt en að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi látið Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana, í öldungadeild Bandríkjaþings, heyra það í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gærkvöldi. 17. febrúar 2021 06:55 Trump og Giuliani kærðir af þingmanni vegna árásarinnar Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið kærður fyrir alríkisdómstóli vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar. Kæran var lögð fram af Bennie Thompson, þingmanni Demókrataflokksins. 16. febrúar 2021 15:44 Saka Trump um að hafa miðað hlaðinni fallbyssu á þingið Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ógnaði lífi þingmanna þegar hann miðaði stuðningsmönnum sínum á þingið eins og hlaðinni fallbyssu þann. Þetta mun málflutningur Demókrata snúast um þegar réttað verður yfir forsetanum í öldungadeild Bandaríkjaþings í næstu viku vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið þann 6. janúar. 3. febrúar 2021 09:54 „Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps Fjórum dögum eftir að kjörmenn komu saman í öllum ríkjum Bandaríkjanna og lýstu Joe Biden sigurvegara í forsetakosningunum í nóvember gekk fjögurra manna hópur á fund Donalds Trump í Hvíta húsinu. Þau voru mætt til að sannfæra forsetann fráfarandi um að beita valdi sínu til að sitja áfram í Hvíta húsinu. 2. febrúar 2021 15:20 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Næstum því allir þingmenn Demókrataflokksins greiddu atkvæði með frumvarpinu, sem ber titilinn House Resolution 1 eða H.R. 1, og allir Repúblikanar greiddu atkvæði gegn því. Verði það samþykkt í öldungadeildinni yrðu þetta umfangsmestu breytingar á kosningalöggjöf Bandaríkjanna um áraraðir. Frumvarpið myndi meina stjórnmálamönnum að breyta kjördæmum eftir eigin duttlungum til að bæta stöðu sinna flokka, sem kallast „gerrymandering“ á ensku. Það myndi fjarlægja hindranir varðandi það að greiða atkvæði og gera fólki auðveldara að kjósa fyrir sjálfan kjördag, auk þess sem að löglegir kjósendur þyrftu ekki lengur að skrá sig sjálfir á kjörskrá í aðdraganda kosninga. Þá myndi frumvarpið auka gagnsæi varðandi fjárveitingar til stjórnmálaflokka og frambjóðenda á þann veg að auðjöfrar gætu ekki veitt peningum í stjórnmál með nafnleynd. Sá hluti frumvarpsins er sérstaklega óvinsæll meðal Repúblikana. Frumvarpið myndi þar að auki þvinga samfélagsmiðlafyrirtæki til að merkja pólitískar auglýsingar, búa til siðferðisreglur fyrir hæstaréttardómara í fyrsta sinn og þvinga forsetaframbjóðendur til að opinbera skattaskýrslur sínar, svo eitthvað sé nefnt. Á sama tíma og Demókratar samþykkja þetta frumvarpi í fulltrúadeildinni eru Repúblikanar í ríkisþingum víða um Bandaríkin að reyna að koma á reglum og lögum sem myndu gera mörgum erfiðara að kjósa og draga úr kosningaþátttöku. Þá áherslu þeirra byggja Repúblikanar á ósannindum um heillindi forsetakosninganna í nóvember í fyrra. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að mikið sé í húfi og átök þessi milli flokkanna gætu haft áhrif á kosningar langt fram í tímann. „Allt er í húfi. Við verðum að vinna þetta kapphlaup, þennan slag fyrir frumvarpinu,“ sagði Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, eftir að frumvarpið var samþykkt í gær. Aðrir þingmenn Demókrataflokksins segja kosningarétt almennings í húfi. Repúblikanar halda því fram að með frumvarpinu sé Demókratar að reyna að bæta stöðu sína á kostnað þeirra. Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, kallaði frumvarpið nýlega skrímsli og sagði nauðsynlegt að stöðva það. Hæstiréttur Bandaríkjanna er samkvæmt AP líklegur til að staðfesta ný lög í Arizona sem myndu gera fólki erfiðara að greiða atkvæði utan kjörfundar, heimila embættismönnum að ógilda atkvæði sem væri skilað í öðru kjördæmi en þar sem viðkomandi kjósandi er skráður og gera erfiðara að breyta kosningalögum í framtíðinni. Lögmaður Repúblikanaflokksins í Arizona var spurður af hverju Repúblikanar vildu gera þessi lög, var hann tiltölulega berorður og sagði að þau bættu stöðu Repúblikana gagnvart Demókrataflokknum í ríkinu. „Í pólitík er eins dauði annars manns brauð.“ Demókratar stefna einnig að því að samþykkja annað frumvarp varðandi kosningalög en örlög þeirra beggja í öldungadeildinni eru óráðin. Þar myndu þingmenn Repúblikanaflokksins þurfa að styðja þau einnig. Þar sem 60 þingmenn af hundrað þurfa að greiða atkvæði með flestum tegundum frumvarpa til að samþykkja þau. Jafnvel þó útlit sé fyrir að frumvörp verði ekki samþykkt í öldungadeildinni segir Chuck Schumer, leiðtogi Demókrataflokksins þar, að hann muni halda atkvæðagreiðslur um þau. Þannig vill hann þvinga þingmenn Repúblikanaflokksins til að greiða opinberlega atkvæði gegn frumvörpum sem snúa jafnvel að málefnum sem eru vinsæl meðal kjósenda. Hér má sjá stutt útskýringarmyndband frá Washington Post um það hvernig „gerrymandering“ virkar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Trump herðir tökin á Repúblikanaflokknum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gærkvöldi að hann ætlaði sér ekki að sleppa tökunum á Repúblikanaflokknum. Þess í stað væri hann að herða tökin og gaf hann í skyn að hann gæti boðið sig fram aftur til forseta fyrir kosningarnar 2024. 1. mars 2021 09:00 Trump hellti sér yfir McConnell: „Önug og fýld pólitísk bikkja“ Það verður ekki annað sagt en að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi látið Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana, í öldungadeild Bandríkjaþings, heyra það í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gærkvöldi. 17. febrúar 2021 06:55 Trump og Giuliani kærðir af þingmanni vegna árásarinnar Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið kærður fyrir alríkisdómstóli vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar. Kæran var lögð fram af Bennie Thompson, þingmanni Demókrataflokksins. 16. febrúar 2021 15:44 Saka Trump um að hafa miðað hlaðinni fallbyssu á þingið Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ógnaði lífi þingmanna þegar hann miðaði stuðningsmönnum sínum á þingið eins og hlaðinni fallbyssu þann. Þetta mun málflutningur Demókrata snúast um þegar réttað verður yfir forsetanum í öldungadeild Bandaríkjaþings í næstu viku vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið þann 6. janúar. 3. febrúar 2021 09:54 „Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps Fjórum dögum eftir að kjörmenn komu saman í öllum ríkjum Bandaríkjanna og lýstu Joe Biden sigurvegara í forsetakosningunum í nóvember gekk fjögurra manna hópur á fund Donalds Trump í Hvíta húsinu. Þau voru mætt til að sannfæra forsetann fráfarandi um að beita valdi sínu til að sitja áfram í Hvíta húsinu. 2. febrúar 2021 15:20 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Trump herðir tökin á Repúblikanaflokknum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gærkvöldi að hann ætlaði sér ekki að sleppa tökunum á Repúblikanaflokknum. Þess í stað væri hann að herða tökin og gaf hann í skyn að hann gæti boðið sig fram aftur til forseta fyrir kosningarnar 2024. 1. mars 2021 09:00
Trump hellti sér yfir McConnell: „Önug og fýld pólitísk bikkja“ Það verður ekki annað sagt en að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi látið Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana, í öldungadeild Bandríkjaþings, heyra það í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gærkvöldi. 17. febrúar 2021 06:55
Trump og Giuliani kærðir af þingmanni vegna árásarinnar Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið kærður fyrir alríkisdómstóli vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar. Kæran var lögð fram af Bennie Thompson, þingmanni Demókrataflokksins. 16. febrúar 2021 15:44
Saka Trump um að hafa miðað hlaðinni fallbyssu á þingið Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ógnaði lífi þingmanna þegar hann miðaði stuðningsmönnum sínum á þingið eins og hlaðinni fallbyssu þann. Þetta mun málflutningur Demókrata snúast um þegar réttað verður yfir forsetanum í öldungadeild Bandaríkjaþings í næstu viku vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið þann 6. janúar. 3. febrúar 2021 09:54
„Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps Fjórum dögum eftir að kjörmenn komu saman í öllum ríkjum Bandaríkjanna og lýstu Joe Biden sigurvegara í forsetakosningunum í nóvember gekk fjögurra manna hópur á fund Donalds Trump í Hvíta húsinu. Þau voru mætt til að sannfæra forsetann fráfarandi um að beita valdi sínu til að sitja áfram í Hvíta húsinu. 2. febrúar 2021 15:20