„Þetta er það versta sem ég hef séð til okkar sóknarlega“ Atli Arason skrifar 4. mars 2021 22:56 Darri Freyr þjálfari KR-inga VÍSIR/VILHELM Darri Freyr Atlason, þjálfari KR, var afskaplega feginn að hafa náð sigri í Ljónagryfjunni í kvöld eftir það sem var að hans mati einn versti leikur KR liðsins á tímabilinu. „Maður er ánægður að sleppa með sigurinn, mér fannst bæði liðin léleg í kvöld en við kannski bara aðeins minna lélegir. Sérstaklega í byrjun þriðja leikhluta og það dugði í dag. Við byrjum leikinn á 1 af 12 fyrir utan, sem þýðir að skot gæðin okkar er ekki fullnægjandi og endum leikinn í 3 af 16. Sem er bæði of lítið af teknum þristum og of lítið af þristum ofan í. Við þurfum að líta lengi á þennan leik og athuga hvað var að, sérstaklega sóknarlega. Við náðum að harka þetta út af því að við stoppuðum og breyttum þessu í svipað dæmi hinu megin. Þetta er það versta sem ég hef séð til okkar sóknarlega og það með Þórsleiknum meðtöldum,“ sagði Darri Freyr í viðtali eftir leik. KR-ingum virðast líða mun betur þegar þeir eru fjarri Vesturbænum. KR hefur ásamt Þór AK, Val og Njarðvík tapað flestum heimaleikjum þegar tímabilið er rétt rúmlega hálfnað, alls 4 tapleikir á heimavelli. Liðið hefur aftur á móti unnið alla 6 útileiki sína á tímabilinu, með lang besta árangur allra liða á útivelli. Darri vildi ekki gera of mikið úr þessum góða árangri á útivelli. „Þetta er bara eitthvað tilfallandi mál. Ég get alveg sagt að þetta séu áhorfendurnir eða eitthvað svoleiðis en tölfræðingurinn í mér er ekki hrifinn af því. Við verðum að byrja að vinna á heimavelli og þá getum við jafnað þetta út,“ svaraði Darri. Næsti leikur KR er einmitt útileikur, á Sauðárkróki gegn Tindastóll. Darri er ákveðinn að viðhalda 100% útivalla árangri liðsins. „Auðvitað höldum við það og ætlum að sjá til þess að svo verði. Þetta er heimaleikur fyrir mig þar sem ég er loksins að fara aftur heim á Krókinn. Ég er spenntur að hitta frændur mína á efri hæðinni og sjá hvort þeir hafi ekki eitthvað gáfulegt að segja,“ sagði Darri Freyr Atlason að lokum. Íslenski handboltinn KR Dominos-deild karla Tengdar fréttir Í beinni: Njarðvík - KR | Stórleikur í Ljónagryfjunni KR vann Njarðvík með fjórum stigum í Ljónagryfjunni. 4. mars 2021 23:45 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira
„Maður er ánægður að sleppa með sigurinn, mér fannst bæði liðin léleg í kvöld en við kannski bara aðeins minna lélegir. Sérstaklega í byrjun þriðja leikhluta og það dugði í dag. Við byrjum leikinn á 1 af 12 fyrir utan, sem þýðir að skot gæðin okkar er ekki fullnægjandi og endum leikinn í 3 af 16. Sem er bæði of lítið af teknum þristum og of lítið af þristum ofan í. Við þurfum að líta lengi á þennan leik og athuga hvað var að, sérstaklega sóknarlega. Við náðum að harka þetta út af því að við stoppuðum og breyttum þessu í svipað dæmi hinu megin. Þetta er það versta sem ég hef séð til okkar sóknarlega og það með Þórsleiknum meðtöldum,“ sagði Darri Freyr í viðtali eftir leik. KR-ingum virðast líða mun betur þegar þeir eru fjarri Vesturbænum. KR hefur ásamt Þór AK, Val og Njarðvík tapað flestum heimaleikjum þegar tímabilið er rétt rúmlega hálfnað, alls 4 tapleikir á heimavelli. Liðið hefur aftur á móti unnið alla 6 útileiki sína á tímabilinu, með lang besta árangur allra liða á útivelli. Darri vildi ekki gera of mikið úr þessum góða árangri á útivelli. „Þetta er bara eitthvað tilfallandi mál. Ég get alveg sagt að þetta séu áhorfendurnir eða eitthvað svoleiðis en tölfræðingurinn í mér er ekki hrifinn af því. Við verðum að byrja að vinna á heimavelli og þá getum við jafnað þetta út,“ svaraði Darri. Næsti leikur KR er einmitt útileikur, á Sauðárkróki gegn Tindastóll. Darri er ákveðinn að viðhalda 100% útivalla árangri liðsins. „Auðvitað höldum við það og ætlum að sjá til þess að svo verði. Þetta er heimaleikur fyrir mig þar sem ég er loksins að fara aftur heim á Krókinn. Ég er spenntur að hitta frændur mína á efri hæðinni og sjá hvort þeir hafi ekki eitthvað gáfulegt að segja,“ sagði Darri Freyr Atlason að lokum.
Íslenski handboltinn KR Dominos-deild karla Tengdar fréttir Í beinni: Njarðvík - KR | Stórleikur í Ljónagryfjunni KR vann Njarðvík með fjórum stigum í Ljónagryfjunni. 4. mars 2021 23:45 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira
Í beinni: Njarðvík - KR | Stórleikur í Ljónagryfjunni KR vann Njarðvík með fjórum stigum í Ljónagryfjunni. 4. mars 2021 23:45