„Fótboltaáhugamenn á Íslandi halda með Rúnari Alex“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2021 12:30 Rúnar Alex Rúnarsson með Ainsley Maitland-Niles fyrir leik Arsenal á móti Manchester City í enska deildabikarnum í vetur. Getty/David Price Kjartan Atli Kjartansson og Henry Birgir Gunnarsson fengu Atla Viðar Björnsson til sín í hlaðvarpsþáttinn Sportið í dag og þeir ræddu meðal annars íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu og þá sérstaklega markmannsstöðuna. Næsta undankeppni, fyrir HM 2022, hefst seinna í þessum mánuði þar sem íslensku strákarnir spila þrjá útileiki á móti Þýskalandi, Armeníu og Liechtenstein. Nú er ein af spurningunum hver verði í marki íslenska liðsins í þessum leikjum. Mun Hannes Þór Halldórsson halda áfram og halda sæti sínu í byrjunarliðinu eða er kannski kominn tími á Rúnar Alex Rúnarsson sem spilar með Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Kjartan Atli Kjartansson er mikill Rúnars Alex maður og finnst hann jafnvel fá ósanngjarna gagnrýni eins langt og það þær hjá íslenskum landsliðsmönnum. „Mér finnst vera minni vikmörk fyrir Rúnari að gera mistök. Við fyrirgefum Hannesi meira, bara svona inn í hjarta okkar, af því að við höfum séð hvað hann hefur gert. Ég er mjög spenntur fyrir Rúnari Alex,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. „Rúnar Alex er ofboðslega spennandi markvörður og hann er að æfa með Arsenal þótt að hann sé ekki alltaf að spila. Hann hefur spilað nokkra leiki á þessu tímabili og þetta er Arsenal,“ sagði Kjartan Atli. „Finnst þér vera lítil þolinmæði gagnvart honum og finnst þér hann fá á baukinn ef hann gerir eitthvað,“ spurði þá Atli Viðar Björnsson. Kjartan Atli kom með dæmi um mistök hjá Hannesi þar sem Rúnar Alex hefði fengið harðari gagnrýni. „Ég upplifi það eins og að Rúnar megi gera færri mistök,“ sagði Kjartan Atli. „Ég er ekki alveg sammála. Mér finnst fótboltaáhugamenn á Íslandi halda rosalega með Rúnari Alex og séu að bíða eftir honum. Mér finnst því menn vera tilbúnir að sýna honum smá þolinmæði, gefa honum leiki og gefa honum leyfi til að gera örfá mistök,“ sagði Atli Viðar. „Mér finnst menn vera dálítið að bíða eftir því að Rúnar Alex taki skrefið, verði tilbúinn og verði síðan markmaður liðsins næstu tíu árin,“ sagði Atli Viðar. Það má finna allan þáttinn hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. HM 2022 í Katar Sportið í dag Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
Næsta undankeppni, fyrir HM 2022, hefst seinna í þessum mánuði þar sem íslensku strákarnir spila þrjá útileiki á móti Þýskalandi, Armeníu og Liechtenstein. Nú er ein af spurningunum hver verði í marki íslenska liðsins í þessum leikjum. Mun Hannes Þór Halldórsson halda áfram og halda sæti sínu í byrjunarliðinu eða er kannski kominn tími á Rúnar Alex Rúnarsson sem spilar með Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Kjartan Atli Kjartansson er mikill Rúnars Alex maður og finnst hann jafnvel fá ósanngjarna gagnrýni eins langt og það þær hjá íslenskum landsliðsmönnum. „Mér finnst vera minni vikmörk fyrir Rúnari að gera mistök. Við fyrirgefum Hannesi meira, bara svona inn í hjarta okkar, af því að við höfum séð hvað hann hefur gert. Ég er mjög spenntur fyrir Rúnari Alex,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. „Rúnar Alex er ofboðslega spennandi markvörður og hann er að æfa með Arsenal þótt að hann sé ekki alltaf að spila. Hann hefur spilað nokkra leiki á þessu tímabili og þetta er Arsenal,“ sagði Kjartan Atli. „Finnst þér vera lítil þolinmæði gagnvart honum og finnst þér hann fá á baukinn ef hann gerir eitthvað,“ spurði þá Atli Viðar Björnsson. Kjartan Atli kom með dæmi um mistök hjá Hannesi þar sem Rúnar Alex hefði fengið harðari gagnrýni. „Ég upplifi það eins og að Rúnar megi gera færri mistök,“ sagði Kjartan Atli. „Ég er ekki alveg sammála. Mér finnst fótboltaáhugamenn á Íslandi halda rosalega með Rúnari Alex og séu að bíða eftir honum. Mér finnst því menn vera tilbúnir að sýna honum smá þolinmæði, gefa honum leiki og gefa honum leyfi til að gera örfá mistök,“ sagði Atli Viðar. „Mér finnst menn vera dálítið að bíða eftir því að Rúnar Alex taki skrefið, verði tilbúinn og verði síðan markmaður liðsins næstu tíu árin,“ sagði Atli Viðar. Það má finna allan þáttinn hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
HM 2022 í Katar Sportið í dag Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira