Allt gert til að verjast alvarlegum hrossasjúkdómi á Íslandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. mars 2021 12:44 Íslenski hrossastofninn nær vonandi að verja sig fyrir þessum alvarlega sjúkdómi, sem geisar nú í Evrópu. Fjöldi hrossa hefur drepist þar og mörg eru mjög alvarlega veik. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mjög alvarlegur hrossasjúkdómur hefur komið fram í Evrópu, sem valdið hefur dauða fjölda hrossa og miklum veikindum. Allt verður gert til að verjast því að sjúkdómurinn, sem er herpesveira, berist til Íslands. Um er að ræða mjög alvarlegan smitsjúkdóm í hrossum í Evrópu sem blossaði nýlega upp á stórmóti í hindrunarstökki sem haldið var í Valencia á Spáni. Þeir dýralæknar sem voru á svæðinu lýstu ástandinu sem skelfilegu en mjög illa gekk framan af að útvega næga læknishjálp handa hrossunum, en þau þurfa sérhæfða meðhöndlun allan sólarhringinn í sérstökum tjald hesthúsum. Til að fyllsta öryggis sé gætt hefur öllum hestakeppnum í Evrópu verið aflýst á meðan verð er að ná utan um veikindin. Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun er vel upplýst um veiruna, sem veldur þessum miklu veikindum. „Þetta snýst um hrinu tilfella, sem bráðum getur kallast faraldur af alvarlegum hrossasjúkdómi, sem er að völdum hestaherpes veiru, týpu 1. Þetta er svo alvarlegur sjúkdómur, við erum ekki að tala um bara hósta eða kvef,“ segir Sigríður. En hvernig er þessi herpsveira? Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun, sem segir allt verða gert til að koma í veg fyrir að herpsveiran frá Evrópu berist til Íslands.Aðsend „Hún er þannig að það er ekki hægt að útrýma þessum sjúkdómi og ég vil taka það strax fram að þessi tegund af herpesveiru hefur aldrei borist til Íslands, á íslenska hrossastofninn. Við erum nú bara eitt af mjög fáum löndum í heiminum þar sem staðan er þannig. Það er ekki hægt að útrýma þessum sjúkdómi ef hann kemur vegna þess að, eins og margar aðrar herpesveirur þá verða hrossin varanlega sýkt.“ Sigríður vekur athygli á því að veiran gæti hæglega borist til Íslands með óhreinindum á fatnaði hestamanna, sem eru að koma til landsins og auðvitað búnaði, sem reyndar er bannað að flytja til landsins og því biður hún alla, sem fara á milli landa í tengslum við hestamennsku að gæta fyllstu varúðar. „Ég hvet alla að fara varlega og fylgja reglunum,“ segir Sigríður. Landbúnaður Hestar Dýraheilbrigði Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Um er að ræða mjög alvarlegan smitsjúkdóm í hrossum í Evrópu sem blossaði nýlega upp á stórmóti í hindrunarstökki sem haldið var í Valencia á Spáni. Þeir dýralæknar sem voru á svæðinu lýstu ástandinu sem skelfilegu en mjög illa gekk framan af að útvega næga læknishjálp handa hrossunum, en þau þurfa sérhæfða meðhöndlun allan sólarhringinn í sérstökum tjald hesthúsum. Til að fyllsta öryggis sé gætt hefur öllum hestakeppnum í Evrópu verið aflýst á meðan verð er að ná utan um veikindin. Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun er vel upplýst um veiruna, sem veldur þessum miklu veikindum. „Þetta snýst um hrinu tilfella, sem bráðum getur kallast faraldur af alvarlegum hrossasjúkdómi, sem er að völdum hestaherpes veiru, týpu 1. Þetta er svo alvarlegur sjúkdómur, við erum ekki að tala um bara hósta eða kvef,“ segir Sigríður. En hvernig er þessi herpsveira? Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun, sem segir allt verða gert til að koma í veg fyrir að herpsveiran frá Evrópu berist til Íslands.Aðsend „Hún er þannig að það er ekki hægt að útrýma þessum sjúkdómi og ég vil taka það strax fram að þessi tegund af herpesveiru hefur aldrei borist til Íslands, á íslenska hrossastofninn. Við erum nú bara eitt af mjög fáum löndum í heiminum þar sem staðan er þannig. Það er ekki hægt að útrýma þessum sjúkdómi ef hann kemur vegna þess að, eins og margar aðrar herpesveirur þá verða hrossin varanlega sýkt.“ Sigríður vekur athygli á því að veiran gæti hæglega borist til Íslands með óhreinindum á fatnaði hestamanna, sem eru að koma til landsins og auðvitað búnaði, sem reyndar er bannað að flytja til landsins og því biður hún alla, sem fara á milli landa í tengslum við hestamennsku að gæta fyllstu varúðar. „Ég hvet alla að fara varlega og fylgja reglunum,“ segir Sigríður.
Landbúnaður Hestar Dýraheilbrigði Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira