Stjórnvöld þyrftu að koma að ákvörðun um að hætta útburði bréfa Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. mars 2021 13:38 Ársreikningur Íslandspósts var kynntur á aðalfundi félagsins í gær. Vísir/Vilhelm Íslandspóstur getur ekki tekið einhliða ákvörðun um að hætta að bera út bréfpóst. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandspósti sem barst upp úr hádegi í dag þar sem segir að Íslandspóstur sé ekki að íhuga að hætta að bera út bréfpóst líkt og ráða mátti af fréttum í morgun. Morgunblaðið greindi frá því í dag, og hafði eftir forstjóra Íslandspósts, að ein þeirra leiða sem hægt væri að fara ef gengið yrði lengra í hagræðingu, væri að hætta að bera út bréf. Vísir vitnaði til þeirrar fréttar í morgun þar sem einnig er fjallað um ársreikning félagsins sem kynntur var á aðalfundi félagsins í gær. Í tilkynningu að því tilefni í gær sagði Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Íslandspósts, að pökkum hafi haldið áfram að fjölga í kerfi Íslandspósts á sama tíma og bréfasendingum hafi fækkað um 80% frá aldamótum. Fyrirséð væri að sú þróun muni að halda áfram og hafa mikil áhrif á rekstur félagsins. „Segja má að fyrirtækið hafi á síðustu árum verið að breytast úr bréfasendingafyrirtæki í pakkadreifingarfyrirtæki,“ sagði meðal annars í tilkynningunni. Í tilkynningunni sem Íslandspóstur sendi fjölmiðlum í dag í tilefni af fréttaflutningi segir hins vegar að það sé ekki rétt að Íslandspóstur sé að íhuga að hætta að bera út bréfpóst: „Íslandspóstur er ekki að íhuga að hætta að bera út bréfapóst enda getur félagið ekki tekið einhliða ákvörðun um slíkt eða um aðra þætti sem snúa að alþjónustuskyldu. Í viðtalinu sem um ræðir var einungis verið að velta upp leiðum sem ríkið gæti farið til að lækka kostnaðargrundvöll á alþjónustu, hvort sem um ræðir rafræna afhendingu bréfa, póstkassavörður eða aðrar útfærslur. Það er ljóst að til framtíðar verður að skoða þjónustustig og útfærslu bréfadreifingar enda mun fækkun bréfa óhjákvæmilega leiða til meiri kostnaðar. Íslandspóstur ítrekar hins vegar að allar ákvarðanir er varða alþjónustu eru teknar af stjórnvöldum en Íslandspóstur vinnur eftir settum lögum og reglum hverju sinni,” segir í tilkynningunni frá Íslandsósti. Í frétt mbl.is sem birtist upp úr hádegi í dag er áréttað að Morgunblaðið hafi spurt forstjórann sérstaklega um þennan þátt í umræddu viðtali og að forstjórinn hafi samþykkt textann fyrir birtingu. Fréttin hefur verið uppfærð. Pósturinn Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Sjá meira
Morgunblaðið greindi frá því í dag, og hafði eftir forstjóra Íslandspósts, að ein þeirra leiða sem hægt væri að fara ef gengið yrði lengra í hagræðingu, væri að hætta að bera út bréf. Vísir vitnaði til þeirrar fréttar í morgun þar sem einnig er fjallað um ársreikning félagsins sem kynntur var á aðalfundi félagsins í gær. Í tilkynningu að því tilefni í gær sagði Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Íslandspósts, að pökkum hafi haldið áfram að fjölga í kerfi Íslandspósts á sama tíma og bréfasendingum hafi fækkað um 80% frá aldamótum. Fyrirséð væri að sú þróun muni að halda áfram og hafa mikil áhrif á rekstur félagsins. „Segja má að fyrirtækið hafi á síðustu árum verið að breytast úr bréfasendingafyrirtæki í pakkadreifingarfyrirtæki,“ sagði meðal annars í tilkynningunni. Í tilkynningunni sem Íslandspóstur sendi fjölmiðlum í dag í tilefni af fréttaflutningi segir hins vegar að það sé ekki rétt að Íslandspóstur sé að íhuga að hætta að bera út bréfpóst: „Íslandspóstur er ekki að íhuga að hætta að bera út bréfapóst enda getur félagið ekki tekið einhliða ákvörðun um slíkt eða um aðra þætti sem snúa að alþjónustuskyldu. Í viðtalinu sem um ræðir var einungis verið að velta upp leiðum sem ríkið gæti farið til að lækka kostnaðargrundvöll á alþjónustu, hvort sem um ræðir rafræna afhendingu bréfa, póstkassavörður eða aðrar útfærslur. Það er ljóst að til framtíðar verður að skoða þjónustustig og útfærslu bréfadreifingar enda mun fækkun bréfa óhjákvæmilega leiða til meiri kostnaðar. Íslandspóstur ítrekar hins vegar að allar ákvarðanir er varða alþjónustu eru teknar af stjórnvöldum en Íslandspóstur vinnur eftir settum lögum og reglum hverju sinni,” segir í tilkynningunni frá Íslandsósti. Í frétt mbl.is sem birtist upp úr hádegi í dag er áréttað að Morgunblaðið hafi spurt forstjórann sérstaklega um þennan þátt í umræddu viðtali og að forstjórinn hafi samþykkt textann fyrir birtingu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Pósturinn Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Sjá meira