Harmar að embættisfólk hafi fengið bólusetningu fyrr en forgangshópar Sylvía Hall skrifar 6. mars 2021 23:49 Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja. Mynd/Kringvarp Færeyja Sendiherra Færeyja í London fékk ásamt maka sínum bólusetningu í lok janúar eftir að mennta- og utanríkisráðuneytið þar í landi hafði sent beiðni þess efnis til landlæknisins í lok síðasta árs. Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, segir að héðan í frá verði öllum bólusetningaráætlunum fylgt og forgangshópar virtir. Greint var frá bólusetningunum fyrr í vikunni, en ráðuneytið hafði einnig beðið um að sendiherra Færeyja í Kína fengi bólusetningu ásamt maka sínum þar sem þau vildu ekki láta bólusetja sig í Kína. Sú beiðni var send þann 17. febrúar og tók landlæknirinn Lars Fodgaard Møller vel í þá beiðni. Ekki var heimild fyrir bólusetningunum þar sem gildandi bólusetningaráætlun gerði ráð fyrir því að aðeins heilbrigðisstarfsfólk og aðrir framlínustarfsmenn yrðu bólusettir fyrst um sinn, sem og elstu aldurshóparnir. Þá var stefnt að því að klára að bólusetja alla í umönnunarstörfum fyrir lok apríl. Lars Fodgaard Møller, landlæknir Færeyja, er formaður hópsins sem sér um útfærslu bólusetninga í Færeyjum. Ráðherrann segist ekki hafa vitað af beiðninni Jenis av Rana, utanríkis- og menntamálaráðherra Færeyja og formaður Miðflokksins þar í landi, segist ekki hafa vitað að beiðnirnar hefðu verið sendar til landlæknisins. Hann hafði fyrst heyrt af málinu í útvarpsfréttum. Hann segist þó ekki telja að sendiherrarnir hafi endilega gert sér grein fyrir því að þeir væru að fara fram fyrir röðina. Kórónuveiran hafi verið í meiri útbreiðslu í London og Kína en í Færeyjum og það hafi sennilega verið ástæðan fyrir því að beiðnin var send. „Í mínu huga, sem almennur borgari, læknir og ráðherra tel ég þó að það séu aðrir hópar sem þurfi meira á bólusetningu að halda en sendiherrar, því sendiherrar eru í þeirri stöðu að geta unnið heiman frá sér og líka í löndunum sem þau fara til,“ sagði Jenis í samtali við Kringvarpið. Bárður á Steig Nielsen segir ljóst að þetta muni ekki endurtaka sig. Ráðherrar, embættismenn og aðrir opinberir starfsmenn muni þurfa að bíða eftir því að röðin komi að sér. „Bólusetningaráætlunin var sett til að tryggja það að þeir sem þurfa bóluefnið fái bóluefnið. Ég held það efist enginn lengur um það, hvorki stjórnmálamenn né embættismenn, að áætluninni verður fylgt upp á punkt og prik,“ sagði Bárður í samtali við Kringvarpið. Færeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Greint var frá bólusetningunum fyrr í vikunni, en ráðuneytið hafði einnig beðið um að sendiherra Færeyja í Kína fengi bólusetningu ásamt maka sínum þar sem þau vildu ekki láta bólusetja sig í Kína. Sú beiðni var send þann 17. febrúar og tók landlæknirinn Lars Fodgaard Møller vel í þá beiðni. Ekki var heimild fyrir bólusetningunum þar sem gildandi bólusetningaráætlun gerði ráð fyrir því að aðeins heilbrigðisstarfsfólk og aðrir framlínustarfsmenn yrðu bólusettir fyrst um sinn, sem og elstu aldurshóparnir. Þá var stefnt að því að klára að bólusetja alla í umönnunarstörfum fyrir lok apríl. Lars Fodgaard Møller, landlæknir Færeyja, er formaður hópsins sem sér um útfærslu bólusetninga í Færeyjum. Ráðherrann segist ekki hafa vitað af beiðninni Jenis av Rana, utanríkis- og menntamálaráðherra Færeyja og formaður Miðflokksins þar í landi, segist ekki hafa vitað að beiðnirnar hefðu verið sendar til landlæknisins. Hann hafði fyrst heyrt af málinu í útvarpsfréttum. Hann segist þó ekki telja að sendiherrarnir hafi endilega gert sér grein fyrir því að þeir væru að fara fram fyrir röðina. Kórónuveiran hafi verið í meiri útbreiðslu í London og Kína en í Færeyjum og það hafi sennilega verið ástæðan fyrir því að beiðnin var send. „Í mínu huga, sem almennur borgari, læknir og ráðherra tel ég þó að það séu aðrir hópar sem þurfi meira á bólusetningu að halda en sendiherrar, því sendiherrar eru í þeirri stöðu að geta unnið heiman frá sér og líka í löndunum sem þau fara til,“ sagði Jenis í samtali við Kringvarpið. Bárður á Steig Nielsen segir ljóst að þetta muni ekki endurtaka sig. Ráðherrar, embættismenn og aðrir opinberir starfsmenn muni þurfa að bíða eftir því að röðin komi að sér. „Bólusetningaráætlunin var sett til að tryggja það að þeir sem þurfa bóluefnið fái bóluefnið. Ég held það efist enginn lengur um það, hvorki stjórnmálamenn né embættismenn, að áætluninni verður fylgt upp á punkt og prik,“ sagði Bárður í samtali við Kringvarpið.
Færeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira