Kosningarnar fóru fram með rafrænum hætti að þessu sinni en Þorbjörg greindi frá niðurstöðunni á Facebook í kvöld. Hún þakkaði félagsfólki traustið og segir það vera forréttindi að fá að halda áfram að vinna fyrir hinsegin fólk á Íslandi.
„Í ár eru Alþingiskosningar og ég hlakka alveg sérstaklega til að fylgjast með því hvaða frambjóðendur láta sig réttindi hinsegin fólks varða. Það er okkur mikilvægt að stjórnmálafólk sýni stuðning sinn í verki, enda er hinsegin fólk í öllum flokkum og í öllum lögum samfélagsins,“ skrifar Þorbjörg.