Söngvari Entombed er látinn Atli Ísleifsson og Hjalti Freyr Ragnarsson skrifa 8. mars 2021 11:37 Lars-Göran Petrov á tónleikum í Osló árið 2019. Getty/Per-Otto Oppi Sænski söngvarinn Lars-Göran Petrov, betur þekktur sem L-G Petrov, er látinn, 49 ára að aldri. Hann var söngvari þungarokkssveitarinnar Entombed og síðar Entombed A.D. Petrov, sem átti rætur að rekja til Makedóníu, lést af völdum krabbameins í gallrás. Greint er frá dauða Petrovs á Facebook-síðu Entombed A.D. We are devastated to announce that our beloved friend Lars-Göran Petrov has left us. Our brother, leader,...Posted by Entombed A.D. on Monday, 8 March 2021 Dauðarokkssveitin var stofnuð árið árið 1987 undir nafninu Nihilist, en árið 1989 var nafni hennar breytt í Entombed. Árið 2014 var Entombed A.D. stofnuð eftir að gítarleikarinn Alex Hellid hafði sagt skilið við sveitina. Sveitin var ásamt Dismember, Unleashed og fleirum mikilvægur hlekkur í bylgju af sænsku dauðarokki sem átti meira skylt við harðkjarnapönk en amerísk hliðstæða þess. Sænski dauðarokkshljómurinn einkenndist af „vélsagargítörum“, gítarhljómi sem var náð fram með því að spila í gegnum Boss HM-2 gítarfetil með alla takkana skrúfaða í botn. Sveitin kom þrívegis hingað til lands til að spila, og tróð upp á Nasa 2006, í Iðnó 2009 og á Gamla Gauknum 2012. Ein þekktasta plata Entombed og þrekvirki innan svokallaðs sænsks dauðarokks er fyrsta stóra plata þeirra Left Hand Path sem gefin var út árið 1990. w Árið 1993 kom út þriðja stóra plata sveitarinnar sem hljómaði töluvert öðruvísi en fyrri plötur, Wolverine Blues. Þá fór sveitin að blanda meiri rokki, pönki og hefðbundnu þungarokki í sænska dauðarokkshljóminn og úr varð eitthvað sem kallað hefur verið death 'n' roll, eða dauði og ról. Auk þessa trommaði Lars Göran um tíma í sveitinni Morbid, sem innihélt söngvarann Per Yngve Ohlin sem þekktari er sem Dead. Dead var síðar söngvari hljómsveitarinnar Mayhem og er eftirminnileg fígúra úr svokallaðri norskri svartmálssenu. Svíþjóð Andlát Tónlist Mest lesið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Sjá meira
Petrov, sem átti rætur að rekja til Makedóníu, lést af völdum krabbameins í gallrás. Greint er frá dauða Petrovs á Facebook-síðu Entombed A.D. We are devastated to announce that our beloved friend Lars-Göran Petrov has left us. Our brother, leader,...Posted by Entombed A.D. on Monday, 8 March 2021 Dauðarokkssveitin var stofnuð árið árið 1987 undir nafninu Nihilist, en árið 1989 var nafni hennar breytt í Entombed. Árið 2014 var Entombed A.D. stofnuð eftir að gítarleikarinn Alex Hellid hafði sagt skilið við sveitina. Sveitin var ásamt Dismember, Unleashed og fleirum mikilvægur hlekkur í bylgju af sænsku dauðarokki sem átti meira skylt við harðkjarnapönk en amerísk hliðstæða þess. Sænski dauðarokkshljómurinn einkenndist af „vélsagargítörum“, gítarhljómi sem var náð fram með því að spila í gegnum Boss HM-2 gítarfetil með alla takkana skrúfaða í botn. Sveitin kom þrívegis hingað til lands til að spila, og tróð upp á Nasa 2006, í Iðnó 2009 og á Gamla Gauknum 2012. Ein þekktasta plata Entombed og þrekvirki innan svokallaðs sænsks dauðarokks er fyrsta stóra plata þeirra Left Hand Path sem gefin var út árið 1990. w Árið 1993 kom út þriðja stóra plata sveitarinnar sem hljómaði töluvert öðruvísi en fyrri plötur, Wolverine Blues. Þá fór sveitin að blanda meiri rokki, pönki og hefðbundnu þungarokki í sænska dauðarokkshljóminn og úr varð eitthvað sem kallað hefur verið death 'n' roll, eða dauði og ról. Auk þessa trommaði Lars Göran um tíma í sveitinni Morbid, sem innihélt söngvarann Per Yngve Ohlin sem þekktari er sem Dead. Dead var síðar söngvari hljómsveitarinnar Mayhem og er eftirminnileg fígúra úr svokallaðri norskri svartmálssenu.
Svíþjóð Andlát Tónlist Mest lesið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Sjá meira