Óvænt uppsögn eftir 26 ára starf reyndist ólögmæt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. mars 2021 15:00 Björn Gunnarsson starfaði hjá Hafrannsóknarstofnun í 26 ár. Stofnunin var við Skúlagötu þar til hún flutti í Hafnarfjörð í fyrra. Vísir/Vilhelm Björn Gunnarsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun til 26 ára, segir skrýtið ef forstjóri stofnunarinnar komist upp með ólögmætar uppsagnir án þess að sæta einhverjum viðurlögum. Ríkislögmaður samdi við Björn og annan starfsmann til lengri tíma um greiðslu bóta upp á milljónir króna vegna uppsagnanna. Tíu manns var sagt upp hjá Hafrannsóknarstofnun í nóvember 2019 og fjórum boðið að færa sig í nýtt hlutverk ella missa starf sitt. Fjórtán misstu vinnuna. Á heimsíðu Hafrannsóknarstofnunar kom fram að ákveðið hefði verið að breyta skipulagi til að gera reksturinn skilvirkari og hagkvæmari. Þannig myndi fagsviðum fækka úr fimm í fjögur og stoðsviðum úr fjórum í tvö. Afdráttarlaus dómur Hafró virðist snemma hafa viðurkennt að ranglega hafi verið staðið að uppsögnunum og greiddi nokkrum starfsmönnum hálfa milljón króna í bætur vegna málsins. Vísir fjallaði í desember um mál Björns Ævars Steinarssonar sem hafnaði boði um hálfa milljón í bætur og fór í mál við íslenska ríkið. Dómurinn í máli Björns Ævars var afdráttarlaus að því leyti að uppsögn hans hefði verið ólögmæt og forstjórinn sýnt verulegt gáleysi við uppsögnina að mati héraðsdóms. Birni Ævari voru dæmdar þrjár milljónir króna í skaðabætur auk hálfrar milljónar króna í miskabætur og 1,8 milljón króna í málskostnað. Björn Ævar var harðorður í garð Sigurðar Guðjónssonar forstjóra í samtali við Vísi og sagði hann hafa framið mannorðsmorð á sér í uppsögnunum. Hann hefði átt erfitt með að meðtaka uppsögn og framkvæmd hennar eftir tæplega fjörutíu ára starf. Bregður við af minna tilefni Nafni hans Björn Gunnarsson talar á svipuðum nótum og Björn Ævar. Björn hafði starfað í 26 ár hjá Hafró og uppsögnin kom honum í opna skjöldu. „Manni bregður við af minna tilefni,“ segir Björn. Hann ætlaði sömu leið og Björn Ævarsson og hafði stefnt ríkinu fyrir ólögmæta uppsögn. „Það skiptir mann heilmiklu máli að fá staðfest að það var ekkert á bak við þetta,“ segir Björn. Fimm milljónir í bætur Björn ritaði bréf til Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra í kjölfar niðurstöðunnar. Í bréfinu, sem Björn sendi Vísi, segir Björn ríkislögmann hafa haft samband við lögmann sinn og falast eftir dómsátt í málinu. „Niðurstaða ríkislögmanns var að Hafrannsóknastofnun hafi ekki gætt að þeim atriðum og sjónarmiðum sem ætlast mátti til í aðdraganda uppsagnarinnar. Ber þar fyrst og fremst að nefna skort á skriflegum gögnum og haldbærum upplýsingum sem varpa ljósi á það hvernig stofnunin í aðdraganda uppsagna stóð að greiningu á starfsemi og störfum hjá stofnuninni og hvaða sjónarmið lágu til grundvallar ákvörðunum um uppsagnir og eftir atvikum niðurlagningu starfa,“ sagði í bréf Björns til ráðherra. Næsti forstjóri Hafrannsóknarstofnunar á að taka til starfa 1. apríl 2020. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra skipar hann.Vísir/Vilhelm Samkomulagið var að íslenska ríkið greiddi Birni fimm milljónir króna í miska- og skaðabætur auk lögmannskostnað upp á 900 þúsund krónur. „Skrýtið að forstjóri komist uppp með hvað sem er“ Björn segir ljóst að kostnaður ríkissjóðs vegna afglapa forstjóra Hafrannsóknastofnunar í uppsagnahrinunni í nóvember 2019 mun hlaupa á mörgum tugum milljóna að ótöldum tuga milljóna kostnaði vegna biðlauna. Þá sé óþarft að minna á þann þekkingarauð sem kastað var á glæ með uppsögnunum. „Manni finnst skrýtið að ríkisforstjóri komist upp með hvað sem er án þess að sæta viðurlögum,“ segir Björn. Sigurður er meðal sex sem sækja um starf forstjóra sem ráðherra mun skipa til að taka við starfinu þann 1. apríl. Umsóknarfrestur rann út þann 19. janúar. Vinnumarkaður Tengdar fréttir Trúði ekki augum og eyrum við uppsögn eftir 38 ára starf Fyrrverandi sviðsstjóri veiðiráðgjafarsviðs hjá Hafrannsóknarstofnun segir forstjóra stofnunarinnar hafa framið mannorðsmorð á sér í uppsögnum hjá Hafró í nóvember í fyrra. Hann átti erfitt með að meðtaka uppsögn og framkvæmd hennar eftir tæplega fjörutíu ára starf. 12. desember 2020 20:01 Mannauðsstjórinn neitaði að taka þátt í uppsögnunum og sagði upp Sólmundur Már Jónsson, fyrrverandi mannauðs- og rekstrarstjóri Hafrannsóknarstofnunar, telur að uppsagnir á starfsfólki stofnunarinnar í nóvember síðastliðnum hafi verið ósiðlegar eða falið í sér brot á starfsmannalögum. 12. desember 2019 18:30 Sviðsstjórarnir taka undir lýsingar mannauðsstjórans sem sagði upp fyrir uppsagnir Fyrrverandi sviðsstjórar hjá Hafrannsóknarstofnun Íslands segja lýsingar fyrrverandi mannauðsstjóra stofnunarinnar í samræmi við þeirra upplifun á atburðarásinni hvað við kemur uppsögnum starfsfólks í nóvember. 13. desember 2019 14:45 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira
Tíu manns var sagt upp hjá Hafrannsóknarstofnun í nóvember 2019 og fjórum boðið að færa sig í nýtt hlutverk ella missa starf sitt. Fjórtán misstu vinnuna. Á heimsíðu Hafrannsóknarstofnunar kom fram að ákveðið hefði verið að breyta skipulagi til að gera reksturinn skilvirkari og hagkvæmari. Þannig myndi fagsviðum fækka úr fimm í fjögur og stoðsviðum úr fjórum í tvö. Afdráttarlaus dómur Hafró virðist snemma hafa viðurkennt að ranglega hafi verið staðið að uppsögnunum og greiddi nokkrum starfsmönnum hálfa milljón króna í bætur vegna málsins. Vísir fjallaði í desember um mál Björns Ævars Steinarssonar sem hafnaði boði um hálfa milljón í bætur og fór í mál við íslenska ríkið. Dómurinn í máli Björns Ævars var afdráttarlaus að því leyti að uppsögn hans hefði verið ólögmæt og forstjórinn sýnt verulegt gáleysi við uppsögnina að mati héraðsdóms. Birni Ævari voru dæmdar þrjár milljónir króna í skaðabætur auk hálfrar milljónar króna í miskabætur og 1,8 milljón króna í málskostnað. Björn Ævar var harðorður í garð Sigurðar Guðjónssonar forstjóra í samtali við Vísi og sagði hann hafa framið mannorðsmorð á sér í uppsögnunum. Hann hefði átt erfitt með að meðtaka uppsögn og framkvæmd hennar eftir tæplega fjörutíu ára starf. Bregður við af minna tilefni Nafni hans Björn Gunnarsson talar á svipuðum nótum og Björn Ævar. Björn hafði starfað í 26 ár hjá Hafró og uppsögnin kom honum í opna skjöldu. „Manni bregður við af minna tilefni,“ segir Björn. Hann ætlaði sömu leið og Björn Ævarsson og hafði stefnt ríkinu fyrir ólögmæta uppsögn. „Það skiptir mann heilmiklu máli að fá staðfest að það var ekkert á bak við þetta,“ segir Björn. Fimm milljónir í bætur Björn ritaði bréf til Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra í kjölfar niðurstöðunnar. Í bréfinu, sem Björn sendi Vísi, segir Björn ríkislögmann hafa haft samband við lögmann sinn og falast eftir dómsátt í málinu. „Niðurstaða ríkislögmanns var að Hafrannsóknastofnun hafi ekki gætt að þeim atriðum og sjónarmiðum sem ætlast mátti til í aðdraganda uppsagnarinnar. Ber þar fyrst og fremst að nefna skort á skriflegum gögnum og haldbærum upplýsingum sem varpa ljósi á það hvernig stofnunin í aðdraganda uppsagna stóð að greiningu á starfsemi og störfum hjá stofnuninni og hvaða sjónarmið lágu til grundvallar ákvörðunum um uppsagnir og eftir atvikum niðurlagningu starfa,“ sagði í bréf Björns til ráðherra. Næsti forstjóri Hafrannsóknarstofnunar á að taka til starfa 1. apríl 2020. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra skipar hann.Vísir/Vilhelm Samkomulagið var að íslenska ríkið greiddi Birni fimm milljónir króna í miska- og skaðabætur auk lögmannskostnað upp á 900 þúsund krónur. „Skrýtið að forstjóri komist uppp með hvað sem er“ Björn segir ljóst að kostnaður ríkissjóðs vegna afglapa forstjóra Hafrannsóknastofnunar í uppsagnahrinunni í nóvember 2019 mun hlaupa á mörgum tugum milljóna að ótöldum tuga milljóna kostnaði vegna biðlauna. Þá sé óþarft að minna á þann þekkingarauð sem kastað var á glæ með uppsögnunum. „Manni finnst skrýtið að ríkisforstjóri komist upp með hvað sem er án þess að sæta viðurlögum,“ segir Björn. Sigurður er meðal sex sem sækja um starf forstjóra sem ráðherra mun skipa til að taka við starfinu þann 1. apríl. Umsóknarfrestur rann út þann 19. janúar.
Vinnumarkaður Tengdar fréttir Trúði ekki augum og eyrum við uppsögn eftir 38 ára starf Fyrrverandi sviðsstjóri veiðiráðgjafarsviðs hjá Hafrannsóknarstofnun segir forstjóra stofnunarinnar hafa framið mannorðsmorð á sér í uppsögnum hjá Hafró í nóvember í fyrra. Hann átti erfitt með að meðtaka uppsögn og framkvæmd hennar eftir tæplega fjörutíu ára starf. 12. desember 2020 20:01 Mannauðsstjórinn neitaði að taka þátt í uppsögnunum og sagði upp Sólmundur Már Jónsson, fyrrverandi mannauðs- og rekstrarstjóri Hafrannsóknarstofnunar, telur að uppsagnir á starfsfólki stofnunarinnar í nóvember síðastliðnum hafi verið ósiðlegar eða falið í sér brot á starfsmannalögum. 12. desember 2019 18:30 Sviðsstjórarnir taka undir lýsingar mannauðsstjórans sem sagði upp fyrir uppsagnir Fyrrverandi sviðsstjórar hjá Hafrannsóknarstofnun Íslands segja lýsingar fyrrverandi mannauðsstjóra stofnunarinnar í samræmi við þeirra upplifun á atburðarásinni hvað við kemur uppsögnum starfsfólks í nóvember. 13. desember 2019 14:45 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira
Trúði ekki augum og eyrum við uppsögn eftir 38 ára starf Fyrrverandi sviðsstjóri veiðiráðgjafarsviðs hjá Hafrannsóknarstofnun segir forstjóra stofnunarinnar hafa framið mannorðsmorð á sér í uppsögnum hjá Hafró í nóvember í fyrra. Hann átti erfitt með að meðtaka uppsögn og framkvæmd hennar eftir tæplega fjörutíu ára starf. 12. desember 2020 20:01
Mannauðsstjórinn neitaði að taka þátt í uppsögnunum og sagði upp Sólmundur Már Jónsson, fyrrverandi mannauðs- og rekstrarstjóri Hafrannsóknarstofnunar, telur að uppsagnir á starfsfólki stofnunarinnar í nóvember síðastliðnum hafi verið ósiðlegar eða falið í sér brot á starfsmannalögum. 12. desember 2019 18:30
Sviðsstjórarnir taka undir lýsingar mannauðsstjórans sem sagði upp fyrir uppsagnir Fyrrverandi sviðsstjórar hjá Hafrannsóknarstofnun Íslands segja lýsingar fyrrverandi mannauðsstjóra stofnunarinnar í samræmi við þeirra upplifun á atburðarásinni hvað við kemur uppsögnum starfsfólks í nóvember. 13. desember 2019 14:45