Fresta samræmdu prófunum og breyta fyrirkomulagi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. mars 2021 15:34 Nemendur í 9. bekk í Réttarholtsskóla voru á meðal þeirra sem þreyttu íslenskupróf í morgun. vísir/vilhelm Ákveðið hefur verið að fresta samræmdum prófum hjá nemendum í 9. bekk grunnskóla sem fara áttu fram fyrri hluta þessarar viku. Próftaka hefst mánudaginn 15. mars og þá hafa grunnskólarnir tveggja vikna glugga til að stilla upp prófunum hjá sér í íslensku, stærðfræði og ensku. Uppi varð fótur og fit í mörgum grunnskólanum í morgun þegar nemendur í 9. bekk gátu sumir hverjir ekki komist inn í samræmda prófið í íslensku. Vandamál gerðu vart við sig í sjötíu skólum af 150. Forstjóri Menntamálastofnunar segir prófakerfið algjörlega ófullnægjandi en standi á ríkinu að fjárfesta í betra kerfi. Frestunin um tvær vikur gefur hverjum skóla fyrir sig færi á að velja prófdaga fyrir sína nemendur innan tveggja vikna glugga. Allir nemendur í hverjum skóla fyrir sig þurfa þó að taka prófið sama dag. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, skellti upp úr þegar blaðamaður spurði hvort ráðuneytið hefði veitt einhver viðbrögð varðandi að kaupa dýrara prófkerfi fyrir samræmdu prófin. Hann sagði ekkert nýtt að frétta í þeim efnum.Vísir/Vilhelm Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, segir frestunina og nýja fyrirkomulagið gera tvennt. Annars vegar gefa Menntamálastofnun færi á að fara rækilega yfir prófakerfið með þjónustuaðilanum og hins vegar dreifa álaginu á prófakerfið yfir tíu daga í stað þriggja. Stór hluti nemenda náði að ljúka íslenskuprófinu í morgun. Arnór segir þessa nemendur hafa val um hvort þeir endurtaki prófið eða láti niðurstöðuna úr prófinu í dag standa. Arnór segir ákvörðunina tekna í samráði við menntamálaráðuneytið. Arnór sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að núverandi prófakerfi væri algjörlega ófullnægjandi. Engin merki væru þó hjá ráðuneytinu að fjárfesta í nýju og dýru prófakerfi enda væri nokkur óvissa um framtíð samræmdra prófa. Upphaflega stóð til að nemendur þreyttu íslenskuprófið í dag, stærðfræði á morgun og ensku á miðvikudaginn. Að neðan má sjá tilkynningu frá Menntamálastofnun sem send var klukkan 17:05. Samræmd könnunarpróf færð yfir á varaprófdaga sem verður fjölgað í 10 daga Próf í stærðfræði og ensku færð yfir á varaprófdaga Nemendur geta þreytt próf í íslensku aftur Skólar hafa tvær vikur til að leggja fyrir öll þrjú prófin fyrir Við fyrirlögn samræmds könnunarprófs í íslensku í 9. bekk í morgun komu upp tæknileg vandamál í prófakerfi. Vandinn lýsti sér í því að hluti nemenda átti erfitt með að komast inn í prófin eða duttu út úr kerfinu áður en þeir höfðu lokið próftöku. Samkvæmt fyrstu greiningu hafa um 3.500 nemendur af um 4.200 lokið prófinu en ljóst er að hluti nemenda tók prófið við ófullnægjandi aðstæður. Menntamálastofnun ber ábyrgð á framkvæmd samræmdra könnunarprófa í grunnskólum og harmar þau vandamál sem komu upp við fyrirlögn þeirra. Eru nemendur og starfsfólk skóla beðið afsökunar á þeim óþægindum sem þetta hefur valdið. Stofnunin er nú að greina stöðuna með þjónustuaðila prófakerfisins og vinna að viðeigandi úrlausn. Þar sem ekki hefur fengist fullnægjandi lausn á þeim vanda sem upp kom í morgun var nauðsynlegt að endurskoða fyrirlögn prófanna. Að höfðu samráði við mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur verið ákveðið að fresta samræmdum könnunarprófum í stærðfræði og ensku í þessari viku. Skólum er gefinn kostur á að leggja öll þrjú samræmdu könnunarprófin fyrir á tveggja vikna tímabili frá og með næsta mánudegi. Þannig hafa skólar val um hvaða próf þeir leggja fyrir og hvenær á tímabilinu 15.-26. mars. Allir nemendur innan hvers skóla verða að taka sama próf á sama degi. Við þessar krefjandi aðstæður hefur ekki verið svigrúm til að eiga samráð og samtal við foreldra og nemendur en stefnt er að því næstu daga. Með þessu fyrirkomulagi telur Menntamálastofnun að unnt verði að leggja samræmd könnunarpróf fyrir með viðunandi hætti og skapa skólum svigrúm til að ljúka fyrirlögn þeirra án þess að mikil röskun verði á skólastarfi. Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir „Algjörlega ófullnægjandi prófakerfi“ en ekki á dagskrá að kaupa nýtt Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, segir stofnunin endurtekið hafa bent menntamálaráðuneytinu á þörfina fyrir betra prófakerfi. Það hafi verið gert þegar kerfið hrundi árið 2018. Óvissa um framtíð samræmdra prófa geri að verkum að tregða sé til að fjárfesta í nýjum og dýrum kerfum. 8. mars 2021 11:39 Enn á ný vandræði með samræmdu prófin Nemendur í 9. bekk víða um land eiga í erfiðleikum með að þreyta samræmd könnunarpróf í íslensku. Forstjóri Menntamálastofnunar sem sér um framkvæmd prófsins segir málið í skoðun. Það tengist þjónustuaðila erlendis. Svo virðist sem vandamálið sé í sumum skólum en öðrum ekki. 8. mars 2021 10:27 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Sjá meira
Uppi varð fótur og fit í mörgum grunnskólanum í morgun þegar nemendur í 9. bekk gátu sumir hverjir ekki komist inn í samræmda prófið í íslensku. Vandamál gerðu vart við sig í sjötíu skólum af 150. Forstjóri Menntamálastofnunar segir prófakerfið algjörlega ófullnægjandi en standi á ríkinu að fjárfesta í betra kerfi. Frestunin um tvær vikur gefur hverjum skóla fyrir sig færi á að velja prófdaga fyrir sína nemendur innan tveggja vikna glugga. Allir nemendur í hverjum skóla fyrir sig þurfa þó að taka prófið sama dag. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, skellti upp úr þegar blaðamaður spurði hvort ráðuneytið hefði veitt einhver viðbrögð varðandi að kaupa dýrara prófkerfi fyrir samræmdu prófin. Hann sagði ekkert nýtt að frétta í þeim efnum.Vísir/Vilhelm Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, segir frestunina og nýja fyrirkomulagið gera tvennt. Annars vegar gefa Menntamálastofnun færi á að fara rækilega yfir prófakerfið með þjónustuaðilanum og hins vegar dreifa álaginu á prófakerfið yfir tíu daga í stað þriggja. Stór hluti nemenda náði að ljúka íslenskuprófinu í morgun. Arnór segir þessa nemendur hafa val um hvort þeir endurtaki prófið eða láti niðurstöðuna úr prófinu í dag standa. Arnór segir ákvörðunina tekna í samráði við menntamálaráðuneytið. Arnór sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að núverandi prófakerfi væri algjörlega ófullnægjandi. Engin merki væru þó hjá ráðuneytinu að fjárfesta í nýju og dýru prófakerfi enda væri nokkur óvissa um framtíð samræmdra prófa. Upphaflega stóð til að nemendur þreyttu íslenskuprófið í dag, stærðfræði á morgun og ensku á miðvikudaginn. Að neðan má sjá tilkynningu frá Menntamálastofnun sem send var klukkan 17:05. Samræmd könnunarpróf færð yfir á varaprófdaga sem verður fjölgað í 10 daga Próf í stærðfræði og ensku færð yfir á varaprófdaga Nemendur geta þreytt próf í íslensku aftur Skólar hafa tvær vikur til að leggja fyrir öll þrjú prófin fyrir Við fyrirlögn samræmds könnunarprófs í íslensku í 9. bekk í morgun komu upp tæknileg vandamál í prófakerfi. Vandinn lýsti sér í því að hluti nemenda átti erfitt með að komast inn í prófin eða duttu út úr kerfinu áður en þeir höfðu lokið próftöku. Samkvæmt fyrstu greiningu hafa um 3.500 nemendur af um 4.200 lokið prófinu en ljóst er að hluti nemenda tók prófið við ófullnægjandi aðstæður. Menntamálastofnun ber ábyrgð á framkvæmd samræmdra könnunarprófa í grunnskólum og harmar þau vandamál sem komu upp við fyrirlögn þeirra. Eru nemendur og starfsfólk skóla beðið afsökunar á þeim óþægindum sem þetta hefur valdið. Stofnunin er nú að greina stöðuna með þjónustuaðila prófakerfisins og vinna að viðeigandi úrlausn. Þar sem ekki hefur fengist fullnægjandi lausn á þeim vanda sem upp kom í morgun var nauðsynlegt að endurskoða fyrirlögn prófanna. Að höfðu samráði við mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur verið ákveðið að fresta samræmdum könnunarprófum í stærðfræði og ensku í þessari viku. Skólum er gefinn kostur á að leggja öll þrjú samræmdu könnunarprófin fyrir á tveggja vikna tímabili frá og með næsta mánudegi. Þannig hafa skólar val um hvaða próf þeir leggja fyrir og hvenær á tímabilinu 15.-26. mars. Allir nemendur innan hvers skóla verða að taka sama próf á sama degi. Við þessar krefjandi aðstæður hefur ekki verið svigrúm til að eiga samráð og samtal við foreldra og nemendur en stefnt er að því næstu daga. Með þessu fyrirkomulagi telur Menntamálastofnun að unnt verði að leggja samræmd könnunarpróf fyrir með viðunandi hætti og skapa skólum svigrúm til að ljúka fyrirlögn þeirra án þess að mikil röskun verði á skólastarfi.
Samræmd könnunarpróf færð yfir á varaprófdaga sem verður fjölgað í 10 daga Próf í stærðfræði og ensku færð yfir á varaprófdaga Nemendur geta þreytt próf í íslensku aftur Skólar hafa tvær vikur til að leggja fyrir öll þrjú prófin fyrir Við fyrirlögn samræmds könnunarprófs í íslensku í 9. bekk í morgun komu upp tæknileg vandamál í prófakerfi. Vandinn lýsti sér í því að hluti nemenda átti erfitt með að komast inn í prófin eða duttu út úr kerfinu áður en þeir höfðu lokið próftöku. Samkvæmt fyrstu greiningu hafa um 3.500 nemendur af um 4.200 lokið prófinu en ljóst er að hluti nemenda tók prófið við ófullnægjandi aðstæður. Menntamálastofnun ber ábyrgð á framkvæmd samræmdra könnunarprófa í grunnskólum og harmar þau vandamál sem komu upp við fyrirlögn þeirra. Eru nemendur og starfsfólk skóla beðið afsökunar á þeim óþægindum sem þetta hefur valdið. Stofnunin er nú að greina stöðuna með þjónustuaðila prófakerfisins og vinna að viðeigandi úrlausn. Þar sem ekki hefur fengist fullnægjandi lausn á þeim vanda sem upp kom í morgun var nauðsynlegt að endurskoða fyrirlögn prófanna. Að höfðu samráði við mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur verið ákveðið að fresta samræmdum könnunarprófum í stærðfræði og ensku í þessari viku. Skólum er gefinn kostur á að leggja öll þrjú samræmdu könnunarprófin fyrir á tveggja vikna tímabili frá og með næsta mánudegi. Þannig hafa skólar val um hvaða próf þeir leggja fyrir og hvenær á tímabilinu 15.-26. mars. Allir nemendur innan hvers skóla verða að taka sama próf á sama degi. Við þessar krefjandi aðstæður hefur ekki verið svigrúm til að eiga samráð og samtal við foreldra og nemendur en stefnt er að því næstu daga. Með þessu fyrirkomulagi telur Menntamálastofnun að unnt verði að leggja samræmd könnunarpróf fyrir með viðunandi hætti og skapa skólum svigrúm til að ljúka fyrirlögn þeirra án þess að mikil röskun verði á skólastarfi.
Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir „Algjörlega ófullnægjandi prófakerfi“ en ekki á dagskrá að kaupa nýtt Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, segir stofnunin endurtekið hafa bent menntamálaráðuneytinu á þörfina fyrir betra prófakerfi. Það hafi verið gert þegar kerfið hrundi árið 2018. Óvissa um framtíð samræmdra prófa geri að verkum að tregða sé til að fjárfesta í nýjum og dýrum kerfum. 8. mars 2021 11:39 Enn á ný vandræði með samræmdu prófin Nemendur í 9. bekk víða um land eiga í erfiðleikum með að þreyta samræmd könnunarpróf í íslensku. Forstjóri Menntamálastofnunar sem sér um framkvæmd prófsins segir málið í skoðun. Það tengist þjónustuaðila erlendis. Svo virðist sem vandamálið sé í sumum skólum en öðrum ekki. 8. mars 2021 10:27 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Sjá meira
„Algjörlega ófullnægjandi prófakerfi“ en ekki á dagskrá að kaupa nýtt Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, segir stofnunin endurtekið hafa bent menntamálaráðuneytinu á þörfina fyrir betra prófakerfi. Það hafi verið gert þegar kerfið hrundi árið 2018. Óvissa um framtíð samræmdra prófa geri að verkum að tregða sé til að fjárfesta í nýjum og dýrum kerfum. 8. mars 2021 11:39
Enn á ný vandræði með samræmdu prófin Nemendur í 9. bekk víða um land eiga í erfiðleikum með að þreyta samræmd könnunarpróf í íslensku. Forstjóri Menntamálastofnunar sem sér um framkvæmd prófsins segir málið í skoðun. Það tengist þjónustuaðila erlendis. Svo virðist sem vandamálið sé í sumum skólum en öðrum ekki. 8. mars 2021 10:27