Ragnar Þór hefur komið verkalýshreyfingunni upp á yfirborðið aftur Arnþór Sigurðsson skrifar 9. mars 2021 09:30 Verkalýðshreyfingin á Íslandi er rúmlega 100 ára gömul og hefur allt frá fyrsta degi verið mikilvæg fyrir launafólk í landinu. Öll þau réttindi sem almennir launamenn hafa og þykja sjálfsögð komu ekki til af sjálfusér heldur með mikilli baráttu og stundum miklum átökum. Fórnin sem launamenn verða fyrir á hverjum tíma er alltaf dýr og stundum spyrja menn hvort að verkföll eða vinnutap borgi sig og svarið er yfirleitt nei. En þrátt fyrir fórnina þá eru sótt réttindi og barist fyrir réttlæti og til lengri tíma skipta þau máli. En fyrir um 20-25 árum urðu breytingar á verkalýðshreyfingunni og hún var orðin máttlaus og hlédræg og sótti lítið fram. Sér í lagi þeir sem voru með laun undir meðallaunum fóru að dragast meir og meir aftur úr og voru í raun skilin eftir. Baráttuandi verkalýðshreyfingarinnar fór dvínandi og undir það síðasta var hún orðin lágt skrifuð samkvæmt könnunum meðal almennings. Þá má segja að það hafi komið ferskur blær inn í verkalýðshreyfinguna, Ragnar Þór Ingólfsson settist í formannsstól VR og það gerðist eitthvað sem erfitt er að útskýra í fáum orðum. VR fór að verða aftur það afl sem það á að vera sem stærsta verkalýðsfélag landsins. Síðar komu Sólveig Anna Jónsdóttir inn sem formaður Eflingar og Drífa Snædal varð Forseti ASÍ. Það má segja að verkalýðshreyfingin hafi fengið andlitslyftingu og allt í einu varð þessi fjöldahreyfing launamanna komin með þá virðingu og slagkraft sem henni ber í íslensku samfélagi. Ragnar Þór hefur ekki setið auðum höndum frá því að hann tók að sér formennsku í VR. Hans verk hafa jafnvel sett samfélagið á annan endann þegar mest hefur gengið á og ávalt er Ragnar í baráttu fyrir launamenn í landinu, unga sem aldna. Það er margt hægt að nefna og er listinn langur en til þess að nefna eitthvað þá hefur Ragnar Þór beitt sér fyrir því að VR standi þétt við bakið á Neytendasamtökunum í baráttunni gegn glæpum smálanafyrirtækja. VR lagði félagi eldri borgara lið þar sem Grái herinn svokallaði er að reka mál gegn ríkinu vegna tekjutenginga á almannatryggingakerfinu, Ragnar Þór beitti sér fyrir því að VR yrði bakhjarl í þessu máli. Þá fór Ragnar Þór einn gegn ótrúlega ósvífnum vinnubrögðum leigufélaga íbúða þar sem réttur leigenda var að engu hafður og hafði hann góðan árangur í því máli með stjórn VR þétt að baki sér. Nýverið hefur VR riðið á vaðið í húsnæðismálum og mun hefja byggingu á 33-36 íbúða blokk fyrir almennan leigumarkað í anda gömlu verkamannabústaðanna og er það vonandi að önnur verkalýðsfélög komi í kjölfarið og í sameiningu hefji stórátak á íbúðamarkaði enda mikið þörf þar sem íslenskur leigumarkaður er vægast sagt hörmulegur fyrir leigjendur. Svona má lengi telja og verður þó síðast en ekki síst að nefna að síðustu kjarasamningar eru þeir merkilegustu í áratugi. Ekki bara það að lægstu laun voru hækkuð svo um munar, heldur eru skattar lægri á lægstu laun, vinnuvikan hefur verið stytt, ný lán eru að koma til sögunnar fyrir þá sem ekki ráða við að eignast húsnæði. Svo er Ragnar þór bara góður félagi, mannlegur og laus við allt yfirlæti. Innra starf VR blómstrar enda góður andi innan stjórnar og að sjálsögðu er framúrskarandi hæft fólk sem starfar á skrifstofu VR. Kynni mín af Ragnari eru í gegnum stjórn VR síðustu þrjú árin. Það er áríðandi að VR félagar taki þátt í komandi kosningum og styði Ragnar Þór. Þá er von áfram að Verkalýðshreyfingin á Íslandi haldi sínum hlut eins og henni ber. Styðum Ragnar Þór til formanns VR. Höfundur er stjórnarmaður í stjórn VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Verkalýðshreyfingin á Íslandi er rúmlega 100 ára gömul og hefur allt frá fyrsta degi verið mikilvæg fyrir launafólk í landinu. Öll þau réttindi sem almennir launamenn hafa og þykja sjálfsögð komu ekki til af sjálfusér heldur með mikilli baráttu og stundum miklum átökum. Fórnin sem launamenn verða fyrir á hverjum tíma er alltaf dýr og stundum spyrja menn hvort að verkföll eða vinnutap borgi sig og svarið er yfirleitt nei. En þrátt fyrir fórnina þá eru sótt réttindi og barist fyrir réttlæti og til lengri tíma skipta þau máli. En fyrir um 20-25 árum urðu breytingar á verkalýðshreyfingunni og hún var orðin máttlaus og hlédræg og sótti lítið fram. Sér í lagi þeir sem voru með laun undir meðallaunum fóru að dragast meir og meir aftur úr og voru í raun skilin eftir. Baráttuandi verkalýðshreyfingarinnar fór dvínandi og undir það síðasta var hún orðin lágt skrifuð samkvæmt könnunum meðal almennings. Þá má segja að það hafi komið ferskur blær inn í verkalýðshreyfinguna, Ragnar Þór Ingólfsson settist í formannsstól VR og það gerðist eitthvað sem erfitt er að útskýra í fáum orðum. VR fór að verða aftur það afl sem það á að vera sem stærsta verkalýðsfélag landsins. Síðar komu Sólveig Anna Jónsdóttir inn sem formaður Eflingar og Drífa Snædal varð Forseti ASÍ. Það má segja að verkalýðshreyfingin hafi fengið andlitslyftingu og allt í einu varð þessi fjöldahreyfing launamanna komin með þá virðingu og slagkraft sem henni ber í íslensku samfélagi. Ragnar Þór hefur ekki setið auðum höndum frá því að hann tók að sér formennsku í VR. Hans verk hafa jafnvel sett samfélagið á annan endann þegar mest hefur gengið á og ávalt er Ragnar í baráttu fyrir launamenn í landinu, unga sem aldna. Það er margt hægt að nefna og er listinn langur en til þess að nefna eitthvað þá hefur Ragnar Þór beitt sér fyrir því að VR standi þétt við bakið á Neytendasamtökunum í baráttunni gegn glæpum smálanafyrirtækja. VR lagði félagi eldri borgara lið þar sem Grái herinn svokallaði er að reka mál gegn ríkinu vegna tekjutenginga á almannatryggingakerfinu, Ragnar Þór beitti sér fyrir því að VR yrði bakhjarl í þessu máli. Þá fór Ragnar Þór einn gegn ótrúlega ósvífnum vinnubrögðum leigufélaga íbúða þar sem réttur leigenda var að engu hafður og hafði hann góðan árangur í því máli með stjórn VR þétt að baki sér. Nýverið hefur VR riðið á vaðið í húsnæðismálum og mun hefja byggingu á 33-36 íbúða blokk fyrir almennan leigumarkað í anda gömlu verkamannabústaðanna og er það vonandi að önnur verkalýðsfélög komi í kjölfarið og í sameiningu hefji stórátak á íbúðamarkaði enda mikið þörf þar sem íslenskur leigumarkaður er vægast sagt hörmulegur fyrir leigjendur. Svona má lengi telja og verður þó síðast en ekki síst að nefna að síðustu kjarasamningar eru þeir merkilegustu í áratugi. Ekki bara það að lægstu laun voru hækkuð svo um munar, heldur eru skattar lægri á lægstu laun, vinnuvikan hefur verið stytt, ný lán eru að koma til sögunnar fyrir þá sem ekki ráða við að eignast húsnæði. Svo er Ragnar þór bara góður félagi, mannlegur og laus við allt yfirlæti. Innra starf VR blómstrar enda góður andi innan stjórnar og að sjálsögðu er framúrskarandi hæft fólk sem starfar á skrifstofu VR. Kynni mín af Ragnari eru í gegnum stjórn VR síðustu þrjú árin. Það er áríðandi að VR félagar taki þátt í komandi kosningum og styði Ragnar Þór. Þá er von áfram að Verkalýðshreyfingin á Íslandi haldi sínum hlut eins og henni ber. Styðum Ragnar Þór til formanns VR. Höfundur er stjórnarmaður í stjórn VR.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar