Bóluefni Pfizer virðist virka gegn brasilíska afbrigðinu Eiður Þór Árnason skrifar 9. mars 2021 11:44 18.547 einstaklingar hafa ýmist lokið eða hafið bólusetningu hér á landi með bóluefni Pfizer og BioNTech. EPA Ný rannsókn bendir til að bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 vinni gegn meira smitandi afbrigði kórónuveirunnar sem kennt hefur verið við Brasilíu. Niðurstöðurnar voru birtar í vísindaritinu New England Journal of Medicine í gær. Þar segir að blóð sem tekið var úr bólusettum einstaklingum hafi óvirkjað breytta veiru sem bjó yfir sömu stökkbreytingum og finnast á broddprótíni afbrigðisins sem hefur verið nefnt P.1. Umræddar stökkbreytingar eru taldar gera veirunni kleift að smitast hraðar en flest önnur afbrigði. Pfizer, BioNTech og Texas-háskóli stóðu að baki rannsókninni og að sögn vísindamanna hefur bóluefnið álíka mikil áhrif á P.1 afbrigðið og önnur minna smitandi afbrigði veirunnar. Fregnunum ber að taka með þeim fyrirvara að ekki er um að ræða klíníska rannsókn sem gerð var á fólki heldur tilraun á rannsóknarstofu sem gefur þó vísbendingu um virkni bóluefnisins í mannslíkamanum. Virðist líka veita vernd gegn því breska og suður-afríska Niðurstöður fyrri rannsókna benda sömuleiðis til að bóluefni Pfizer og BioNTech óvirki afbrigði kórónuveirunnar sem hafa verið kennd við Bretland og Suður-Afríku en þau virðast auk þess brasilíska vera meira smitandi en önnur. Pfizer hefur áður gefið út að fyrirtækið telji mjög líklegt að núverandi bóluefni sitt veiti vernd gegn suður-afríska afbrigðinu en niðurstöður hafa sýnt að það geti þó mögulega dregið úr magni mótefna sem verða til í kjölfar bólusetningar. Lyfjafyrirtækið hyggst annars vegar prófa nýja útgáfu bóluefnisins sem er þróað til höfuðs suður-afríska afbrigðinu og hins vegar að gefa einstaklingum þriðja skammtinn af núverandi bóluefni til að öðlast betri skilning á ónæmissvarinu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði fyrir helgi að enginn hafi greinst með brasilíska afbrigði veirunnar hér landi en að einn hafi fundist með það suður-afríska. Þá höfðu níutíu greinst með breska afbrigðið á landamærunum og tuttugu innanlands. Starfsmaður Landspítalans í Fossvogi greindist með breska afbrigðið á laugardag en umfangsmikil skimun fór í gang eftir að smitið kom upp. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Einn greinst með suður-afríska afbrigðið Einn hefur greinst með suður-afríska afbrigði SARS-CoV-2 hér landi, það var fyrir fjórum dögum. Um var að ræða smit á landamærunum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi vegna Covid-19 rétt í þessu. 4. mars 2021 11:14 Brasilískt afbrigði veirunnar veldur auknum áhyggjum Yfirvöld í Bretlandi hafa auknar áhyggjur af nýju afbrigði kórónuveirunnar sem á uppruna sinn í Brasilíu og virðist vera meira smitandi en það sem kom faraldrinum af stað, líkt og tvö önnur afbrigði sem hafa greinst og eru rakin annars vegar til Bretlands og Suður-Afríku. 15. janúar 2021 10:27 Breytt bóluefni með betri vernd gegn suður-afríska afbrigðinu verði til í haust Þróunarteymi Oxford-AstraZeneca bóluefnisins gegn Covid-19 væntir þess að ný gerð efnisins verði tilbúin í haust sem veiti betri vernd gegn hinu svokallaða suður-afríska afbrigði kórónuveirunnar. 7. febrúar 2021 19:32 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Sjá meira
Niðurstöðurnar voru birtar í vísindaritinu New England Journal of Medicine í gær. Þar segir að blóð sem tekið var úr bólusettum einstaklingum hafi óvirkjað breytta veiru sem bjó yfir sömu stökkbreytingum og finnast á broddprótíni afbrigðisins sem hefur verið nefnt P.1. Umræddar stökkbreytingar eru taldar gera veirunni kleift að smitast hraðar en flest önnur afbrigði. Pfizer, BioNTech og Texas-háskóli stóðu að baki rannsókninni og að sögn vísindamanna hefur bóluefnið álíka mikil áhrif á P.1 afbrigðið og önnur minna smitandi afbrigði veirunnar. Fregnunum ber að taka með þeim fyrirvara að ekki er um að ræða klíníska rannsókn sem gerð var á fólki heldur tilraun á rannsóknarstofu sem gefur þó vísbendingu um virkni bóluefnisins í mannslíkamanum. Virðist líka veita vernd gegn því breska og suður-afríska Niðurstöður fyrri rannsókna benda sömuleiðis til að bóluefni Pfizer og BioNTech óvirki afbrigði kórónuveirunnar sem hafa verið kennd við Bretland og Suður-Afríku en þau virðast auk þess brasilíska vera meira smitandi en önnur. Pfizer hefur áður gefið út að fyrirtækið telji mjög líklegt að núverandi bóluefni sitt veiti vernd gegn suður-afríska afbrigðinu en niðurstöður hafa sýnt að það geti þó mögulega dregið úr magni mótefna sem verða til í kjölfar bólusetningar. Lyfjafyrirtækið hyggst annars vegar prófa nýja útgáfu bóluefnisins sem er þróað til höfuðs suður-afríska afbrigðinu og hins vegar að gefa einstaklingum þriðja skammtinn af núverandi bóluefni til að öðlast betri skilning á ónæmissvarinu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði fyrir helgi að enginn hafi greinst með brasilíska afbrigði veirunnar hér landi en að einn hafi fundist með það suður-afríska. Þá höfðu níutíu greinst með breska afbrigðið á landamærunum og tuttugu innanlands. Starfsmaður Landspítalans í Fossvogi greindist með breska afbrigðið á laugardag en umfangsmikil skimun fór í gang eftir að smitið kom upp.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Einn greinst með suður-afríska afbrigðið Einn hefur greinst með suður-afríska afbrigði SARS-CoV-2 hér landi, það var fyrir fjórum dögum. Um var að ræða smit á landamærunum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi vegna Covid-19 rétt í þessu. 4. mars 2021 11:14 Brasilískt afbrigði veirunnar veldur auknum áhyggjum Yfirvöld í Bretlandi hafa auknar áhyggjur af nýju afbrigði kórónuveirunnar sem á uppruna sinn í Brasilíu og virðist vera meira smitandi en það sem kom faraldrinum af stað, líkt og tvö önnur afbrigði sem hafa greinst og eru rakin annars vegar til Bretlands og Suður-Afríku. 15. janúar 2021 10:27 Breytt bóluefni með betri vernd gegn suður-afríska afbrigðinu verði til í haust Þróunarteymi Oxford-AstraZeneca bóluefnisins gegn Covid-19 væntir þess að ný gerð efnisins verði tilbúin í haust sem veiti betri vernd gegn hinu svokallaða suður-afríska afbrigði kórónuveirunnar. 7. febrúar 2021 19:32 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Sjá meira
Einn greinst með suður-afríska afbrigðið Einn hefur greinst með suður-afríska afbrigði SARS-CoV-2 hér landi, það var fyrir fjórum dögum. Um var að ræða smit á landamærunum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi vegna Covid-19 rétt í þessu. 4. mars 2021 11:14
Brasilískt afbrigði veirunnar veldur auknum áhyggjum Yfirvöld í Bretlandi hafa auknar áhyggjur af nýju afbrigði kórónuveirunnar sem á uppruna sinn í Brasilíu og virðist vera meira smitandi en það sem kom faraldrinum af stað, líkt og tvö önnur afbrigði sem hafa greinst og eru rakin annars vegar til Bretlands og Suður-Afríku. 15. janúar 2021 10:27
Breytt bóluefni með betri vernd gegn suður-afríska afbrigðinu verði til í haust Þróunarteymi Oxford-AstraZeneca bóluefnisins gegn Covid-19 væntir þess að ný gerð efnisins verði tilbúin í haust sem veiti betri vernd gegn hinu svokallaða suður-afríska afbrigði kórónuveirunnar. 7. febrúar 2021 19:32