Lærði helling af pabbanum en er aðeins rólegri í skapinu en hann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. mars 2021 11:00 Feðgarnir Patrik Sigurður og Gunnar Sigurðsson. vísir/getty/epa Um æðar Patriks Sigurðar Gunnarssonar rennur markvarðablóð en faðir hans stóð milli stanganna hjá liðum á borð við ÍBV, Fram og FH á árum áður. Patrik er aðalmarkvörður U-21 árs landsliðs Íslands sem er á leið á EM síðar í þessum mánuði. Hann fékk gott markvarðaruppeldi hjá föður sínum, Gunnari Sigurðssyni, en fékk þó að ráða hvaða stöðu hann myndi spila. „Hann kenndi mér grunninn þegar ég var ungur, bara til að hafa hann, og svo mátti ég ráða hvað ég myndi gera,“ sagði Patrik í samtali við Vísi. „En eftir Shell-mótið í 6. flokki tók ég þá ákvörðun að vera í markinu.“ Patrik hefur verið á mála hjá enska B-deildarliðinu Brentford síðan 2018 en leikur í dag með Silkeborg í dönsku B-deildinni. Hann æfði oft með pabba sínum meðan hann bjó enn á Íslandi. „Þegar ég var í fríi eða svoleiðis fór ég oft með honum út á völl á aukaæfingar sem hjálpaði mjög mikið,“ sagði Patrik. „Ég tala við hann eftir hvern einasta leik sem ég spila. Hann horfir á alla leiki og það er bara gott.“ Stór karakter og topp markvörður Gunnar lék 131 leik í efstu deild með ÍBV, Fram og FH. Hann varð Íslandsmeistari með ÍBV 1997 og 1998 og bikarmeistari 1998. Þá var hann aðalmarkvörður Íslandsmeistaraliðs FH seinni hluta tímabilsins 2008. Patrik segist muna aðeins eftir pabba sínum sem leikmanni. „Já, líka það sem ég hef heyrt og tengt þannig við. Að hann hafi verið alveg snargeðveikur og stór karakter. Og topp markvörður á Íslandi.“ En er Patrik rólegri í skapinu en pabbi sinn? „Ég er orðinn rólegri. Ég var mjög strekktur þegar ég var yngri en hann kenndi mér fljótt að væri ekkert alltaf gott að vera svona. Að maður þyrfti að læra að nota skapið sem ég tel mig hafa gert,“ sagði Patrik. Undanfarin ár hefur Gunnar verið markvarðaþjálfari Fjölnis og hikar ekki við að láta í sér heyra á hliðarlínunni. EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Fleiri fréttir Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Sjá meira
Patrik er aðalmarkvörður U-21 árs landsliðs Íslands sem er á leið á EM síðar í þessum mánuði. Hann fékk gott markvarðaruppeldi hjá föður sínum, Gunnari Sigurðssyni, en fékk þó að ráða hvaða stöðu hann myndi spila. „Hann kenndi mér grunninn þegar ég var ungur, bara til að hafa hann, og svo mátti ég ráða hvað ég myndi gera,“ sagði Patrik í samtali við Vísi. „En eftir Shell-mótið í 6. flokki tók ég þá ákvörðun að vera í markinu.“ Patrik hefur verið á mála hjá enska B-deildarliðinu Brentford síðan 2018 en leikur í dag með Silkeborg í dönsku B-deildinni. Hann æfði oft með pabba sínum meðan hann bjó enn á Íslandi. „Þegar ég var í fríi eða svoleiðis fór ég oft með honum út á völl á aukaæfingar sem hjálpaði mjög mikið,“ sagði Patrik. „Ég tala við hann eftir hvern einasta leik sem ég spila. Hann horfir á alla leiki og það er bara gott.“ Stór karakter og topp markvörður Gunnar lék 131 leik í efstu deild með ÍBV, Fram og FH. Hann varð Íslandsmeistari með ÍBV 1997 og 1998 og bikarmeistari 1998. Þá var hann aðalmarkvörður Íslandsmeistaraliðs FH seinni hluta tímabilsins 2008. Patrik segist muna aðeins eftir pabba sínum sem leikmanni. „Já, líka það sem ég hef heyrt og tengt þannig við. Að hann hafi verið alveg snargeðveikur og stór karakter. Og topp markvörður á Íslandi.“ En er Patrik rólegri í skapinu en pabbi sinn? „Ég er orðinn rólegri. Ég var mjög strekktur þegar ég var yngri en hann kenndi mér fljótt að væri ekkert alltaf gott að vera svona. Að maður þyrfti að læra að nota skapið sem ég tel mig hafa gert,“ sagði Patrik. Undanfarin ár hefur Gunnar verið markvarðaþjálfari Fjölnis og hikar ekki við að láta í sér heyra á hliðarlínunni.
EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Fleiri fréttir Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Sjá meira