Haukar skoruðu 30 stig í fyrsta leikhlutanum og leiddu 30-19 eftir fyrsta leikhlutann. Staðan í hálfleik var svo 54-43.
Áfram var munurinn í kringum tíu stigin eftir þriðja leikhlutann en Haukarnir voru mun sterkari aðilinn í fjórða leikhlutanum og lokatölurnar 102-77.
Bríet Sif Hinriksdóttir var frábær í Haukaliðinu. Hún skoraði 34 stig en tvíburasystir hennar, Sara Rún Hinriksdóttir, var engu síðri með 28 stig og sextán fráköst.
Í liði KR var Annika Holopainen í algjörum sérflokki. Hún gerði 44 stig og tók átta fráköst. Eygló Kristín Óskarsdóttir kom næst með níu stig og ellefu fráköst.
Haukar eru með átján stig í þriðja leikhlutanum, tveimur stigum á eftir Keflavík sem er í öðru sætinu, og fjórum stigum á eftir Val sem er á toppnum.
KR er á botninum með tvö stig.

Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.