Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram, varð þrítug í gær og fékk flottan sigur á Stjörnunni í afmælisgjöf.
Eftir leikinn fögnuðu Framstelpurnar sigrinum og stórafmæli Steinunnar með kökum og með því í búningsklefanum eins og sést á myndinni hér fyrir ofan.
Steinunn skoraði fimm mörk úr fimm skotum í gær og var að venju sterk í vörn Fram sem komst á topp Olís-deildarinnar með sigrinum. KA/Þór getur endurheimt toppsætið með sigri á HK í Kórnum í dag.
Ragnheiður Júlíusdóttir var einu sinni sem oftar markahæst í liði Fram með sjö mörk. Hún er langmarkahæst í Olís-deildinni með 106 mörk.
Katrín Ósk Magnúsdóttir átti frábæran leik í marki Fram og varði sautján skot, eða 51,5 prósent þeirra skota sem hún fékk á sig.
Steinunn er aftur kominn á fulla ferð eftir að hafa fengið þungt högg á augað í leik gegn FH fyrr í vetur. Hún er í 3. sæti á lista HB Statz yfir þá leikmenn Olís-deildarinnar sem eru með hæstu meðaleinkunnina í vetur.

Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.