Þetta kemur fram í tilkynningu frá EBU og forsvarsmönnum Eurovision-keppninnar sem fer fram í Rotterdam í maí.
Lagið þykir of pólitískt en í laginu er er hæðst að mótmælum gegn Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands.
Órói hefur ríkt í Hvíta-Rússlandi frá forsetakosningunum í ágúst sem stjórnarandstæðingar fullyrða að hafi verið sviksamlegar. Lúkasjenka lýsti sjálfan sig sigurvegara en hann hefur ríkt í meira en aldarfjórðung. Stjórnarandstæðingar mótmæltu harðlega þeirri ákvörðun hvítt-rússneska ríkissjónvarpsins að senda lagið ´Ya Nauchu Tebya eða á íslensku Ég skal kenna þér í keppnina.
Hljómsveitin Galasy ZMesta, sem gæti útlagst sem „Rödd skynseminnar“, hefur ítrekað gert lítið úr mótmælunum og leiðtogum þeirra í lögum sínum. Í laginu sem varð fyrir valinu í keppnina má meðal annars finna textabrotið „Ég skal kenna þér að hlýða“.
Þetta umrædda lag verður því ekki í keppninni í ár.
Hér að neðan má hlusta á lagið sjálft.