Diljá elti kærastann og vann sér inn samning hjá sænsku meisturunum Sindri Sverrisson skrifar 11. mars 2021 17:00 Diljá Ýr Zomers í leik gegn Glasgow City í haust í Meistaradeild Evrópu. vísir/vilhelm Diljá Ýr Zomers hefur fengið félagaskipti til Svíþjóðar frá Val og er þegar byrjuð að spila með Gautaborgarliðinu Häcken. Í umfjöllun Göteborgs-Posten um Diljá, sem er 19 ára sóknarmaður, segir að hún hafi ákveðið að fylgja kærasta sínum, Valgeiri Lunddal Friðrikssyni, til Gautaborgar. Valgeir gekk um áramótin einmitt einnig til liðs við Häcken frá Val. „Ég vildi flytja hingað með honum. Markmiðið var að finna lið í bænum sem ég gæti spilað með. Hann kannaði málið hjá Häcken og eftir að þeir skoðuðu vídjóklippur spurðu þeir hvort ég vildi æfa með liðinu,“ sagði Diljá við Göteborgs-Posten um síðustu helgi. Liðið sem um ræðir er hvorki meira né minna en ríkjandi Svíþjóðarmeistari. „Hún bara mætti hingað! Ég hafði talað við Martin [Ericsson, yfirmann íþróttamála] og hann sagði að hún kæmi, en ég vissi ekki að hún yrði hér til frambúðar,“ sagði Mats Gren, þjálfari Häcken. Hann fékk fljótt að vita að Diljá ætlaði sér meira: „Hún sagðist vera flutt hingað. Eftir það hélt hún áfram að æfa og hefur litið vel út. Hún er mjög örugg með boltann og hefur mikla hlaupagetu og góðan leikskilning,“ sagði Gren. Titilvörnin hefst sautjánda apríl Æfingarnar hafa gengið svo vel að nú er Diljá orðin leikmaður Häcken, en félagaskipti hennar til Svíþjóðar hafa verið staðfest á vef KSÍ. Diljá hefur þegar komið við sögu í tveimur æfingaleikjum með sínu nýja liði. Diljá lék ellefu leiki í Pepsi Max-deildinni með Val í fyrra. Áður lék hún með Stjörnunni og FH en hún á þegar að baki 50 leiki í efstu deild. Häcken hét áður Kopparbergs/Göteborg og varð Svíþjóðarmeistari á síðsutu leiktíð. Um áramótin var útlit fyrir að liðið yrði lagt niður vegna fjárhagsörðugleika en þess í stað varð það hluti af félaginu Häcken sem fyrir rak karlalið. Fyrsti leikur Häcken í sænsku úrvalsdeildinni verður 17. apríl gegn Hammarby en liðið spilar þrjá bikarleiki nú í mars. Sænski boltinn Valur Pepsi Max-deild kvenna Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Bronsliðið í Svíþjóð kaupir Valgeir Lunddal Häcken hefur keypt Valgeir Lunddal Friðriksson frá Val. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við sænska úrvalsdeildarliðið. 28. desember 2020 16:03 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Sjá meira
Í umfjöllun Göteborgs-Posten um Diljá, sem er 19 ára sóknarmaður, segir að hún hafi ákveðið að fylgja kærasta sínum, Valgeiri Lunddal Friðrikssyni, til Gautaborgar. Valgeir gekk um áramótin einmitt einnig til liðs við Häcken frá Val. „Ég vildi flytja hingað með honum. Markmiðið var að finna lið í bænum sem ég gæti spilað með. Hann kannaði málið hjá Häcken og eftir að þeir skoðuðu vídjóklippur spurðu þeir hvort ég vildi æfa með liðinu,“ sagði Diljá við Göteborgs-Posten um síðustu helgi. Liðið sem um ræðir er hvorki meira né minna en ríkjandi Svíþjóðarmeistari. „Hún bara mætti hingað! Ég hafði talað við Martin [Ericsson, yfirmann íþróttamála] og hann sagði að hún kæmi, en ég vissi ekki að hún yrði hér til frambúðar,“ sagði Mats Gren, þjálfari Häcken. Hann fékk fljótt að vita að Diljá ætlaði sér meira: „Hún sagðist vera flutt hingað. Eftir það hélt hún áfram að æfa og hefur litið vel út. Hún er mjög örugg með boltann og hefur mikla hlaupagetu og góðan leikskilning,“ sagði Gren. Titilvörnin hefst sautjánda apríl Æfingarnar hafa gengið svo vel að nú er Diljá orðin leikmaður Häcken, en félagaskipti hennar til Svíþjóðar hafa verið staðfest á vef KSÍ. Diljá hefur þegar komið við sögu í tveimur æfingaleikjum með sínu nýja liði. Diljá lék ellefu leiki í Pepsi Max-deildinni með Val í fyrra. Áður lék hún með Stjörnunni og FH en hún á þegar að baki 50 leiki í efstu deild. Häcken hét áður Kopparbergs/Göteborg og varð Svíþjóðarmeistari á síðsutu leiktíð. Um áramótin var útlit fyrir að liðið yrði lagt niður vegna fjárhagsörðugleika en þess í stað varð það hluti af félaginu Häcken sem fyrir rak karlalið. Fyrsti leikur Häcken í sænsku úrvalsdeildinni verður 17. apríl gegn Hammarby en liðið spilar þrjá bikarleiki nú í mars.
Sænski boltinn Valur Pepsi Max-deild kvenna Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Bronsliðið í Svíþjóð kaupir Valgeir Lunddal Häcken hefur keypt Valgeir Lunddal Friðriksson frá Val. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við sænska úrvalsdeildarliðið. 28. desember 2020 16:03 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Sjá meira
Bronsliðið í Svíþjóð kaupir Valgeir Lunddal Häcken hefur keypt Valgeir Lunddal Friðriksson frá Val. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við sænska úrvalsdeildarliðið. 28. desember 2020 16:03