Þrjú þyrluútköll á einum degi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. mars 2021 07:06 Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var meðal annars kölluð út vegna veikinda á Blönduósi. Landhelgisgæslan Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út þrisvar sinnum í gær og áhöfnin á varðskipinu Þór einu sinni. Fyrsta útkall áhafnarinnar á TF-EIR var á áttunda tímanum í gærmorgun en það var vegna sjómanns sem hafði slasast um borð í fiskiskipi sem var statt suður af Krísuvíkurbjargi. Þyrla Gæslunnar sótti manninn og flutti á Landspítalann í Fossvogi að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu Landhelgisgæslunnar sem birtist seint í gærkvöldi. Þegar þyrlan var nýlent í Fossvogi með slasaða sjómanninn var aftur óskað eftir aðstoð þyrlu Gæslunnar, nú vegna veikinda á Blönduósi. Voru aðstæður í fluginu norður krefjandi enda veðrið slæmt og lítið skyggni. Þyrlan lenti á flugvellinum á Blönduósi og var sjúklingnum komið undir læknishendur í Reykjavík. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar, áhöfnin á varðskipinu Þór og varðstjórar í stjórnstöð hafa haft í nógu að snúast í dag...Posted by Landhelgisgæsla Íslands/Icelandic Coast Guard on Thursday, March 11, 2021 Það var síðan á þriðja tímanum í gær sem áhöfnin á varðskipinu Þór var kölluð út vegna Breiðfjarðarferjunnar Baldurs sem varð vélarvana á Breiðafirði. Jafnframt var ákveðið að senda þyrlu Landhelgisgæslunnar á Stykkishólm ef á þyrfti að halda. Þá bauðst þyrlusveitin til þess að koma farþegum Baldurs í land undir kvöld eftir að taug hafði verið komið á milli ferjunnar og rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar en farþegarnir, sem eru tuttugu talsins, ákváðu að halda kyrru fyrir í ferjunni að því er segir í færslu Gæslunnar. Farþegarnir hafa því dvalið í Baldri í nótt en mbl.is greindi reyndar frá því í gærkvöldi að ekki hefði boðum verið komið til allra farþeganna um að þeim byðist að fara í land með þyrlu Gæslunnar. Baldur er enn í togi Árna Friðrikssonar samkvæmt vefsíðu Marine Traffic. Þá er varðskipið Þór einnig með í för. Fram kom í tilkynningu Gæslunnar í gærkvöldi að dráttarbátur Faxaflóahafna myndi taka Baldur í tog til hafnar í Stykkishólmi þegar aðstæður leyfa en bæði Árni Friðriksson og Þór eru of stór til að komast inn til hafnar þar í bæ. Landhelgisgæslan Samgöngur Stykkishólmur Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sjá meira
Fyrsta útkall áhafnarinnar á TF-EIR var á áttunda tímanum í gærmorgun en það var vegna sjómanns sem hafði slasast um borð í fiskiskipi sem var statt suður af Krísuvíkurbjargi. Þyrla Gæslunnar sótti manninn og flutti á Landspítalann í Fossvogi að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu Landhelgisgæslunnar sem birtist seint í gærkvöldi. Þegar þyrlan var nýlent í Fossvogi með slasaða sjómanninn var aftur óskað eftir aðstoð þyrlu Gæslunnar, nú vegna veikinda á Blönduósi. Voru aðstæður í fluginu norður krefjandi enda veðrið slæmt og lítið skyggni. Þyrlan lenti á flugvellinum á Blönduósi og var sjúklingnum komið undir læknishendur í Reykjavík. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar, áhöfnin á varðskipinu Þór og varðstjórar í stjórnstöð hafa haft í nógu að snúast í dag...Posted by Landhelgisgæsla Íslands/Icelandic Coast Guard on Thursday, March 11, 2021 Það var síðan á þriðja tímanum í gær sem áhöfnin á varðskipinu Þór var kölluð út vegna Breiðfjarðarferjunnar Baldurs sem varð vélarvana á Breiðafirði. Jafnframt var ákveðið að senda þyrlu Landhelgisgæslunnar á Stykkishólm ef á þyrfti að halda. Þá bauðst þyrlusveitin til þess að koma farþegum Baldurs í land undir kvöld eftir að taug hafði verið komið á milli ferjunnar og rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar en farþegarnir, sem eru tuttugu talsins, ákváðu að halda kyrru fyrir í ferjunni að því er segir í færslu Gæslunnar. Farþegarnir hafa því dvalið í Baldri í nótt en mbl.is greindi reyndar frá því í gærkvöldi að ekki hefði boðum verið komið til allra farþeganna um að þeim byðist að fara í land með þyrlu Gæslunnar. Baldur er enn í togi Árna Friðrikssonar samkvæmt vefsíðu Marine Traffic. Þá er varðskipið Þór einnig með í för. Fram kom í tilkynningu Gæslunnar í gærkvöldi að dráttarbátur Faxaflóahafna myndi taka Baldur í tog til hafnar í Stykkishólmi þegar aðstæður leyfa en bæði Árni Friðriksson og Þór eru of stór til að komast inn til hafnar þar í bæ.
Landhelgisgæslan Samgöngur Stykkishólmur Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sjá meira