Í tilkynningu segir að hann muni sem slíkur bera ábyrgð á að Viaplay sé í fararbroddi á hágæða íþróttaumfjöllun á Íslandi, en veitan hóf göngu sína á Íslandi í maí síðastliðinn.
„Hjörvar hefur áralanga reynslu af því að stýra þáttagerð og miðlum sem sérhæfa sig í íþróttum og var um tíma yfirmaður íþróttamála hjá 365 miðlum, ásamt því að hafa verið í fararbroddi í þróun nýrra leiða til að miðla íþróttaefni, hlaðvarp hans Dr. Football er mest sótta hlaðvarp um íþróttir á Íslandi,“ segir í tilkynningunni.
Hjörvar að undanförnu starfað sem sérfræðingur Stöðvar 2 Sport um Meistaradeildina og innlendan fótbolta.