„Ég er óskaplega þakklát mínu stuðningsfólki fyrir frábæra baráttu og óska Ragnari til hamingju með sigurinn,“ segir Helga Guðrún í samtali við Vísi.
Stuðningsmenn hennar hafa lagt á sig ómælda vinnu sem hún sé stolt af. Baráttan hafi verið flott „en þetta hefðist ekki í þetta sinn.“
Hún segir kosningabaráttuna hafa verið ofboðslega skemmtilega og gaman að taka þátt.
„Vel gert hjá Ragnari og áfram VR,“ segir Helga Guðrún. Mestu skipti að vel gangi hjá VR. Varðandi hvort hún hyggist bjóða aftur fram krafta sínai eftir tvö ár segir hún það langan tíma og ekkert hægt að segja hvað framtíðin beri í skauti sér.