Skatturinn: „Það þarf enginn að fara á límingunum“ Eiður Þór Árnason skrifar 12. mars 2021 17:07 Ekki stendur til boða sækja um sérstakan viðbótarfrest að þessu sinni líkt og síðustu ár. Vísir Skilafrestur fyrir skattframtöl einstaklinga rennur út klukkan 23:59 í kvöld og hefur Skatturinn móttekið um 70% af þeim framtölum sem stofnunin á von á. „Það þarf enginn að fara á límingunum þó hann nái þessu ekki í dag einhverja hluta vegna, en það er aðalatriði að ganga frá þessu sem fyrst,“ segir Elín Alma Arthursdóttir, vararíkisskattstjóri og sviðsstjóri álagningarsviðs, í samtali við Vísi. Þá sé í góðu lagi að bíða með skilin fram yfir helgi ef þörf er á. Ekki er hægt að sækja um sérstakan viðbótarfrest þetta árið. „Við tökum auðvitað á móti framtölum eins lengi og þau berast, fresturinn er vissulega út daginn í dag en sumir lenda kannski í einhverjum vandræðum og við erum hætt að veita aðstoð um helgar. Ef þú klárar á allra næstu dögum þá gerist ekki neitt, ég get alveg lofað því.“ Starfsmenn fara örþreyttir inn í helgina Þá minnir Elín á að þeir sem njóti aðstoðar fagaðila á borð við endurskoðenda og bókara við skilin hafi frest fram til 1. apríl. Hún segir mikla vertíðarstemningu vera hjá Skattinum á þessum tíma ársins og margir starfsmenn uppgefnir eftir síðustu tvær vikur. Ekki er síður um að ræða álagstíma hjá fagaðilum. Fyrir skömmu fékk vararíkisskattstjórinn þau skilaboð frá vinkonu sinni í faginu að síminn hafi ekki stoppað eftir að Elín ræddi framtalsskil í hádegisfréttum RÚV í dag. Þegar Vísir talaði við hana á fimmta tímanum var búið að skila inn framtölum fyrir um það bil 210 þúsund kennitölur sem er svipað hlutfall og á sama tíma og í fyrra. „Til viðbótar eru einhverjir tugir þúsunda sem skila í gegnum fagaðila og hafa lengri frest. Þetta er bara mjög góð staða. Svo eigum við eftir að fá eitthvað meira inn í dag og svo fáum við örugglega eitthvað yfir helgina líka.“ Skattar og tollar Mest lesið Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Viðskipti erlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Sjá meira
„Það þarf enginn að fara á límingunum þó hann nái þessu ekki í dag einhverja hluta vegna, en það er aðalatriði að ganga frá þessu sem fyrst,“ segir Elín Alma Arthursdóttir, vararíkisskattstjóri og sviðsstjóri álagningarsviðs, í samtali við Vísi. Þá sé í góðu lagi að bíða með skilin fram yfir helgi ef þörf er á. Ekki er hægt að sækja um sérstakan viðbótarfrest þetta árið. „Við tökum auðvitað á móti framtölum eins lengi og þau berast, fresturinn er vissulega út daginn í dag en sumir lenda kannski í einhverjum vandræðum og við erum hætt að veita aðstoð um helgar. Ef þú klárar á allra næstu dögum þá gerist ekki neitt, ég get alveg lofað því.“ Starfsmenn fara örþreyttir inn í helgina Þá minnir Elín á að þeir sem njóti aðstoðar fagaðila á borð við endurskoðenda og bókara við skilin hafi frest fram til 1. apríl. Hún segir mikla vertíðarstemningu vera hjá Skattinum á þessum tíma ársins og margir starfsmenn uppgefnir eftir síðustu tvær vikur. Ekki er síður um að ræða álagstíma hjá fagaðilum. Fyrir skömmu fékk vararíkisskattstjórinn þau skilaboð frá vinkonu sinni í faginu að síminn hafi ekki stoppað eftir að Elín ræddi framtalsskil í hádegisfréttum RÚV í dag. Þegar Vísir talaði við hana á fimmta tímanum var búið að skila inn framtölum fyrir um það bil 210 þúsund kennitölur sem er svipað hlutfall og á sama tíma og í fyrra. „Til viðbótar eru einhverjir tugir þúsunda sem skila í gegnum fagaðila og hafa lengri frest. Þetta er bara mjög góð staða. Svo eigum við eftir að fá eitthvað meira inn í dag og svo fáum við örugglega eitthvað yfir helgina líka.“
Skattar og tollar Mest lesið Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Viðskipti erlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Sjá meira