Skatturinn: „Það þarf enginn að fara á límingunum“ Eiður Þór Árnason skrifar 12. mars 2021 17:07 Ekki stendur til boða sækja um sérstakan viðbótarfrest að þessu sinni líkt og síðustu ár. Vísir Skilafrestur fyrir skattframtöl einstaklinga rennur út klukkan 23:59 í kvöld og hefur Skatturinn móttekið um 70% af þeim framtölum sem stofnunin á von á. „Það þarf enginn að fara á límingunum þó hann nái þessu ekki í dag einhverja hluta vegna, en það er aðalatriði að ganga frá þessu sem fyrst,“ segir Elín Alma Arthursdóttir, vararíkisskattstjóri og sviðsstjóri álagningarsviðs, í samtali við Vísi. Þá sé í góðu lagi að bíða með skilin fram yfir helgi ef þörf er á. Ekki er hægt að sækja um sérstakan viðbótarfrest þetta árið. „Við tökum auðvitað á móti framtölum eins lengi og þau berast, fresturinn er vissulega út daginn í dag en sumir lenda kannski í einhverjum vandræðum og við erum hætt að veita aðstoð um helgar. Ef þú klárar á allra næstu dögum þá gerist ekki neitt, ég get alveg lofað því.“ Starfsmenn fara örþreyttir inn í helgina Þá minnir Elín á að þeir sem njóti aðstoðar fagaðila á borð við endurskoðenda og bókara við skilin hafi frest fram til 1. apríl. Hún segir mikla vertíðarstemningu vera hjá Skattinum á þessum tíma ársins og margir starfsmenn uppgefnir eftir síðustu tvær vikur. Ekki er síður um að ræða álagstíma hjá fagaðilum. Fyrir skömmu fékk vararíkisskattstjórinn þau skilaboð frá vinkonu sinni í faginu að síminn hafi ekki stoppað eftir að Elín ræddi framtalsskil í hádegisfréttum RÚV í dag. Þegar Vísir talaði við hana á fimmta tímanum var búið að skila inn framtölum fyrir um það bil 210 þúsund kennitölur sem er svipað hlutfall og á sama tíma og í fyrra. „Til viðbótar eru einhverjir tugir þúsunda sem skila í gegnum fagaðila og hafa lengri frest. Þetta er bara mjög góð staða. Svo eigum við eftir að fá eitthvað meira inn í dag og svo fáum við örugglega eitthvað yfir helgina líka.“ Skattar og tollar Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
„Það þarf enginn að fara á límingunum þó hann nái þessu ekki í dag einhverja hluta vegna, en það er aðalatriði að ganga frá þessu sem fyrst,“ segir Elín Alma Arthursdóttir, vararíkisskattstjóri og sviðsstjóri álagningarsviðs, í samtali við Vísi. Þá sé í góðu lagi að bíða með skilin fram yfir helgi ef þörf er á. Ekki er hægt að sækja um sérstakan viðbótarfrest þetta árið. „Við tökum auðvitað á móti framtölum eins lengi og þau berast, fresturinn er vissulega út daginn í dag en sumir lenda kannski í einhverjum vandræðum og við erum hætt að veita aðstoð um helgar. Ef þú klárar á allra næstu dögum þá gerist ekki neitt, ég get alveg lofað því.“ Starfsmenn fara örþreyttir inn í helgina Þá minnir Elín á að þeir sem njóti aðstoðar fagaðila á borð við endurskoðenda og bókara við skilin hafi frest fram til 1. apríl. Hún segir mikla vertíðarstemningu vera hjá Skattinum á þessum tíma ársins og margir starfsmenn uppgefnir eftir síðustu tvær vikur. Ekki er síður um að ræða álagstíma hjá fagaðilum. Fyrir skömmu fékk vararíkisskattstjórinn þau skilaboð frá vinkonu sinni í faginu að síminn hafi ekki stoppað eftir að Elín ræddi framtalsskil í hádegisfréttum RÚV í dag. Þegar Vísir talaði við hana á fimmta tímanum var búið að skila inn framtölum fyrir um það bil 210 þúsund kennitölur sem er svipað hlutfall og á sama tíma og í fyrra. „Til viðbótar eru einhverjir tugir þúsunda sem skila í gegnum fagaðila og hafa lengri frest. Þetta er bara mjög góð staða. Svo eigum við eftir að fá eitthvað meira inn í dag og svo fáum við örugglega eitthvað yfir helgina líka.“
Skattar og tollar Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira