„Gengur ekki að spila svona með mannslíf” Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. mars 2021 20:30 Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. Vísir/Egill Aðalsteinsson Bæjarstjóri Vesturbyggðar segir bilun farþegaferjunnar Baldurs í gær hafa verið kornið sem fyllti mælinn. Óboðlegt sé að spila með mannslíf með þessum hætti og kallar eftir tafarlausum úrbótum. Farþegi um borð segir fólk hafa orðið óttaslegið en sé komið með nóg af aðgerðarleysi. Ferjan varð vélarvana mitt á milli Flateyjar og Stykkishólms um hálf þrjú leytið í gær. Varðskipið Þór var þá fengið til að draga ferjuna að Stykkishólmi, þar sem rannsóknarskipið Árni Friðriksson tók við drættinum og kom Baldri til hafnar um hálft tvö í dag , eða tæpum sólarhring síðar. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út til að gæta fyllsta öryggis. Varðskipið Þór kom til bjargar. Landhelgisgæslan „Þetta er óhugnanlegt að það sem við höfum bent á og haft áhyggjur af í nokkuð langan tíma hafi raungerst í gær,” segir Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. Hún bendir á að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem bilun komi upp í bátnum. Óásættanlegt sé að fólk komist ekki á milli staða, sér í lagi þegar þjóðvegurinn lokast vegna ófærðar, líkt og gerðist í gær. Hún kallar eftir nýrri ferju. „Fólk er bara reitt má segja. Við upplifum að mörgu leyti að fá gamla draslið til að halda hjólum atvinnulífsins gangandi og núna er mælirinn bara fullur. Það verður eitthvað nýtt að koma í staðinn. Það gengur ekki að spila svona með mannslíf eða afurðir sem fara til og frá svæðinu. Þetta er bara eitthvað sem við viljum ekki sjá á árinu 2021.” Frá björgunaraðgerðum.Vísir/Landhelgisgæslan Einar Sveinn Ólafsson var á meðal tuttugu farþega um borð. Hann segir fólk hafa orðið óttaslegið en á sama tíma þreytt og reitt yfir stöðunni. „Þetta var ekki að gerast í dag. Þetta er búið að vofa yfir okkur og núna viljum við bara aðgerðir, ekki seinna en strax,” segir Einar, en fréttastofa náði tali af honum rétt áður en báturinn kom til hafnar. „Ég bý í Grundarfirði en ég veit að á bryggju minni er dóttir og hennar maður. Ég mun byrja á að knúsa þau og þakka áhöfninni fyrir góðan viðurgjörning og ekki síður gæslunni og Hafró. Þetta er búið að vera meiriháttar að upplifa þetta og sjá hvað við eigum öflugt lið sem er til þegar á þarf að halda. En það er ekki þingmönnum kjördæmisins eða ráðherrum að þakka,” segir hann. „Ég segi bara, hunskist þið til að gera eitthvað. Eins og sést er mér mikið niðri fyrir en þetta fór vel, hefði getað farið verr.” Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að hafsögubáturinn Fönix hafi dregið Baldur í land en það reyndist vera Árni Friðriksson. Þetta hefur verið leiðrétt. Stykkishólmur Samgöngur Landhelgisgæslan Vesturbyggð Ferjan Baldur Tengdar fréttir Baldur kominn í höfn í Stykkishólmi Breiðafjarðarferjan Baldur er komin í höfn í Stykkishólmi. Þar lenti hún skömmu fyrir klukkan tvö í dag eftir að hafa orðið vélarvana á Breiðafirði síðdegis í gær. 12. mars 2021 13:31 „Fólk var hrætt og það var sjóveikt“ Einar Sveinn Ólafsson starfandi verksmiðjustjóri hjá Íslenska kalkþörungafélaginu á Bíldudal er á meðal þeirra tuttugu farþega sem eru fastir um borð í Breiðafjarðarferjunni Baldri. Ferjan varð vélarvana mitt á milli Flateyjar og Stykkishólms um hálf þrjú leytið í gær. 12. mars 2021 10:42 Baldur í togi til Stykkishólms Áhöfn rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar er komin með ferjuna Baldur í tog á Breiðafirði og hefur stefnan verið sett til hafnar í Stykkishólmi. Baldur varð vélarvana á Breiðafirði í dag um tíu sjómílur frá Stykkishólmi. 11. mars 2021 19:36 Ferjan Baldur vélarvana nærri Stykkishólmi Vélarbilun hefur komið upp í Breiðafjarðarferjunni Baldri en skipið er statt um tíu sjómílur frá Stykkishólmi, mitt á milli Flateyjar og Stykkishólms. Um borð eru tuttugu farþegar auk átta manna áhafnar. 11. mars 2021 15:40 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Sjá meira
Ferjan varð vélarvana mitt á milli Flateyjar og Stykkishólms um hálf þrjú leytið í gær. Varðskipið Þór var þá fengið til að draga ferjuna að Stykkishólmi, þar sem rannsóknarskipið Árni Friðriksson tók við drættinum og kom Baldri til hafnar um hálft tvö í dag , eða tæpum sólarhring síðar. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út til að gæta fyllsta öryggis. Varðskipið Þór kom til bjargar. Landhelgisgæslan „Þetta er óhugnanlegt að það sem við höfum bent á og haft áhyggjur af í nokkuð langan tíma hafi raungerst í gær,” segir Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. Hún bendir á að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem bilun komi upp í bátnum. Óásættanlegt sé að fólk komist ekki á milli staða, sér í lagi þegar þjóðvegurinn lokast vegna ófærðar, líkt og gerðist í gær. Hún kallar eftir nýrri ferju. „Fólk er bara reitt má segja. Við upplifum að mörgu leyti að fá gamla draslið til að halda hjólum atvinnulífsins gangandi og núna er mælirinn bara fullur. Það verður eitthvað nýtt að koma í staðinn. Það gengur ekki að spila svona með mannslíf eða afurðir sem fara til og frá svæðinu. Þetta er bara eitthvað sem við viljum ekki sjá á árinu 2021.” Frá björgunaraðgerðum.Vísir/Landhelgisgæslan Einar Sveinn Ólafsson var á meðal tuttugu farþega um borð. Hann segir fólk hafa orðið óttaslegið en á sama tíma þreytt og reitt yfir stöðunni. „Þetta var ekki að gerast í dag. Þetta er búið að vofa yfir okkur og núna viljum við bara aðgerðir, ekki seinna en strax,” segir Einar, en fréttastofa náði tali af honum rétt áður en báturinn kom til hafnar. „Ég bý í Grundarfirði en ég veit að á bryggju minni er dóttir og hennar maður. Ég mun byrja á að knúsa þau og þakka áhöfninni fyrir góðan viðurgjörning og ekki síður gæslunni og Hafró. Þetta er búið að vera meiriháttar að upplifa þetta og sjá hvað við eigum öflugt lið sem er til þegar á þarf að halda. En það er ekki þingmönnum kjördæmisins eða ráðherrum að þakka,” segir hann. „Ég segi bara, hunskist þið til að gera eitthvað. Eins og sést er mér mikið niðri fyrir en þetta fór vel, hefði getað farið verr.” Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að hafsögubáturinn Fönix hafi dregið Baldur í land en það reyndist vera Árni Friðriksson. Þetta hefur verið leiðrétt.
Stykkishólmur Samgöngur Landhelgisgæslan Vesturbyggð Ferjan Baldur Tengdar fréttir Baldur kominn í höfn í Stykkishólmi Breiðafjarðarferjan Baldur er komin í höfn í Stykkishólmi. Þar lenti hún skömmu fyrir klukkan tvö í dag eftir að hafa orðið vélarvana á Breiðafirði síðdegis í gær. 12. mars 2021 13:31 „Fólk var hrætt og það var sjóveikt“ Einar Sveinn Ólafsson starfandi verksmiðjustjóri hjá Íslenska kalkþörungafélaginu á Bíldudal er á meðal þeirra tuttugu farþega sem eru fastir um borð í Breiðafjarðarferjunni Baldri. Ferjan varð vélarvana mitt á milli Flateyjar og Stykkishólms um hálf þrjú leytið í gær. 12. mars 2021 10:42 Baldur í togi til Stykkishólms Áhöfn rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar er komin með ferjuna Baldur í tog á Breiðafirði og hefur stefnan verið sett til hafnar í Stykkishólmi. Baldur varð vélarvana á Breiðafirði í dag um tíu sjómílur frá Stykkishólmi. 11. mars 2021 19:36 Ferjan Baldur vélarvana nærri Stykkishólmi Vélarbilun hefur komið upp í Breiðafjarðarferjunni Baldri en skipið er statt um tíu sjómílur frá Stykkishólmi, mitt á milli Flateyjar og Stykkishólms. Um borð eru tuttugu farþegar auk átta manna áhafnar. 11. mars 2021 15:40 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Sjá meira
Baldur kominn í höfn í Stykkishólmi Breiðafjarðarferjan Baldur er komin í höfn í Stykkishólmi. Þar lenti hún skömmu fyrir klukkan tvö í dag eftir að hafa orðið vélarvana á Breiðafirði síðdegis í gær. 12. mars 2021 13:31
„Fólk var hrætt og það var sjóveikt“ Einar Sveinn Ólafsson starfandi verksmiðjustjóri hjá Íslenska kalkþörungafélaginu á Bíldudal er á meðal þeirra tuttugu farþega sem eru fastir um borð í Breiðafjarðarferjunni Baldri. Ferjan varð vélarvana mitt á milli Flateyjar og Stykkishólms um hálf þrjú leytið í gær. 12. mars 2021 10:42
Baldur í togi til Stykkishólms Áhöfn rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar er komin með ferjuna Baldur í tog á Breiðafirði og hefur stefnan verið sett til hafnar í Stykkishólmi. Baldur varð vélarvana á Breiðafirði í dag um tíu sjómílur frá Stykkishólmi. 11. mars 2021 19:36
Ferjan Baldur vélarvana nærri Stykkishólmi Vélarbilun hefur komið upp í Breiðafjarðarferjunni Baldri en skipið er statt um tíu sjómílur frá Stykkishólmi, mitt á milli Flateyjar og Stykkishólms. Um borð eru tuttugu farþegar auk átta manna áhafnar. 11. mars 2021 15:40
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“