Segist tikka í öll box hjá Lindu Pé: „Ég vona að hún taki bara vel í þetta“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. mars 2021 21:36 Ragnar Kristinsson birti í dag bréf til Lindu Pétursdóttur þar sem hann fer yfir það hvernig hann tikki í öll þau box sem Linda vill að mögulegur framtíðarkærasti uppfylli. Vísir Ragnar Kristinsson, viðskiptastjóri hjá Íslandspósti, segist tikka í öll þau box sem Linda Pétursdóttir sagði nauðsynlegt að mögulegur framtíðarkærasti væri búinn. Ragnar lýsti þessu yfir í bréfi til Lindu sem hann birti á Facebook síðdegis í dag. Linda var til viðtals hjá Loga Bergmann og Sigga Gunnars í Síðdegisþættinum á K100 í dag, þar sem hún útlistaði þessa mikilvægu kærastakosti. Þar sagði hún meðal annars að mannkosturinn yrði að vera myndarlegur, vel máli farinn, kurteis og yngri en pabbi hennar. „Af því að þetta passaði alveg fullkomlega við mig, fyrir utan hæðina, þar vantar þrjá fjóra sentímetra uppá. Þetta hlýtur að vera innan skekkjumarka. Menn geta ekki skorað níu af níu, alveg fullkomið,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu. „Sæl Linda, Ragnar Kristinsson heiti ég. Afsakaðu ónæðið, en mér var bent á að þú værir að leita að kærasta og verandi sjálfur að leita að kærustu fannst mér ótækt annað en að lít á málið. Ég tel mig hafa margt til brunns að bera og væri sjálfur alls ekki á lausu ef ekki væru til staðar afar sérstakar aðstæður,“ skrifar Ragnar í bréfinu. Verður maður ekki að henda hattinum í pottinn? Sæl Linda, Ragnar Kristinsson heiti ég. Afsakaðu ónæðið, en mér var...Posted by Ragnar Kristinsson on Friday, March 12, 2021 Ragnar segir í samtali við fréttastofu að tími sé til kominn að hann fari aftur að deita. „Ég var búinn að segja við vinnufélagana að kannski þyrfti ég að fara að byrja að deita aftur og svo kom einhver með þetta fimm mínútum seinna. Svo fórum við bara að tala um þetta og þetta fór kannski pínulítið of langt,“ segir Ragnar. Eins og fram hefur komið telur Ragnar sig tikka í öll boxin hjá henni Lindu, eins og hann útlistar í bréfinu: Hávaxinn – Mig vantar að vísu 3-4 cm í 190cm, en það hlýtur að vera undir skekkjumörkum. Dökkhærður – Ekki nóg með að ég sé dökkhærður, þá er ég enn með allt hárið mitt. Myndarlegur – Vil ekki dæma sjálfur, en hef fallegt bros og brosi oft. Vel máli farinn – Jáhá! Fyrirtaks tækifærisræðumaður og alltaf látinn skrifa minningargreinar fyrir ættingja. Kurteis – Algjörlega 100%, faðir tveggja stelpna og fyrirmyndarfyrirmynd. Tríta þig vel – Algjörlega, faðir tveggja stelpna og veit að standardinn má aldrei detta niður. Heimsmaður – Á heimavelli hér. Með tvær háskólagráður (eina í húmanískum fræðum og eina í viðskiptafræðum) og meira segja aðra þeirra við erlendan háskóla. Finnst yndislegt að ferðast og er fróður maður. Veit t.d. að kaffi er gert úr baunum og víkingahjálmar voru ekki með horn. Skemmtilegur – Ég er ekki bara skemmtilegur heldur líka mjög fyndinn. Lifi fyrir það að breiða út birtu og yl hvert sem ég fer. Til hvers er lífið annars? Yngri en faðir þinn – Jamm, fæddur 1973. Á besta aldri og í formi lífs míns. Ragnar segir í samtali við Vísi að ef svo verði að Linda svari bréfinu muni hann bjóða henni út. „Ef það væri um helgi myndi ég bjóða henni í þægilegan bröns en á virkum degi væri það líklega dinner,“ segir Ragnar. Ástin og lífið Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Fleiri fréttir Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Sjá meira
Linda var til viðtals hjá Loga Bergmann og Sigga Gunnars í Síðdegisþættinum á K100 í dag, þar sem hún útlistaði þessa mikilvægu kærastakosti. Þar sagði hún meðal annars að mannkosturinn yrði að vera myndarlegur, vel máli farinn, kurteis og yngri en pabbi hennar. „Af því að þetta passaði alveg fullkomlega við mig, fyrir utan hæðina, þar vantar þrjá fjóra sentímetra uppá. Þetta hlýtur að vera innan skekkjumarka. Menn geta ekki skorað níu af níu, alveg fullkomið,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu. „Sæl Linda, Ragnar Kristinsson heiti ég. Afsakaðu ónæðið, en mér var bent á að þú værir að leita að kærasta og verandi sjálfur að leita að kærustu fannst mér ótækt annað en að lít á málið. Ég tel mig hafa margt til brunns að bera og væri sjálfur alls ekki á lausu ef ekki væru til staðar afar sérstakar aðstæður,“ skrifar Ragnar í bréfinu. Verður maður ekki að henda hattinum í pottinn? Sæl Linda, Ragnar Kristinsson heiti ég. Afsakaðu ónæðið, en mér var...Posted by Ragnar Kristinsson on Friday, March 12, 2021 Ragnar segir í samtali við fréttastofu að tími sé til kominn að hann fari aftur að deita. „Ég var búinn að segja við vinnufélagana að kannski þyrfti ég að fara að byrja að deita aftur og svo kom einhver með þetta fimm mínútum seinna. Svo fórum við bara að tala um þetta og þetta fór kannski pínulítið of langt,“ segir Ragnar. Eins og fram hefur komið telur Ragnar sig tikka í öll boxin hjá henni Lindu, eins og hann útlistar í bréfinu: Hávaxinn – Mig vantar að vísu 3-4 cm í 190cm, en það hlýtur að vera undir skekkjumörkum. Dökkhærður – Ekki nóg með að ég sé dökkhærður, þá er ég enn með allt hárið mitt. Myndarlegur – Vil ekki dæma sjálfur, en hef fallegt bros og brosi oft. Vel máli farinn – Jáhá! Fyrirtaks tækifærisræðumaður og alltaf látinn skrifa minningargreinar fyrir ættingja. Kurteis – Algjörlega 100%, faðir tveggja stelpna og fyrirmyndarfyrirmynd. Tríta þig vel – Algjörlega, faðir tveggja stelpna og veit að standardinn má aldrei detta niður. Heimsmaður – Á heimavelli hér. Með tvær háskólagráður (eina í húmanískum fræðum og eina í viðskiptafræðum) og meira segja aðra þeirra við erlendan háskóla. Finnst yndislegt að ferðast og er fróður maður. Veit t.d. að kaffi er gert úr baunum og víkingahjálmar voru ekki með horn. Skemmtilegur – Ég er ekki bara skemmtilegur heldur líka mjög fyndinn. Lifi fyrir það að breiða út birtu og yl hvert sem ég fer. Til hvers er lífið annars? Yngri en faðir þinn – Jamm, fæddur 1973. Á besta aldri og í formi lífs míns. Ragnar segir í samtali við Vísi að ef svo verði að Linda svari bréfinu muni hann bjóða henni út. „Ef það væri um helgi myndi ég bjóða henni í þægilegan bröns en á virkum degi væri það líklega dinner,“ segir Ragnar.
Ástin og lífið Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Fleiri fréttir Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Sjá meira
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning