Hvítrússar íhuga að senda inn nýtt lag í Júróvisjón Kjartan Kjartansson skrifar 13. mars 2021 12:26 Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússland, gæti hér allt eins verið að skrifa texta að nýju Júróvisjónlagi. Í raun er hann þó að skrifa punkta á fundi með góðvini sínum Vladímír Pútín Rússlandsforseta í febrúar. Vísir/EPA Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, segir mögulegt að ríkisútvarp landsins sendi inn nýtt lag í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva eftir að upphaflegu framlagi hennar var hafnað sem of pólitísku. Hljómsveitin sem flutti lagið hefur ítrekað hæðst að mótmælendum Lúkasjenka og ríkisstjórnar hans. Evrópusamtök útvarpsstöðva (EBU) hótuðu því að vísa Hvíta-Rússlandi úr keppni ef landið breytti ekki laginu sem það sendi inn eða sendi inn nýtt lag í keppnina. Í laginu „Ég skal kenna þér“ er meðal annars línan „Ég skal kenna þér að hlýða“. Mikill órói hefur ríkt í Hvíta-Rússlandi undanfarna mánuði. Lúkasjenka forseti var sakaður um stórfelld kosningasvik í ágúst. Ríkisstjórn hans brást með offorsi við fjöldamótmælum í kjölfarið. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa sumir hrökklast úr landi vegna þess. Stjórnarandstæðingar í Hvíta-Rússlandi brugðust reiðir við laginu og að minnsta kosti einn Evrópuþingmaður krafðist þess að landinu yrði vísað úr keppni. Hljómsveitin Galasy ZMesta hefur ítrekað hæðst að mótmælendum og stjórnarandstæðingum í lögum sínum. Lúkasjenka, sem hefur sakað vestræn ríki um að reyna að steypa sér af stóli, sagði frávísun Júróvisjónlagsins lið í þeirri þrýstingsherferð í fyrstu opinberu ummælum sínum um málið, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Við gerum annað lag. Þið munið sjá að þetta er allt pólitískt,“ sagði forsetinn. Eurovision Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Hvít-Rússar reknir úr Eurovision Samband evrópska sjónvarpsstöðva EBU hefur tekið þá ákvörðun að víkja Hvítrússum úr keppni í Eurovision. 11. mars 2021 15:31 Framlag Hvítrússa í Júróvisjón vekur reiði mótmælenda Stjórnarandstaðan í Hvíta-Rússlandi andmælir nú harðlega ákvörðun ríkisútvarps landsins um að velja hljómsveit sem hefur hæðst að mótmælum gegn Alexander Lúkasjenka, forseta, sem framlag sitt til söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár. 11. mars 2021 14:12 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Sjá meira
Evrópusamtök útvarpsstöðva (EBU) hótuðu því að vísa Hvíta-Rússlandi úr keppni ef landið breytti ekki laginu sem það sendi inn eða sendi inn nýtt lag í keppnina. Í laginu „Ég skal kenna þér“ er meðal annars línan „Ég skal kenna þér að hlýða“. Mikill órói hefur ríkt í Hvíta-Rússlandi undanfarna mánuði. Lúkasjenka forseti var sakaður um stórfelld kosningasvik í ágúst. Ríkisstjórn hans brást með offorsi við fjöldamótmælum í kjölfarið. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa sumir hrökklast úr landi vegna þess. Stjórnarandstæðingar í Hvíta-Rússlandi brugðust reiðir við laginu og að minnsta kosti einn Evrópuþingmaður krafðist þess að landinu yrði vísað úr keppni. Hljómsveitin Galasy ZMesta hefur ítrekað hæðst að mótmælendum og stjórnarandstæðingum í lögum sínum. Lúkasjenka, sem hefur sakað vestræn ríki um að reyna að steypa sér af stóli, sagði frávísun Júróvisjónlagsins lið í þeirri þrýstingsherferð í fyrstu opinberu ummælum sínum um málið, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Við gerum annað lag. Þið munið sjá að þetta er allt pólitískt,“ sagði forsetinn.
Eurovision Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Hvít-Rússar reknir úr Eurovision Samband evrópska sjónvarpsstöðva EBU hefur tekið þá ákvörðun að víkja Hvítrússum úr keppni í Eurovision. 11. mars 2021 15:31 Framlag Hvítrússa í Júróvisjón vekur reiði mótmælenda Stjórnarandstaðan í Hvíta-Rússlandi andmælir nú harðlega ákvörðun ríkisútvarps landsins um að velja hljómsveit sem hefur hæðst að mótmælum gegn Alexander Lúkasjenka, forseta, sem framlag sitt til söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár. 11. mars 2021 14:12 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Sjá meira
Hvít-Rússar reknir úr Eurovision Samband evrópska sjónvarpsstöðva EBU hefur tekið þá ákvörðun að víkja Hvítrússum úr keppni í Eurovision. 11. mars 2021 15:31
Framlag Hvítrússa í Júróvisjón vekur reiði mótmælenda Stjórnarandstaðan í Hvíta-Rússlandi andmælir nú harðlega ákvörðun ríkisútvarps landsins um að velja hljómsveit sem hefur hæðst að mótmælum gegn Alexander Lúkasjenka, forseta, sem framlag sitt til söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár. 11. mars 2021 14:12