Felldu tillöguna um að stelpna- og strákalið geti mæst Anton Ingi Leifsson skrifar 13. mars 2021 14:34 Í liði Aþenu eru meðal annars stelpur sem barist hafa fyrir því að mega spila á mótum með strákum. @athenabasketballiceland Stelpnalið og strákalið í körfubolta fá ekki að spila í sama flokki á Íslandsmóti fram til fjórtán ára aldurs en tillögu þess efnis var hafnað á ársþingi KKÍ í dag. Karfan.is greinir frá. Aðalsöguhetjurnar í heimildamyndinni Hækkum rána, þjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson og stelpurnar sem hann þjálfar, vildu fá sömu tillögu í gegn á ársþingi KKÍ fyrir tveimur árum. Stelpurnar kepptu þá á vegum ÍR sem sendi inn breytingatillöguna en á þinginu, þegar kom að því að móta tillöguna í laga- og leikreglunefnd, talaði enginn frá ÍR fyrir hugmyndinni. Málinu var því á endanum vísað frá. Tillagan kom að þessu sinni frá Ungmennafélagi Kjalnesinga en Aþena, félagið sem Brynjar Karl kom á fót eftir að hann var rekinn frá ÍR, leikur undir hatti UMFK. Brynjar Karl talaði sjálfur fyrir tillögunni á þinginu, sem eini fulltrúi UMFK á þinginu og einn af 145 þingfulltrúum. Í frétt Körfunnar segir að mikil umræða hafi skapast á þinginu og margir beðið um orðið. Einhverjir vildu lækka aldurinn í ellefu eða tólf ár, úr fjórtán árum frá upprunalegu tillögunni. Lagðar voru fram tvær breytingartillögur en þær voru báðar felldar sem og upprunalega tillaga UMFK. Í núgildandi reglugerð KKÍ um körfuknattleiksmót er körfuknattleiksmönnum skipt í flokka eftir aldri og kyni. Þó að ekkert sé sagt um það í reglugerðinni hefur það hins vegar tíðkast að lið geti verið skipuð bæði strákum og stelpum. Aftur á móti hefur það ekki verið leyft að lið sem alfarið er skipað stelpum spili á Íslandsmóti stráka, eða öfugt. Ársþing KKÍ stendur nú yfir. Fréttin hefur verið uppfærð. Íslenski körfuboltinn Íþróttir barna Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Karfan.is greinir frá. Aðalsöguhetjurnar í heimildamyndinni Hækkum rána, þjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson og stelpurnar sem hann þjálfar, vildu fá sömu tillögu í gegn á ársþingi KKÍ fyrir tveimur árum. Stelpurnar kepptu þá á vegum ÍR sem sendi inn breytingatillöguna en á þinginu, þegar kom að því að móta tillöguna í laga- og leikreglunefnd, talaði enginn frá ÍR fyrir hugmyndinni. Málinu var því á endanum vísað frá. Tillagan kom að þessu sinni frá Ungmennafélagi Kjalnesinga en Aþena, félagið sem Brynjar Karl kom á fót eftir að hann var rekinn frá ÍR, leikur undir hatti UMFK. Brynjar Karl talaði sjálfur fyrir tillögunni á þinginu, sem eini fulltrúi UMFK á þinginu og einn af 145 þingfulltrúum. Í frétt Körfunnar segir að mikil umræða hafi skapast á þinginu og margir beðið um orðið. Einhverjir vildu lækka aldurinn í ellefu eða tólf ár, úr fjórtán árum frá upprunalegu tillögunni. Lagðar voru fram tvær breytingartillögur en þær voru báðar felldar sem og upprunalega tillaga UMFK. Í núgildandi reglugerð KKÍ um körfuknattleiksmót er körfuknattleiksmönnum skipt í flokka eftir aldri og kyni. Þó að ekkert sé sagt um það í reglugerðinni hefur það hins vegar tíðkast að lið geti verið skipuð bæði strákum og stelpum. Aftur á móti hefur það ekki verið leyft að lið sem alfarið er skipað stelpum spili á Íslandsmóti stráka, eða öfugt. Ársþing KKÍ stendur nú yfir. Fréttin hefur verið uppfærð.
Íslenski körfuboltinn Íþróttir barna Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira