Selfoss með óvæntan sigur á Stjörnunni, létt hjá Val ásamt öðrum úrslitum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. mars 2021 18:15 Tokic skoraði tvö mörk er Selfoss vann óvæntan sigur í dag. Selfoss Þremur leikjum til viðbótar í Lengjubikar karla er nú lokið. Selfoss vann Stjörnuna 2-1, Valur vann HK 3-0, ÍBV vann Fjölni í Grafarvoginum. Í kvennaflokki gerðu Þróttur Reykjavík og ÍBV 2-2 jafntefli. Í riðli 1 í A-deild vann Valur þægilegan 3-0 sigur á Aftureldingu. Kristinn Freyr Sigurðsson kom Íslandsmeisturunum yfir á 14. mínútu. Sigurður Egill Lárusson tvöfaldaði forystuna í síðari hálfleik áður en Patrick Pedersen bætti við þriðja markinu undir lok leiks. Valur vinnur riðilinn með 13 stig og fer í 8-liða úrslit ásamt KA. Afturelding endar í fimmta sæti með þrjú stig eftir fimm leiki. Á Selfossi komu heimamenn á óvart en þeir unnu Pepsi Max-deildarlið Stjörnunnar 2-1. Hrvoje Tokic skoraði tvívegis í fyrri hálfleik og Selfyssingar 2-0 yfir er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Þormar Elvarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 76. mínútu en nær komust Garðbæingar ekki. Lokatölur 2-1 Selfyssingum í vil. Það breytir því þó ekki að Stjarnan vinnur riðil 3 í A deild og fer þar af leiðandi í 8-liða úrslit keppninnar á meðan Selfoss endar í 4. sæti með sex stig eftir fimm leiki. ÍBV gerði út um leik sinn gegn Fjölni í fyrri hálfleik. Sindri Scheving kom ÍBV yfir er hann skoraði sjálfsmark á 14. mínútu og áður en fyrri hálfleikur var liðinn hafði Gary John Martin bætt við tveimur mörkum til viðbótar. Gary Martin skoraði tvö mörk í dag.Vísir/Daníel Þór Andri Freyr Jónasson minnkaði muninn fyrir Fjölni í upphafi síðari hálfleiks en nær komust heimamenn ekki. Lokatölur 3-1 en hvorugt lið komst áfram í 8-liða úrslit. Í Laugardalnum mættust svo Þróttur Reykjavík og ÍBV en bæði lið leika í Pepsi Max deild kvenna í sumar. Shaelan Grace Murison Brown kom Þrótti yfir snemma leiks en Olga Sevcova jafnaði metin skömmu síðar, staðan 1-1 í hálfleik. Viktorija Zaicikova kom gestunum yfir á 56. mínútu en aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði Álfhildur Rósa Kjartansdóttir metin fyrir Þrótt og staðan orðin 2-2. Reyndust það lokatölur leiksins Þróttur er með sjö stig að loknum þremur leikjum á meðan þetta var fyrsta stig ÍBV. Fótbolti Íslenski boltinn UMF Selfoss Stjarnan Valur Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Sjá meira
Í riðli 1 í A-deild vann Valur þægilegan 3-0 sigur á Aftureldingu. Kristinn Freyr Sigurðsson kom Íslandsmeisturunum yfir á 14. mínútu. Sigurður Egill Lárusson tvöfaldaði forystuna í síðari hálfleik áður en Patrick Pedersen bætti við þriðja markinu undir lok leiks. Valur vinnur riðilinn með 13 stig og fer í 8-liða úrslit ásamt KA. Afturelding endar í fimmta sæti með þrjú stig eftir fimm leiki. Á Selfossi komu heimamenn á óvart en þeir unnu Pepsi Max-deildarlið Stjörnunnar 2-1. Hrvoje Tokic skoraði tvívegis í fyrri hálfleik og Selfyssingar 2-0 yfir er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Þormar Elvarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 76. mínútu en nær komust Garðbæingar ekki. Lokatölur 2-1 Selfyssingum í vil. Það breytir því þó ekki að Stjarnan vinnur riðil 3 í A deild og fer þar af leiðandi í 8-liða úrslit keppninnar á meðan Selfoss endar í 4. sæti með sex stig eftir fimm leiki. ÍBV gerði út um leik sinn gegn Fjölni í fyrri hálfleik. Sindri Scheving kom ÍBV yfir er hann skoraði sjálfsmark á 14. mínútu og áður en fyrri hálfleikur var liðinn hafði Gary John Martin bætt við tveimur mörkum til viðbótar. Gary Martin skoraði tvö mörk í dag.Vísir/Daníel Þór Andri Freyr Jónasson minnkaði muninn fyrir Fjölni í upphafi síðari hálfleiks en nær komust heimamenn ekki. Lokatölur 3-1 en hvorugt lið komst áfram í 8-liða úrslit. Í Laugardalnum mættust svo Þróttur Reykjavík og ÍBV en bæði lið leika í Pepsi Max deild kvenna í sumar. Shaelan Grace Murison Brown kom Þrótti yfir snemma leiks en Olga Sevcova jafnaði metin skömmu síðar, staðan 1-1 í hálfleik. Viktorija Zaicikova kom gestunum yfir á 56. mínútu en aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði Álfhildur Rósa Kjartansdóttir metin fyrir Þrótt og staðan orðin 2-2. Reyndust það lokatölur leiksins Þróttur er með sjö stig að loknum þremur leikjum á meðan þetta var fyrsta stig ÍBV.
Fótbolti Íslenski boltinn UMF Selfoss Stjarnan Valur Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki