Hjúkrunarheimili, baráttan um miðjuna og kynferðisofbeldi í Víglínunni Heimir Már Pétursson skrifar 14. mars 2021 16:31 Í Víglínunni á Stöð 2 klukkan 17:35 verður rætt við Svandísi Svavarsdóttur, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, Þórunni Sveinbjarnardóttur, Steinunni Gyðu og Guðjónsdóttur og Jón Steinar Gunnlaugsson. Stöð 2/Einar Í vikunni gagnrýndu Vestmannaeyjabær og Fjarðabyggð hvernig heilbrigðisyfirvöld ætla að standa að yfirtöku hjúkrunarheimila í bæjarfélögunum eftir að þau ákváðu að hætta rekstri þeirra sjálf. Bæjarfélögin segja heilbrigðisráðuneytið þvinga fram uppsagnir alls starfsfólks hjúkrunarheimilanna án þess að tryggt væri að það héldi störfunum eftir að heilbrigðisstofnanir ríkisins taka reksturinn yfir. Uppsagnir áttu að taka gildi um næstu mánaðamót en sveitarfélögin hafa frestað þeim um mánuð í von um að lausn finnist. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra vonar að farsæl lausn finnst á framkvæmd yfirtöku ríkisins á rekstri hjúkrunarheimila í Vestmannaeyjum og Fjarðabyggð.Stöð 2/Einar Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sagt margar rangfærslur í málflutningi Vestmannaeyjabæjar og Fjarðabyggðar. Verið sé að framfylgja lögum við yfirtökuna og bæjarfélögin hljóti að hafa gert sér grein fyrir að yfirtakan hefði uppsagnir starfsfólks í för með sér og síðan yrðu störfin auglýst laus til umsóknar. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær heilbrigðisráðherra til að ræða þessi mál í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í suðvesturkjördæmi, Kraganum, ákvað í vikunni að skáka Guðmundi Andra Thorssyni alþingismanni og oddvita flokksins í kjördæminu úr forystusætinu í annað sætið. Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður BHM og fyrrverandi þingmaður flokksins og umhverfisráðherra var skipuð í fyrsta sætið og kæmi því aftur inn á þing eftir tíu ára hlé nái hún kjöri. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar mun að öllum líkindum leiða lista flokksins í suðvesturkjördæmi og Þórunn Sveinbjarnardóttir oddviti Samfylkingarinnar í kjördæminu segja málefnin ráða myndun næstu ríkisstjórnar. Formaður Samfylkingarinnar hefur hins vegar útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Þórunn mætir í Víglínuna ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formanni Viðreisnar samráðherra hennar í ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks undir forsæti Geirs H. Haarde. Í kosningunum í lok september munu þær takast á um hilli kjósenda vinstri og hægra megin við miðju stjórnmálanna en áherslur þessarra flokka eru um margt líkar. Jón Steinar Gunnlaugsson er sammála talskonu Stígamóta um alvarleika kynferðisafbrota. Hins vegar megi ekki gilda aðrar reglur um sönnunarbyrði í þeim málum en öðrum.Stöð 2/Einar Mikil óánægjualda braust út meðal samtaka kvenna í þjóðfélaginu þegar upplýst var að dómsmálaráðherra hefði ákveðið að ráða Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann og fyrrverandi hæstaréttardómara í tímabundið verkefni til að vinna að tillögum um styttingu málsmeðferðartíma í refsivörslukerfinu. Um svipað leyti kynntu Stígamót kæru níu kvenna á íslenska ríkinu til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna þess að kynferðis- og heimilisofbeldismál þeirra hefðu verið felld niður. Steinunn Gyðu og Guðjónsdóttir talskona Stígamóta segir að þrátt fyrir að sönnunargögn eins og símaskilaboð frá geranda hafi legið fyrir í málum níu kvenna sem kærð hafa verið til Mannréttindadómstólsins, haf þeirra mál ekki náð að komast fyrir dómstóla.Stöð 2/Einar Steinunn Gyðu og Guðjónsdóttir talskona Stígamóta og Jón Steinar Gunnlaugsson sem ákvað á föstudag að segja sig frá verkefninu mæta í Víglínuna til að ræða þessi mál. Jón Steinar hefur áður verið gagnrýndur fyrir málflutning sinn um sönnunarbyrði í kynferðisbrotamálum þar sem hann hefur meðal annars sagt að ekki sé hægt að snúa sönnunarbyrði í þeim málum við. Stígamót hafa síðan haldið því fram að ekki sé hlustað á sjónarmið kvenna í kynferðir- og heimilisofbeldismálum. Víglínan er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 17:35 og fer inn á Stöð 2+ að útsendingu lokinni. Víglínan Tengdar fréttir „Margt verið fullyrt í þessari umræðu sem er meira og minna rangfærslur“ Heilbrigðisráðherra segir margt hafa verið fullyrt um yfirtöku ríkisins á hjúkrunarheimilum sem standist ekki skoðun. Hún segir að ríkið verði að tryggja þjónustu nú þegar sveitarfélög hafi hafnað því að reka hjúkrunarheimili. 12. mars 2021 12:18 Segja yfirvöld þvinga fram uppsagnir á annað hundrað manns Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum og Fjarðabyggð segja heilbrigðisráðuneytið ætla að þvinga bæjarfélögin til að segja upp á annað hundrað starfsmönnum hjúkrunarheimila frá næstu mánaðmótum. Yfirvöld hafi sýnt stöðu hjúkrunarheimilanna algert tómlæti. 11. mars 2021 17:44 Jón Steinar segir sig frá verkefninu Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari óskaði í morgun eftir því að vera leystur frá verkefni sem dómsmálaráðherra fól honum að vinna fyrir ráðuneytið. Jón Steinar segir í yfirlýsingu að í ljósi gagnrýni á ráðninguna telji hann að þátttaka sín hefði spillt framgangi verkefnisins. 12. mars 2021 14:22 Níu konur kæra íslenska ríkið Níu íslenskar konur hafa ákveðið að kæra íslenska ríkið til Mannréttindadómsstóls Evrópu vegna þeirrar niðurstöðu að fella niður mál þeirra sem þær höfðu kært til lögreglu en um er að ræða kynferðisbrot og heimilisofbeldi. 8. mars 2021 09:57 Guðmundur Andri víkur úr oddvitasætinu fyrir Þórunni Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, mun leiða lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, Kraganum, fyrir alþingiskosningarnar í september verði tillaga uppstillingarnefndar flokksins í kjördæminu samþykkt. 10. mars 2021 07:43 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Bæjarfélögin segja heilbrigðisráðuneytið þvinga fram uppsagnir alls starfsfólks hjúkrunarheimilanna án þess að tryggt væri að það héldi störfunum eftir að heilbrigðisstofnanir ríkisins taka reksturinn yfir. Uppsagnir áttu að taka gildi um næstu mánaðamót en sveitarfélögin hafa frestað þeim um mánuð í von um að lausn finnist. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra vonar að farsæl lausn finnst á framkvæmd yfirtöku ríkisins á rekstri hjúkrunarheimila í Vestmannaeyjum og Fjarðabyggð.Stöð 2/Einar Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sagt margar rangfærslur í málflutningi Vestmannaeyjabæjar og Fjarðabyggðar. Verið sé að framfylgja lögum við yfirtökuna og bæjarfélögin hljóti að hafa gert sér grein fyrir að yfirtakan hefði uppsagnir starfsfólks í för með sér og síðan yrðu störfin auglýst laus til umsóknar. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær heilbrigðisráðherra til að ræða þessi mál í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í suðvesturkjördæmi, Kraganum, ákvað í vikunni að skáka Guðmundi Andra Thorssyni alþingismanni og oddvita flokksins í kjördæminu úr forystusætinu í annað sætið. Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður BHM og fyrrverandi þingmaður flokksins og umhverfisráðherra var skipuð í fyrsta sætið og kæmi því aftur inn á þing eftir tíu ára hlé nái hún kjöri. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar mun að öllum líkindum leiða lista flokksins í suðvesturkjördæmi og Þórunn Sveinbjarnardóttir oddviti Samfylkingarinnar í kjördæminu segja málefnin ráða myndun næstu ríkisstjórnar. Formaður Samfylkingarinnar hefur hins vegar útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Þórunn mætir í Víglínuna ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formanni Viðreisnar samráðherra hennar í ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks undir forsæti Geirs H. Haarde. Í kosningunum í lok september munu þær takast á um hilli kjósenda vinstri og hægra megin við miðju stjórnmálanna en áherslur þessarra flokka eru um margt líkar. Jón Steinar Gunnlaugsson er sammála talskonu Stígamóta um alvarleika kynferðisafbrota. Hins vegar megi ekki gilda aðrar reglur um sönnunarbyrði í þeim málum en öðrum.Stöð 2/Einar Mikil óánægjualda braust út meðal samtaka kvenna í þjóðfélaginu þegar upplýst var að dómsmálaráðherra hefði ákveðið að ráða Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann og fyrrverandi hæstaréttardómara í tímabundið verkefni til að vinna að tillögum um styttingu málsmeðferðartíma í refsivörslukerfinu. Um svipað leyti kynntu Stígamót kæru níu kvenna á íslenska ríkinu til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna þess að kynferðis- og heimilisofbeldismál þeirra hefðu verið felld niður. Steinunn Gyðu og Guðjónsdóttir talskona Stígamóta segir að þrátt fyrir að sönnunargögn eins og símaskilaboð frá geranda hafi legið fyrir í málum níu kvenna sem kærð hafa verið til Mannréttindadómstólsins, haf þeirra mál ekki náð að komast fyrir dómstóla.Stöð 2/Einar Steinunn Gyðu og Guðjónsdóttir talskona Stígamóta og Jón Steinar Gunnlaugsson sem ákvað á föstudag að segja sig frá verkefninu mæta í Víglínuna til að ræða þessi mál. Jón Steinar hefur áður verið gagnrýndur fyrir málflutning sinn um sönnunarbyrði í kynferðisbrotamálum þar sem hann hefur meðal annars sagt að ekki sé hægt að snúa sönnunarbyrði í þeim málum við. Stígamót hafa síðan haldið því fram að ekki sé hlustað á sjónarmið kvenna í kynferðir- og heimilisofbeldismálum. Víglínan er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 17:35 og fer inn á Stöð 2+ að útsendingu lokinni.
Víglínan Tengdar fréttir „Margt verið fullyrt í þessari umræðu sem er meira og minna rangfærslur“ Heilbrigðisráðherra segir margt hafa verið fullyrt um yfirtöku ríkisins á hjúkrunarheimilum sem standist ekki skoðun. Hún segir að ríkið verði að tryggja þjónustu nú þegar sveitarfélög hafi hafnað því að reka hjúkrunarheimili. 12. mars 2021 12:18 Segja yfirvöld þvinga fram uppsagnir á annað hundrað manns Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum og Fjarðabyggð segja heilbrigðisráðuneytið ætla að þvinga bæjarfélögin til að segja upp á annað hundrað starfsmönnum hjúkrunarheimila frá næstu mánaðmótum. Yfirvöld hafi sýnt stöðu hjúkrunarheimilanna algert tómlæti. 11. mars 2021 17:44 Jón Steinar segir sig frá verkefninu Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari óskaði í morgun eftir því að vera leystur frá verkefni sem dómsmálaráðherra fól honum að vinna fyrir ráðuneytið. Jón Steinar segir í yfirlýsingu að í ljósi gagnrýni á ráðninguna telji hann að þátttaka sín hefði spillt framgangi verkefnisins. 12. mars 2021 14:22 Níu konur kæra íslenska ríkið Níu íslenskar konur hafa ákveðið að kæra íslenska ríkið til Mannréttindadómsstóls Evrópu vegna þeirrar niðurstöðu að fella niður mál þeirra sem þær höfðu kært til lögreglu en um er að ræða kynferðisbrot og heimilisofbeldi. 8. mars 2021 09:57 Guðmundur Andri víkur úr oddvitasætinu fyrir Þórunni Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, mun leiða lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, Kraganum, fyrir alþingiskosningarnar í september verði tillaga uppstillingarnefndar flokksins í kjördæminu samþykkt. 10. mars 2021 07:43 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
„Margt verið fullyrt í þessari umræðu sem er meira og minna rangfærslur“ Heilbrigðisráðherra segir margt hafa verið fullyrt um yfirtöku ríkisins á hjúkrunarheimilum sem standist ekki skoðun. Hún segir að ríkið verði að tryggja þjónustu nú þegar sveitarfélög hafi hafnað því að reka hjúkrunarheimili. 12. mars 2021 12:18
Segja yfirvöld þvinga fram uppsagnir á annað hundrað manns Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum og Fjarðabyggð segja heilbrigðisráðuneytið ætla að þvinga bæjarfélögin til að segja upp á annað hundrað starfsmönnum hjúkrunarheimila frá næstu mánaðmótum. Yfirvöld hafi sýnt stöðu hjúkrunarheimilanna algert tómlæti. 11. mars 2021 17:44
Jón Steinar segir sig frá verkefninu Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari óskaði í morgun eftir því að vera leystur frá verkefni sem dómsmálaráðherra fól honum að vinna fyrir ráðuneytið. Jón Steinar segir í yfirlýsingu að í ljósi gagnrýni á ráðninguna telji hann að þátttaka sín hefði spillt framgangi verkefnisins. 12. mars 2021 14:22
Níu konur kæra íslenska ríkið Níu íslenskar konur hafa ákveðið að kæra íslenska ríkið til Mannréttindadómsstóls Evrópu vegna þeirrar niðurstöðu að fella niður mál þeirra sem þær höfðu kært til lögreglu en um er að ræða kynferðisbrot og heimilisofbeldi. 8. mars 2021 09:57
Guðmundur Andri víkur úr oddvitasætinu fyrir Þórunni Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, mun leiða lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, Kraganum, fyrir alþingiskosningarnar í september verði tillaga uppstillingarnefndar flokksins í kjördæminu samþykkt. 10. mars 2021 07:43