Blikkið sem vekur upp spurningar: „Svona lagað gerist ekki hjá Frökkum“ Sindri Sverrisson skrifar 15. mars 2021 09:30 Nicolas Tournat virðist hér blikka til Melvyn Richardson í síðasta leikhléi Frakka gegn Portúgal, rétt áður en Richardson kastaði boltanum frá sér og Portúgal skoraði sigurmarkið. skjáskot/youtuberás IHF Króatar eru í öngum sínum eftir að hafa misst af sæti í handboltakeppninni á Ólympíuleikunum í Tókýó. Þjálfari þeirra furðar sig á því að Frakkar hafi klúðrað afar góðri stöðu gegn Portúgölum. Ef Frakkland hefði ekki tapað gegn Portúgal í gær, 29-28, hefði Króatía komist á Ólympíuleikana með Frakklandi. Frakkar, sem voru 28-25 yfir þegar fjórar mínútur voru eftir, máttu hins vegar við því að tapa með allt að sex marka mun án þess að missa af ólympíusæti. Spurningar hafa vaknað eftir að Frakkar köstuðu frá sér forskoti sínu í lokin, um hvort þeir hafi einfaldlega frekar viljað fá Portúgal með sér til Tókýó en Króatíu. Ekki síst vegna frammistöðu Melvyn Richardson. Í síðustu sóknum Frakka átti Richardson tvö skot sem voru varin og svo kastaði hann boltanum glæfralega aftur fyrir sig í hendur Portúgala fyrir hraðaupphlaupið sem sigurmarkið kom úr í blálokin. Á myndbandi sem sænski blaðamaðurinn Johan Flinck birtir á Twitter má sjá Nicolas Tournat blikka auga í átt til Richardson, í leikhléi Frakka fyrir lokasókn þeirra. Här är videon som väcker konspirationsteoretikern efter att Frankrike tappat 28-25 till 28-29 mot Portugal sista 4 minuterna:Tournats blinkning i timeouten med 30 sek kvar till Richardson, som kastade bort de tre sista anfallen (två missade skott och ett tekniskt fel till sist). pic.twitter.com/IjFvkjJhKx— Johan Flinck (@JohanFlinck) March 15, 2021 Hægt er að horfa á síðustu mínútur leiksins hér að neðan en Frakkland komst í 28-25 þegar 1 klukkutími og 32 mínútur eru liðnar af myndbandinu. Hrvoje Horvat, nýr þjálfari Króata, var vonsvikinn eftir að niðurstaðan lá fyrir. Hann kvaðst ekki hafa horft á leik Frakklands og Portúgals en sagði: „Ég horfði ekki á leikinn en mér finnst það undarlegt að Frakkland hafi misst niður þriggja marka forskot í lokin, því svona lagað gerist ekki hjá Frökkum. Við unnum tvo leiki í þessu móti [gegn Portúgal og Túnis] en við unnum ekki Frakka og það reyndist dýrkeypt,“ sagði Horvat. Portúgalar spiluðu með hjartanu og við vitum fyrir hvern Nedim Remili, landsliðsmaður Frakka, var spurður hvernig liðið hefði farið að því að kasta svona frá sér forskotinu í lokin: „Það er erfitt að lýsa því hvernig mér líður núna. Við náðum sæti á Ólympíuleikunum en ég er líka svolítið vonsvikinn yfir þessum síðasta leik. Við slökuðum á, vorum ekki eins ákafir í varnarleiknum… og Portúgalarnir spiluðu með hjartanu. Við vitum af hverju og fyrir hvern,“ sagði Remili og vísaði til Alfredo Quintana, fyrrverandi landsliðsmarkvarðar Portúgals, sem var bráðkvaddur í febrúar. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Handbolti Tengdar fréttir Portúgal síðasta þjóðin til að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum eftir dramatískan sigur á Frakklandi Portúgal tryggði sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó með frábærum eins marks sigri á Frakklandi í kvöld, lokatölur 29-28 í mögnuðum handboltaleik. 14. mars 2021 22:47 Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Ef Frakkland hefði ekki tapað gegn Portúgal í gær, 29-28, hefði Króatía komist á Ólympíuleikana með Frakklandi. Frakkar, sem voru 28-25 yfir þegar fjórar mínútur voru eftir, máttu hins vegar við því að tapa með allt að sex marka mun án þess að missa af ólympíusæti. Spurningar hafa vaknað eftir að Frakkar köstuðu frá sér forskoti sínu í lokin, um hvort þeir hafi einfaldlega frekar viljað fá Portúgal með sér til Tókýó en Króatíu. Ekki síst vegna frammistöðu Melvyn Richardson. Í síðustu sóknum Frakka átti Richardson tvö skot sem voru varin og svo kastaði hann boltanum glæfralega aftur fyrir sig í hendur Portúgala fyrir hraðaupphlaupið sem sigurmarkið kom úr í blálokin. Á myndbandi sem sænski blaðamaðurinn Johan Flinck birtir á Twitter má sjá Nicolas Tournat blikka auga í átt til Richardson, í leikhléi Frakka fyrir lokasókn þeirra. Här är videon som väcker konspirationsteoretikern efter att Frankrike tappat 28-25 till 28-29 mot Portugal sista 4 minuterna:Tournats blinkning i timeouten med 30 sek kvar till Richardson, som kastade bort de tre sista anfallen (två missade skott och ett tekniskt fel till sist). pic.twitter.com/IjFvkjJhKx— Johan Flinck (@JohanFlinck) March 15, 2021 Hægt er að horfa á síðustu mínútur leiksins hér að neðan en Frakkland komst í 28-25 þegar 1 klukkutími og 32 mínútur eru liðnar af myndbandinu. Hrvoje Horvat, nýr þjálfari Króata, var vonsvikinn eftir að niðurstaðan lá fyrir. Hann kvaðst ekki hafa horft á leik Frakklands og Portúgals en sagði: „Ég horfði ekki á leikinn en mér finnst það undarlegt að Frakkland hafi misst niður þriggja marka forskot í lokin, því svona lagað gerist ekki hjá Frökkum. Við unnum tvo leiki í þessu móti [gegn Portúgal og Túnis] en við unnum ekki Frakka og það reyndist dýrkeypt,“ sagði Horvat. Portúgalar spiluðu með hjartanu og við vitum fyrir hvern Nedim Remili, landsliðsmaður Frakka, var spurður hvernig liðið hefði farið að því að kasta svona frá sér forskotinu í lokin: „Það er erfitt að lýsa því hvernig mér líður núna. Við náðum sæti á Ólympíuleikunum en ég er líka svolítið vonsvikinn yfir þessum síðasta leik. Við slökuðum á, vorum ekki eins ákafir í varnarleiknum… og Portúgalarnir spiluðu með hjartanu. Við vitum af hverju og fyrir hvern,“ sagði Remili og vísaði til Alfredo Quintana, fyrrverandi landsliðsmarkvarðar Portúgals, sem var bráðkvaddur í febrúar.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Handbolti Tengdar fréttir Portúgal síðasta þjóðin til að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum eftir dramatískan sigur á Frakklandi Portúgal tryggði sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó með frábærum eins marks sigri á Frakklandi í kvöld, lokatölur 29-28 í mögnuðum handboltaleik. 14. mars 2021 22:47 Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Portúgal síðasta þjóðin til að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum eftir dramatískan sigur á Frakklandi Portúgal tryggði sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó með frábærum eins marks sigri á Frakklandi í kvöld, lokatölur 29-28 í mögnuðum handboltaleik. 14. mars 2021 22:47