Fengu loksins svör við öllum helstu spurningum Stefán Árni Pálsson skrifar 15. mars 2021 15:30 Jón og Hulda hafa farið í gegnum ótrúlega hluti til að fá að ættleiða barn. Í Leitinni að upprunanum á Stöð 2 í gærkvöldi var saga Þórunnar Kristínar Sigurðardóttur rifjuð upp en hún fór út til Kólumbíu í þriðju þáttaröðinni. Þar fann hún líffræðilega móður sína, fjórar systur og afar skemmtilega móðursystur. Þórunn sagði í þættinum í gær að sambandið hennar við fjölskyldu sína í Kólumbíu sé gott og hún tali reglulega við ættingja sína í gegnum myndbandssímtöl. Hún hefur reyndar ekki náð góðum tökum á spænskunni og því eru samtölin ekki beint mikil, en það sé gott að sjá fjölskyldu sína. Höskuldarviðvörun: Ef þú hefur ekki séð þáttinn sem var á dagskrá á gærkvöldi ættir þú ekki að lesa lengra. . . . . . . . . Það er búið að vara þig við. . . . . . . . Í þættinum í gærkvöldi kynntist Sigrún Ósk einnig hjónunum Huldu Guðnadóttur og Jóni Hafliða Sigurjónssyni frá Reyðarfirði. Þau hafa verið lengi saman og eftir nokkurra ára samband fóru þau að reyna eignast barn saman. Það gekk ekki eftir og þá fóru þau að skoða leiðir eins og tæknifrjóvgun, gjafaegg og ættleiðingar. Þetta ferli átti sannarlega eftir að taka á. Þau lentu á vegg í kerfinu og voru ástæður eins og ekki nægilega miklir fjármunir inni á bankabók hlutir sem þau þurftu að komast í gegnum. Til að flýta fyrir ferlinu voru þau tilbúin að ættleiða barn með sérþarfir. En eftir nokkurra ára ferli þar sem ekkert gekk upp ákváðu þau að reyna tæknifrjóvgun með gjafaeggi og það gekk upp í fyrstu tilraun. Þá kom dóttir þeirra í heiminn og mikil hamingja á heimilinu. Enn einn daginn fengu þau síðan símtal að það biði þeim þriggja ára drengur úti í Kólumbíu. Þau fóru því fljótlega út til að sækja hann. Hér að neðan má sjá brot úr þættinum í gærkvöldi þegar þau hittu fyrst Baldur Hrafn. En þarna var dóttir þeirra 18 mánaða og því allt í einu var eldri drengur kominn inn á heimilið. Þau lögðu gríðarlega mikla áherslu á það að fá eins mikið af upplýsingum og mögulegt væri svo að Baldur gæti leitað upprunans í framtíðinni. Eftir ótal margar spurningar til starfsmanna ættleiðinga í Kólumbíu og svör við þeim fengu þau loks að hitta drenginn. Klippa: Fengu loksins svör við öllum helstu spurningum Hulda og Baldur létu ekki þar við sitja og fengu annað gjafaegg frá Tékklandi og eiga í dag þrjú börn sem þau eignuðust á þremur og hálfu ári. Leitin að upprunanum Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fleiri fréttir Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Sjá meira
Kólumbíu í þriðju þáttaröðinni. Þar fann hún líffræðilega móður sína, fjórar systur og afar skemmtilega móðursystur. Þórunn sagði í þættinum í gær að sambandið hennar við fjölskyldu sína í Kólumbíu sé gott og hún tali reglulega við ættingja sína í gegnum myndbandssímtöl. Hún hefur reyndar ekki náð góðum tökum á spænskunni og því eru samtölin ekki beint mikil, en það sé gott að sjá fjölskyldu sína. Höskuldarviðvörun: Ef þú hefur ekki séð þáttinn sem var á dagskrá á gærkvöldi ættir þú ekki að lesa lengra. . . . . . . . . Það er búið að vara þig við. . . . . . . . Í þættinum í gærkvöldi kynntist Sigrún Ósk einnig hjónunum Huldu Guðnadóttur og Jóni Hafliða Sigurjónssyni frá Reyðarfirði. Þau hafa verið lengi saman og eftir nokkurra ára samband fóru þau að reyna eignast barn saman. Það gekk ekki eftir og þá fóru þau að skoða leiðir eins og tæknifrjóvgun, gjafaegg og ættleiðingar. Þetta ferli átti sannarlega eftir að taka á. Þau lentu á vegg í kerfinu og voru ástæður eins og ekki nægilega miklir fjármunir inni á bankabók hlutir sem þau þurftu að komast í gegnum. Til að flýta fyrir ferlinu voru þau tilbúin að ættleiða barn með sérþarfir. En eftir nokkurra ára ferli þar sem ekkert gekk upp ákváðu þau að reyna tæknifrjóvgun með gjafaeggi og það gekk upp í fyrstu tilraun. Þá kom dóttir þeirra í heiminn og mikil hamingja á heimilinu. Enn einn daginn fengu þau síðan símtal að það biði þeim þriggja ára drengur úti í Kólumbíu. Þau fóru því fljótlega út til að sækja hann. Hér að neðan má sjá brot úr þættinum í gærkvöldi þegar þau hittu fyrst Baldur Hrafn. En þarna var dóttir þeirra 18 mánaða og því allt í einu var eldri drengur kominn inn á heimilið. Þau lögðu gríðarlega mikla áherslu á það að fá eins mikið af upplýsingum og mögulegt væri svo að Baldur gæti leitað upprunans í framtíðinni. Eftir ótal margar spurningar til starfsmanna ættleiðinga í Kólumbíu og svör við þeim fengu þau loks að hitta drenginn. Klippa: Fengu loksins svör við öllum helstu spurningum Hulda og Baldur létu ekki þar við sitja og fengu annað gjafaegg frá Tékklandi og eiga í dag þrjú börn sem þau eignuðust á þremur og hálfu ári.
Leitin að upprunanum Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fleiri fréttir Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Sjá meira