Þriðja bylgjan skellur á Noregi á ofsahraða Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. mars 2021 19:30 Takmarkanir hafa aldrei verið harðari í Osló. EPA/Manuel Lorenzo Yfirvöld í Osló kynntu í kvöld hörðustu takmarkanirnar á svæðinu frá upphafi kórónuveirufaraldursins. Íslensk kona í Osló segir óraunverulegt að þriðja bylgja faraldursins skelli nú á Norðmönnum á ofsahraða. Faraldurinn hefur verið í vexti í Noregi síðustu vikur, einkum umhverfis Osló. Borgaryfirvöld kynntu hörðustu aðgerðir frá upphafi faraldurs á sjötta tímanum. Ekki má fá fleiri en tvo gesti og börn frá fimmta bekk grunnskóla og upp þurfa að læra heima. Ásta Hafþórsdóttir er búsett í borginni og segir þessa þriðju bylgju faraldursins hafa læðst aftan að mörgum. Síðustu vikurnar hafi nærri allt verið lokað. „Þetta er ennþá óraunverulegt. Maður er enn ekki alveg að kaupa það að við séum á leið inn í þriðju bylgjuna með svona ofsahraða,“ segir Ásta. Henni þyki að eina vitið að loka samfélaginu alveg eða jafnvel landinu öllu til að ná tökum á breska afbrigði veirunnar. Álitamál sé þó hvort það sé rétt gagnvart börnum. Maður samþykkir það alveg. Maður hugsar bara ókei, þá er þetta bara svona. Hins vegar sit ég með bókunina fyrir framan mig, með Icelandair, að fara heim.“ Skárri staða í Danmörku Í Danmörku hefur faraldurinn verið á niðurleið, ekki síst vegna bólusetninga og áherslu á skimanir. Létt hefur verið á takmörkunum, stærri verslanir verið opnaðar á ný og nú má meira að segja fara í Tívólí, það er að segja ef maður framvísar neikvæðri niðurstöðu úr skimun. Enn fleiri nemum var svo aftur leyft að mæta í skólann í dag. AstraZeneca á ís Írar, Hollendingar, Frakkar, Ítalir og Þjóðverjar gerðu svo tímabundið hlé á bólusetningum með efni AstraZeneca í dag. Fyrir höfðu til dæmis Danir, Austurríkismenn, Íslendingar og Norðmenn gert slíkt hið sama. Óttast er að efnið geti valdið alvarlegum aukaverkunum, einkum blóðtöppum, en rannsóknir hafa ekki sýnt fram á nein tengsl. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Íslendingar erlendis Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Sjá meira
Faraldurinn hefur verið í vexti í Noregi síðustu vikur, einkum umhverfis Osló. Borgaryfirvöld kynntu hörðustu aðgerðir frá upphafi faraldurs á sjötta tímanum. Ekki má fá fleiri en tvo gesti og börn frá fimmta bekk grunnskóla og upp þurfa að læra heima. Ásta Hafþórsdóttir er búsett í borginni og segir þessa þriðju bylgju faraldursins hafa læðst aftan að mörgum. Síðustu vikurnar hafi nærri allt verið lokað. „Þetta er ennþá óraunverulegt. Maður er enn ekki alveg að kaupa það að við séum á leið inn í þriðju bylgjuna með svona ofsahraða,“ segir Ásta. Henni þyki að eina vitið að loka samfélaginu alveg eða jafnvel landinu öllu til að ná tökum á breska afbrigði veirunnar. Álitamál sé þó hvort það sé rétt gagnvart börnum. Maður samþykkir það alveg. Maður hugsar bara ókei, þá er þetta bara svona. Hins vegar sit ég með bókunina fyrir framan mig, með Icelandair, að fara heim.“ Skárri staða í Danmörku Í Danmörku hefur faraldurinn verið á niðurleið, ekki síst vegna bólusetninga og áherslu á skimanir. Létt hefur verið á takmörkunum, stærri verslanir verið opnaðar á ný og nú má meira að segja fara í Tívólí, það er að segja ef maður framvísar neikvæðri niðurstöðu úr skimun. Enn fleiri nemum var svo aftur leyft að mæta í skólann í dag. AstraZeneca á ís Írar, Hollendingar, Frakkar, Ítalir og Þjóðverjar gerðu svo tímabundið hlé á bólusetningum með efni AstraZeneca í dag. Fyrir höfðu til dæmis Danir, Austurríkismenn, Íslendingar og Norðmenn gert slíkt hið sama. Óttast er að efnið geti valdið alvarlegum aukaverkunum, einkum blóðtöppum, en rannsóknir hafa ekki sýnt fram á nein tengsl.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Íslendingar erlendis Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Sjá meira