Þingeyringar sannfærðir um að ferðafólk komi í hrönnum Kristján Már Unnarsson skrifar 15. mars 2021 21:43 Sigmundur Fríðar Þórðarson, formaður íbúasamtaka Þingeyrar. Egill Aðalsteinsson Með opnun Dýrafjarðarganga í haust hætti Vestfjarðavegur að liggja um Þingeyri, sem féll við það úr alfaraleið. Þingeyringar segjast samt sannfærðir um að þeir muni fá ferðamenn í hrönnum. Þegar Hrafnseyrarheiði opnaðist á vorin lá Vestfjarðavegur um hlaðið á Þingeyri þangað til hann lokaðist aftur, venjulega fyrir jól. En með Dýrafjarðargöngum er leiðin greiðfær nánast allt árið. Þó er sú breyting að Þingeyri er ekki lengur við aðalveginn, þangað er níu kílómetra aukakrókur frá Dýrafjarðarbrú, en fjallað var um þessa breyttu stöðu í fréttum Stöðvar 2. Svona birtist Dýrafjörður þegar ekið er út úr göngunum Dýrafjarðarmegin. Brúin yfir Dýrafjörð fyrir miðri mynd. Fjær sést hvernig Sandafell og Mýrafell mynda einskonar dyr í miðjum Dýrafirði.Egill Aðalsteinsson „Það eru margir búnir að segja það að þegar keyrt er hérna framhjá þá nenni fólk ekki að koma út á Þingeyri. Við verðum svona, eins og þú segir, einhverskonar botnlangi, sem menn kannski nenna ekki að æða út á. Ég er alveg sannfærður um að ferðafólk kemur í hrönnum. Við höfum svo margt upp á að bjóða,“ segir Sigmundur Fríðar Þórðarson, formaður íbúasamtaka Þingeyrar. „Ég sé bara tækifæri með þessum göngum. Þau hefðu bara þurft að vera komin aðeins fyrr, miðað við þessa landsbyggðarþróun. En bara tækifæri,“ segir Erna Höskuldsdóttir, skólastjóri grunn- og leikskólans á Þingeyri. Erna Höskuldsdóttir, skólastjóri grunn- og leikskólans á Þingeyri.Egill Aðalsteinsson „Við verðum bara girnilegri staðir til þess að heimsækja og líka girnilegri staðir til þess að búa á. Því að hérna eru góðir skólar og dásamlegt að ala upp börn líka,“ segir Erna. Formaður íbúasamtakanna spáir því að umferðin um vesturleiðina snaraukist. Þingeyri hafi margt að bjóða. „Að fara fyrir nes, það er frægt. Vegurinn hans Elísar Kjaran, hann er frábær, og við notum hann óspart. Nota svo Hrafnseyrarheiðina. Þarna getum við bætt við allskonar leiðum. Hæsta fjall Vestfjarða. Við erum bara með ómæld tækifæri fyrir ferðamenn,“ segir Sigmundur. Í þættinum Um land allt er fjallað um breytt landslag og ný tækifæri sem blasa við Vestfirðingum með Dýrafjarðargöngum og öðrum væntanlegum samgöngubótum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Um land allt Ísafjarðarbær Dýrafjarðargöng Samgöngur Vegagerð Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Börnin úr Kjálkafirði í skóla á Þingeyri um Dýrafjarðargöng Foreldrarnir sem byggðu eyðijörð í Kjálkafirði kjósa að senda börnin sín í skóla á Þingeyri fremur en á Patreksfjörð og nýta sér þannig nýopnuð Dýrafjarðargöng. Þannig stytta þau tíma barnanna í skólaakstri úr þremur klukkustundum á dag niður í tvær klukkustundir á dag. 17. desember 2020 23:11 Geta séð fossinn Dynjanda í fyrsta sinn í klakaböndum Ísfirðingar og aðrir íbúar á norðanverðum Vestfjörðum, sem óku um Dýrafjarðargöng í gær, uppgötvuðu margir óvænt nýjan möguleika sem jarðgöngin skapa. Í fyrsta sinn verður mögulegt að aka um þjóðvegakerfið að fossinum Dynjanda um hávetur auk þess sem leiðin hefur styst verulega. 26. október 2020 11:21 Flautuðu af gleði þegar þeir prófuðu göngin í fyrsta sinn Vestfirðingar flautuðu úr bílum sínum af gleði þegar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra gaf fyrirmæli um að lyfta skyldi slánni við gangamunna Dýrafjarðarganga. Þegar þeir svo óku í gegn flautuðu þeir ennþá meira. 25. október 2020 21:22 „Krakkar! Þið megið fara af stað,“ sagði ráðherra og slánni var lyft „Krakkar! Þið megið fara af stað," sagði samgönguráðherra eftir að hafa gefið fyrirmæli um að Dýrafjarðargöng skyldu opnuð umferð. Löng bílalest beið beggja vegna og áætluðu Vegagerðarmenn á vettvangi að milli 250 og 260 bílar hefðu ekið í gegn á eftir rútunni. 25. október 2020 17:24 Vesturleiðin opnast með síðasta stóra snjómokstrinum á Hrafnseyrarheiði Vonast er til að vesturleiðin til Ísafjarðar opnist á morgun en snjóruðningsmenn Vegagerðarinnar kappkosta nú við að moka Hrafnseyrarheiði. Þetta er að öllum líkindum síðasti snjómokstur á þessum erfiða farartálma áður en Dýrafjarðargöng opnast. 6. maí 2020 22:35 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Þegar Hrafnseyrarheiði opnaðist á vorin lá Vestfjarðavegur um hlaðið á Þingeyri þangað til hann lokaðist aftur, venjulega fyrir jól. En með Dýrafjarðargöngum er leiðin greiðfær nánast allt árið. Þó er sú breyting að Þingeyri er ekki lengur við aðalveginn, þangað er níu kílómetra aukakrókur frá Dýrafjarðarbrú, en fjallað var um þessa breyttu stöðu í fréttum Stöðvar 2. Svona birtist Dýrafjörður þegar ekið er út úr göngunum Dýrafjarðarmegin. Brúin yfir Dýrafjörð fyrir miðri mynd. Fjær sést hvernig Sandafell og Mýrafell mynda einskonar dyr í miðjum Dýrafirði.Egill Aðalsteinsson „Það eru margir búnir að segja það að þegar keyrt er hérna framhjá þá nenni fólk ekki að koma út á Þingeyri. Við verðum svona, eins og þú segir, einhverskonar botnlangi, sem menn kannski nenna ekki að æða út á. Ég er alveg sannfærður um að ferðafólk kemur í hrönnum. Við höfum svo margt upp á að bjóða,“ segir Sigmundur Fríðar Þórðarson, formaður íbúasamtaka Þingeyrar. „Ég sé bara tækifæri með þessum göngum. Þau hefðu bara þurft að vera komin aðeins fyrr, miðað við þessa landsbyggðarþróun. En bara tækifæri,“ segir Erna Höskuldsdóttir, skólastjóri grunn- og leikskólans á Þingeyri. Erna Höskuldsdóttir, skólastjóri grunn- og leikskólans á Þingeyri.Egill Aðalsteinsson „Við verðum bara girnilegri staðir til þess að heimsækja og líka girnilegri staðir til þess að búa á. Því að hérna eru góðir skólar og dásamlegt að ala upp börn líka,“ segir Erna. Formaður íbúasamtakanna spáir því að umferðin um vesturleiðina snaraukist. Þingeyri hafi margt að bjóða. „Að fara fyrir nes, það er frægt. Vegurinn hans Elísar Kjaran, hann er frábær, og við notum hann óspart. Nota svo Hrafnseyrarheiðina. Þarna getum við bætt við allskonar leiðum. Hæsta fjall Vestfjarða. Við erum bara með ómæld tækifæri fyrir ferðamenn,“ segir Sigmundur. Í þættinum Um land allt er fjallað um breytt landslag og ný tækifæri sem blasa við Vestfirðingum með Dýrafjarðargöngum og öðrum væntanlegum samgöngubótum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Um land allt Ísafjarðarbær Dýrafjarðargöng Samgöngur Vegagerð Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Börnin úr Kjálkafirði í skóla á Þingeyri um Dýrafjarðargöng Foreldrarnir sem byggðu eyðijörð í Kjálkafirði kjósa að senda börnin sín í skóla á Þingeyri fremur en á Patreksfjörð og nýta sér þannig nýopnuð Dýrafjarðargöng. Þannig stytta þau tíma barnanna í skólaakstri úr þremur klukkustundum á dag niður í tvær klukkustundir á dag. 17. desember 2020 23:11 Geta séð fossinn Dynjanda í fyrsta sinn í klakaböndum Ísfirðingar og aðrir íbúar á norðanverðum Vestfjörðum, sem óku um Dýrafjarðargöng í gær, uppgötvuðu margir óvænt nýjan möguleika sem jarðgöngin skapa. Í fyrsta sinn verður mögulegt að aka um þjóðvegakerfið að fossinum Dynjanda um hávetur auk þess sem leiðin hefur styst verulega. 26. október 2020 11:21 Flautuðu af gleði þegar þeir prófuðu göngin í fyrsta sinn Vestfirðingar flautuðu úr bílum sínum af gleði þegar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra gaf fyrirmæli um að lyfta skyldi slánni við gangamunna Dýrafjarðarganga. Þegar þeir svo óku í gegn flautuðu þeir ennþá meira. 25. október 2020 21:22 „Krakkar! Þið megið fara af stað,“ sagði ráðherra og slánni var lyft „Krakkar! Þið megið fara af stað," sagði samgönguráðherra eftir að hafa gefið fyrirmæli um að Dýrafjarðargöng skyldu opnuð umferð. Löng bílalest beið beggja vegna og áætluðu Vegagerðarmenn á vettvangi að milli 250 og 260 bílar hefðu ekið í gegn á eftir rútunni. 25. október 2020 17:24 Vesturleiðin opnast með síðasta stóra snjómokstrinum á Hrafnseyrarheiði Vonast er til að vesturleiðin til Ísafjarðar opnist á morgun en snjóruðningsmenn Vegagerðarinnar kappkosta nú við að moka Hrafnseyrarheiði. Þetta er að öllum líkindum síðasti snjómokstur á þessum erfiða farartálma áður en Dýrafjarðargöng opnast. 6. maí 2020 22:35 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Börnin úr Kjálkafirði í skóla á Þingeyri um Dýrafjarðargöng Foreldrarnir sem byggðu eyðijörð í Kjálkafirði kjósa að senda börnin sín í skóla á Þingeyri fremur en á Patreksfjörð og nýta sér þannig nýopnuð Dýrafjarðargöng. Þannig stytta þau tíma barnanna í skólaakstri úr þremur klukkustundum á dag niður í tvær klukkustundir á dag. 17. desember 2020 23:11
Geta séð fossinn Dynjanda í fyrsta sinn í klakaböndum Ísfirðingar og aðrir íbúar á norðanverðum Vestfjörðum, sem óku um Dýrafjarðargöng í gær, uppgötvuðu margir óvænt nýjan möguleika sem jarðgöngin skapa. Í fyrsta sinn verður mögulegt að aka um þjóðvegakerfið að fossinum Dynjanda um hávetur auk þess sem leiðin hefur styst verulega. 26. október 2020 11:21
Flautuðu af gleði þegar þeir prófuðu göngin í fyrsta sinn Vestfirðingar flautuðu úr bílum sínum af gleði þegar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra gaf fyrirmæli um að lyfta skyldi slánni við gangamunna Dýrafjarðarganga. Þegar þeir svo óku í gegn flautuðu þeir ennþá meira. 25. október 2020 21:22
„Krakkar! Þið megið fara af stað,“ sagði ráðherra og slánni var lyft „Krakkar! Þið megið fara af stað," sagði samgönguráðherra eftir að hafa gefið fyrirmæli um að Dýrafjarðargöng skyldu opnuð umferð. Löng bílalest beið beggja vegna og áætluðu Vegagerðarmenn á vettvangi að milli 250 og 260 bílar hefðu ekið í gegn á eftir rútunni. 25. október 2020 17:24
Vesturleiðin opnast með síðasta stóra snjómokstrinum á Hrafnseyrarheiði Vonast er til að vesturleiðin til Ísafjarðar opnist á morgun en snjóruðningsmenn Vegagerðarinnar kappkosta nú við að moka Hrafnseyrarheiði. Þetta er að öllum líkindum síðasti snjómokstur á þessum erfiða farartálma áður en Dýrafjarðargöng opnast. 6. maí 2020 22:35