UEFA birti EM-hóp Íslands á undan KSÍ: Ísak, Mikael og Jón Dagur með Sindri Sverrisson skrifar 16. mars 2021 08:49 Jón Dagur Þorsteinsson hefur tekið sín fyrstu skref með A-landsliðinu en verður með U21-landsliðinu í Györ á EM í næstu viku. vísir/vilhelm Ísak Bergmann Jóhannesson, Mikael Anderson og Jón Dagur Þorsteinsson eru allir í EM-hópi U21-landsliðsins í fótbolta sem fer til Ungverjalands í næstu viku. UEFA hefur nú birt hópinn, tveimur dögum fyrir blaðamannafund nýja landsliðsþjálfarans. Davíð Snorri Jónasson mun á fimmtudaginn kynna EM-hópinn sinn en mótshaldararnir í UEFA virðast hafa viljað vera á undan að tilkynna hvernig íslenski hópurinn yrði. Á heimasíðu mótsins má nú sjá hópinn. Alfons og Arnór ekki með Á meðal þeirra sem ekki eru í hópnum eru Alfons Sampsted og Arnór Sigurðsson, og því má ætla að þeir verði í A-landsliðshópnum sem leikur í undankeppni HM á sama tíma og EM stendur yfir, eða dagana 25.-31. mars. Ísland leikur í riðli með Rússlandi, Danmörku og Frakklandi á EM og komast tvö efstu liðin áfram í átta liða úrslitin. Fyrsti leikurinn er við Rússa fimmtudaginn 25. mars kl. 17 en síðar um kvöldið mætir A-landslið Íslands svo Þýskalandi í fyrsta leik í undankeppni HM. Þetta verður aðeins í annað sinn sem að Ísland tekur þátt í lokakeppni EM U21-landsliða en fyrra skiptið var árið 2011 þegar gullkynslóðin sem nú er í A-landsliðinu lék á EM í Danmörku. EM-hópur Íslands: Markmenn: Elías Rafn Ólafsson, 21 árs, Fredericia Hákon Rafn Valdimarsson, 19 ára, Grótta Patrik Gunnarsson, 20 ára, Silkeborg Varnarmenn: Finnur Tómas Pálmason, 21 árs, Norrköping Valgeir Lunddal Friðriksson, 19 ára, Häcken Róbert Orri Þorkelsson, 18 ára, Breiðablik Ísak Óli Ólafsson, 20 ára, SönderjyskE Ari Leifsson, 22 ára, Strömsgodset Hörður Ingi Gunnarsson, 22 ára, FH Miðjumenn: Alex Þór Hauksson, 21 árs, Öster Ísak Bergmann Jóhannesson, 17 ára, Norrköping Andri Fannar Baldursson, 19 ára, Bologna Mikael Anderson, 22 ára, Midtjylland Jón Dagur Þorsteinsson, 22 ára, AGF Stefán Teitur Þórðarson, 22 ára, Silkeborg Willum Þór Willumsson, 22 ára, BATE Kolbeinn Finnsson, 21 árs, Dortmund Þórir Jóhann Helgason, 20 ára, FH Kolbeinn Þórðarson, 21 árs, Lommel Sóknarmenn: Brynjólfur Andersen Willumsson, 20 ára, Kristiansund Valdimar Þór Ingimundarson, 21 árs, Strömsgodset Sveinn Aron Guðjohnsen, 22 ára, OB Bjarki Steinn Bjarkason, 20 ára, Venezia EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Sjá meira
Davíð Snorri Jónasson mun á fimmtudaginn kynna EM-hópinn sinn en mótshaldararnir í UEFA virðast hafa viljað vera á undan að tilkynna hvernig íslenski hópurinn yrði. Á heimasíðu mótsins má nú sjá hópinn. Alfons og Arnór ekki með Á meðal þeirra sem ekki eru í hópnum eru Alfons Sampsted og Arnór Sigurðsson, og því má ætla að þeir verði í A-landsliðshópnum sem leikur í undankeppni HM á sama tíma og EM stendur yfir, eða dagana 25.-31. mars. Ísland leikur í riðli með Rússlandi, Danmörku og Frakklandi á EM og komast tvö efstu liðin áfram í átta liða úrslitin. Fyrsti leikurinn er við Rússa fimmtudaginn 25. mars kl. 17 en síðar um kvöldið mætir A-landslið Íslands svo Þýskalandi í fyrsta leik í undankeppni HM. Þetta verður aðeins í annað sinn sem að Ísland tekur þátt í lokakeppni EM U21-landsliða en fyrra skiptið var árið 2011 þegar gullkynslóðin sem nú er í A-landsliðinu lék á EM í Danmörku. EM-hópur Íslands: Markmenn: Elías Rafn Ólafsson, 21 árs, Fredericia Hákon Rafn Valdimarsson, 19 ára, Grótta Patrik Gunnarsson, 20 ára, Silkeborg Varnarmenn: Finnur Tómas Pálmason, 21 árs, Norrköping Valgeir Lunddal Friðriksson, 19 ára, Häcken Róbert Orri Þorkelsson, 18 ára, Breiðablik Ísak Óli Ólafsson, 20 ára, SönderjyskE Ari Leifsson, 22 ára, Strömsgodset Hörður Ingi Gunnarsson, 22 ára, FH Miðjumenn: Alex Þór Hauksson, 21 árs, Öster Ísak Bergmann Jóhannesson, 17 ára, Norrköping Andri Fannar Baldursson, 19 ára, Bologna Mikael Anderson, 22 ára, Midtjylland Jón Dagur Þorsteinsson, 22 ára, AGF Stefán Teitur Þórðarson, 22 ára, Silkeborg Willum Þór Willumsson, 22 ára, BATE Kolbeinn Finnsson, 21 árs, Dortmund Þórir Jóhann Helgason, 20 ára, FH Kolbeinn Þórðarson, 21 árs, Lommel Sóknarmenn: Brynjólfur Andersen Willumsson, 20 ára, Kristiansund Valdimar Þór Ingimundarson, 21 árs, Strömsgodset Sveinn Aron Guðjohnsen, 22 ára, OB Bjarki Steinn Bjarkason, 20 ára, Venezia
Markmenn: Elías Rafn Ólafsson, 21 árs, Fredericia Hákon Rafn Valdimarsson, 19 ára, Grótta Patrik Gunnarsson, 20 ára, Silkeborg Varnarmenn: Finnur Tómas Pálmason, 21 árs, Norrköping Valgeir Lunddal Friðriksson, 19 ára, Häcken Róbert Orri Þorkelsson, 18 ára, Breiðablik Ísak Óli Ólafsson, 20 ára, SönderjyskE Ari Leifsson, 22 ára, Strömsgodset Hörður Ingi Gunnarsson, 22 ára, FH Miðjumenn: Alex Þór Hauksson, 21 árs, Öster Ísak Bergmann Jóhannesson, 17 ára, Norrköping Andri Fannar Baldursson, 19 ára, Bologna Mikael Anderson, 22 ára, Midtjylland Jón Dagur Þorsteinsson, 22 ára, AGF Stefán Teitur Þórðarson, 22 ára, Silkeborg Willum Þór Willumsson, 22 ára, BATE Kolbeinn Finnsson, 21 árs, Dortmund Þórir Jóhann Helgason, 20 ára, FH Kolbeinn Þórðarson, 21 árs, Lommel Sóknarmenn: Brynjólfur Andersen Willumsson, 20 ára, Kristiansund Valdimar Þór Ingimundarson, 21 árs, Strömsgodset Sveinn Aron Guðjohnsen, 22 ára, OB Bjarki Steinn Bjarkason, 20 ára, Venezia
EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Sjá meira