„Veit ekki alveg af hverju þeir birta þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 16. mars 2021 09:45 Davíð Snorri Jónasson stýrir U21-landsliðinu í fyrsta sinn þegar það mætir Rússlandi í Ungverjalandi eftir níu daga, í fyrsta leiknum á EM. vísir/Sigurjón „Þetta eru drög,“ segir Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-landsliðs karla í fótbolta, um EM-hópinn sem UEFA hefur birt á heimasíðu sinni. Enn geti orðið breytingar á hópnum. Davíð Snorri segir að KSÍ hafi þurft að skila inn drögum að EM-hópnum á sunnudag. Hópurinn verði ekki endanlega tilkynntur fyrr en á fimmtudag, á blaðamannafundi sem boðaður var í síðustu viku. Davíð Snorri segir að valið velti á óvissuþáttum varðandi A-landsliðið, sem spilar á sömu dögum og U21-liðið spilar á EM, en vildi þó ekki útskýra nánar í hverju óvissan fælist. Þó er alla vega ljóst að óvíst er hvort leikmenn frá enskum félagsliðum megi spila með A-landsliðinu í Þýskalandi, í fyrsta leiknum í undankeppni HM, þarnæsta fimmtudag, vegna sóttvarnareglna í Þýskalandi. „Þetta er ekki staðfestur hópur. Við staðfestum hann ekki fyrr en á fimmtudaginn því við erum enn að vinna í ýmsum málum á milli landsliðanna. Staðan er enn svolítið óljós,“ fullyrðir Davíð Snorri, og þvertekur fyrir að einfaldlega sé um klúður að ræða af hálfu KSÍ, að hafa ekki tilkynnt hópinn fyrr. Ég get ekki séð að það verði einhverjar breytingar á hópnum fyrir keppnina, ekki nema alvarleg meiðsli eigi sér stað. pic.twitter.com/U2hmxkgcbr— Gummi Ben (@GummiBen) March 16, 2021 „Það gæti enn hugsanlega eitthvað gerst. Þetta veltur dálítið á því hvað er í gangi með A-landsliðið og við bíðum eftir ákveðnum lokasvörum varðandi það. Þangað til þá er þessi hópur ákveðinn grunnur sem við þurftum að skila inn til UEFA.“ Getum breytt hópnum vel fram að fyrsta leik En er þá ekki afar óheppilegt að UEFA skuli hafa birt EM-hópinn, eða drögin að honum eins og Davíð vill meina? „Ég veit ekki alveg af hverju þeir birta þetta. Mínir menn [í KSÍ] eru að vinna í því að fá að vita af hverju þetta er sett svona upp. Við reiknuðum alla vega ekki með því.“ Eins og staðan er núna er það að minnsta kosti svo að Alfons Sampsted og Arnór Sigurðsson verða ekki í EM-hópnum, heldur með A-landsliðinu, en menn á borð við Jón Dag Þorsteinsson, Mikael Anderson og Ísak Bergmann Jóhannesson verða með U21-landsliðinu. Fyrsti leikur Íslands á EM er gegn Rússlandi á fimmtudaginn í næstu viku. Liðið er einnig í riðli með Danmörku og Frakklandi. „Við getum ennþá breytt hópnum vel fram að fyrsta leik. Allt þar til að 48 klukkustundir eru í fyrsta leik, ef eitthvað kemur upp á, en við munum staðfesta okkar hóp á fimmtudaginn,“ segir Davíð Snorri. EM U21 í fótbolta 2021 UEFA Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Davíð Snorri segir að KSÍ hafi þurft að skila inn drögum að EM-hópnum á sunnudag. Hópurinn verði ekki endanlega tilkynntur fyrr en á fimmtudag, á blaðamannafundi sem boðaður var í síðustu viku. Davíð Snorri segir að valið velti á óvissuþáttum varðandi A-landsliðið, sem spilar á sömu dögum og U21-liðið spilar á EM, en vildi þó ekki útskýra nánar í hverju óvissan fælist. Þó er alla vega ljóst að óvíst er hvort leikmenn frá enskum félagsliðum megi spila með A-landsliðinu í Þýskalandi, í fyrsta leiknum í undankeppni HM, þarnæsta fimmtudag, vegna sóttvarnareglna í Þýskalandi. „Þetta er ekki staðfestur hópur. Við staðfestum hann ekki fyrr en á fimmtudaginn því við erum enn að vinna í ýmsum málum á milli landsliðanna. Staðan er enn svolítið óljós,“ fullyrðir Davíð Snorri, og þvertekur fyrir að einfaldlega sé um klúður að ræða af hálfu KSÍ, að hafa ekki tilkynnt hópinn fyrr. Ég get ekki séð að það verði einhverjar breytingar á hópnum fyrir keppnina, ekki nema alvarleg meiðsli eigi sér stað. pic.twitter.com/U2hmxkgcbr— Gummi Ben (@GummiBen) March 16, 2021 „Það gæti enn hugsanlega eitthvað gerst. Þetta veltur dálítið á því hvað er í gangi með A-landsliðið og við bíðum eftir ákveðnum lokasvörum varðandi það. Þangað til þá er þessi hópur ákveðinn grunnur sem við þurftum að skila inn til UEFA.“ Getum breytt hópnum vel fram að fyrsta leik En er þá ekki afar óheppilegt að UEFA skuli hafa birt EM-hópinn, eða drögin að honum eins og Davíð vill meina? „Ég veit ekki alveg af hverju þeir birta þetta. Mínir menn [í KSÍ] eru að vinna í því að fá að vita af hverju þetta er sett svona upp. Við reiknuðum alla vega ekki með því.“ Eins og staðan er núna er það að minnsta kosti svo að Alfons Sampsted og Arnór Sigurðsson verða ekki í EM-hópnum, heldur með A-landsliðinu, en menn á borð við Jón Dag Þorsteinsson, Mikael Anderson og Ísak Bergmann Jóhannesson verða með U21-landsliðinu. Fyrsti leikur Íslands á EM er gegn Rússlandi á fimmtudaginn í næstu viku. Liðið er einnig í riðli með Danmörku og Frakklandi. „Við getum ennþá breytt hópnum vel fram að fyrsta leik. Allt þar til að 48 klukkustundir eru í fyrsta leik, ef eitthvað kemur upp á, en við munum staðfesta okkar hóp á fimmtudaginn,“ segir Davíð Snorri.
EM U21 í fótbolta 2021 UEFA Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn