Tveir með berkla á hjúkrunarheimili en hvorugur smitandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. mars 2021 15:01 Nesvellir er hjúkrunarheimili Hrafnistu í Reykjanesbæ. Vísir/vilhelm Tveir starfsmenn Hrafnistu Nesvöllum í Reykjanesbæ greindust með berkla í hefðbundinni heilbrigðisskoðun á dögunum. Hvorugur er smitandi. Til stendur að senda alla íbúa heimilisins í berklaprufu. Fréttablaðið greindi fyrst frá og vísaði í heimildir þess efnis að starfsfólki hafi verið tilkynnt um smitið fyrir viku og fólk í framhaldinu sent í skoðun. Þá hafi starfsfólkinu verið greint frá því á föstudag að fleiri í hópnum hafi mælst jákvæðir en ekki væri ljóst hvort þau væru með virkt smit. Í tilkynningu frá Hrafnistu á fimmta tímanum segir að berklasmitið hafi greinst nýlega. Frá þeim tíma hafi verið unnið að nánari greiningu og allir starfsmenn í dag farið í berklapruf. Enginn af starfsmönnum Hrafnistu hefur greinst smitandi. „Einnig er fyrirhugað að gera berklaprófanir hjá íbúum heimilisins og verða þeir ásamt ættingjum upplýstir um þá framkvæmd og hvenær hún fer fram. Þessir starfsferlar hafa verið unnir í fullu samráði við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og Göngudeild sóttvarna,“ segir í tilkynningu frá Neyðarstjórn Hrafnistu. „Göngudeild sóttvarna sinnir berklavörnum utan sjúkrahúsa og sér um smitrakningu í samvinnu við staðbundin heilbrigðisyfirvöld vakni grunur um berklasmit. Berklar eru orsakaðir af bakteríu sem er næm fyrir sýklalyfjum. Nokkrum sinnum á ári vaknar grunur um berklasmit hér á landi. Hefst þá rakning á hugsanlegu smiti sem sérstaklega beinist að þeim sem gætu hafa verið í nánum samskiptum við viðkomandi.“ Um tíu berklasmit á Íslandi á ári Berklasmit á Íslandi eru um tíu á ári, stundum færri og stundum fleiri, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis en hann ræddi um berkla í tengslum við smit sem kom upp í Klettaskóla fyrir tveimur árum. Berklar er alvarlegur sjúkdómur sem berst manna á milli með loftbornu smiti um öndunarfæri, þaðan berst bakterían um líkamann með blóðrásinni og getur hreiðrað um sig í ýmsum líffærum. Sýking í lungum er algengust en bakterían getur einnig lagst á önnur líffæri eins og nýru, miðtaugakerfi og bein. Talið er að 10% þeirra sem smitast fái sjúkdóm með virkri berklasýkingu á fyrstu tveimur árunum eftir smit. Þeir sem hafa smitast en fá ekki einkenni um sjúkdóm eru með leynda berkla. Við leynda berkla er bakterían til staðar í líkamanum en veldur ekki sýkingu og viðkomandi er ekki smitandi. Hægt er að bera berklabakteríuna alla ævi án þess að sjúkdómur komi fram, þar sem heilbrigt ónæmiskerfi getur haldið smitinu í skefjum. Við veiklað ónæmiskerfi geta bakteríurnar fjölgað sér og sjúkdómurinn tekið sig upp. Við leynda berkla er gefin meðferð til að koma í veg fyrir útbreiðslu bakteríunnar í líkamanum síðar. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjanesbær Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Fréttablaðið greindi fyrst frá og vísaði í heimildir þess efnis að starfsfólki hafi verið tilkynnt um smitið fyrir viku og fólk í framhaldinu sent í skoðun. Þá hafi starfsfólkinu verið greint frá því á föstudag að fleiri í hópnum hafi mælst jákvæðir en ekki væri ljóst hvort þau væru með virkt smit. Í tilkynningu frá Hrafnistu á fimmta tímanum segir að berklasmitið hafi greinst nýlega. Frá þeim tíma hafi verið unnið að nánari greiningu og allir starfsmenn í dag farið í berklapruf. Enginn af starfsmönnum Hrafnistu hefur greinst smitandi. „Einnig er fyrirhugað að gera berklaprófanir hjá íbúum heimilisins og verða þeir ásamt ættingjum upplýstir um þá framkvæmd og hvenær hún fer fram. Þessir starfsferlar hafa verið unnir í fullu samráði við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og Göngudeild sóttvarna,“ segir í tilkynningu frá Neyðarstjórn Hrafnistu. „Göngudeild sóttvarna sinnir berklavörnum utan sjúkrahúsa og sér um smitrakningu í samvinnu við staðbundin heilbrigðisyfirvöld vakni grunur um berklasmit. Berklar eru orsakaðir af bakteríu sem er næm fyrir sýklalyfjum. Nokkrum sinnum á ári vaknar grunur um berklasmit hér á landi. Hefst þá rakning á hugsanlegu smiti sem sérstaklega beinist að þeim sem gætu hafa verið í nánum samskiptum við viðkomandi.“ Um tíu berklasmit á Íslandi á ári Berklasmit á Íslandi eru um tíu á ári, stundum færri og stundum fleiri, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis en hann ræddi um berkla í tengslum við smit sem kom upp í Klettaskóla fyrir tveimur árum. Berklar er alvarlegur sjúkdómur sem berst manna á milli með loftbornu smiti um öndunarfæri, þaðan berst bakterían um líkamann með blóðrásinni og getur hreiðrað um sig í ýmsum líffærum. Sýking í lungum er algengust en bakterían getur einnig lagst á önnur líffæri eins og nýru, miðtaugakerfi og bein. Talið er að 10% þeirra sem smitast fái sjúkdóm með virkri berklasýkingu á fyrstu tveimur árunum eftir smit. Þeir sem hafa smitast en fá ekki einkenni um sjúkdóm eru með leynda berkla. Við leynda berkla er bakterían til staðar í líkamanum en veldur ekki sýkingu og viðkomandi er ekki smitandi. Hægt er að bera berklabakteríuna alla ævi án þess að sjúkdómur komi fram, þar sem heilbrigt ónæmiskerfi getur haldið smitinu í skefjum. Við veiklað ónæmiskerfi geta bakteríurnar fjölgað sér og sjúkdómurinn tekið sig upp. Við leynda berkla er gefin meðferð til að koma í veg fyrir útbreiðslu bakteríunnar í líkamanum síðar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjanesbær Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira