Halldór Jóhann fer ekki með Barein á Ólympíuleikana Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. mars 2021 18:01 Halldór Jóhann á hliðarlínunni í Egyptalandi í janúar. EPA-EFE/Mohamed Abd El Ghany / POOL Halldór Jóhann Sigfússon verður ekki á hliðarlínunni er Barein tekur þátt á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar líkt og hann var er liðið tók þátt á HM í janúar. Hann var ekki tilbúinn að fórna starfi sínu á Selfossi. Halldór Jóhann var í upphafi þessa árs landsliðsþjálfari Barein sem og Selfyssinga í Olís deild karla í handbolta. Hann hefur ákveðið að segja starfi sínu sem landsliðsþjálfari Barein lausu. Þetta staðfesti Halldór í spjalli við RÚV í dag. Halldór Jóhann var upphaflega ráðinn í lok nóvember á síðasta ári og átti hann aðeins að stýra liðinu út HM í Egyptalandi. Átti að meta stöðuna að móti loknu. Það var hins vegar ljóst að Barein væri á leiðinni á Ólympíuleikana í fyrsta sinn en liðið vann Asíuforkeppnina um haustið 2019. Þá var Aron Kristjánsson þjálfari liðsins. Aron ákvað hins vegar að hætta þegar ljóst var að Ólympíuleikarnir færu ekki fram sumarið 2020. Hann tók svo við liði Hauka í Olís deild karla síðasta sumar. Barein fékk upphaflega Þjóðverjann Michael Roth eftir að Aron sagði starfi sínu lausu. Sá entist stutt og var Halldór Jóhann ráðinn til að stýra liðinu á HM. Þar komst liðið alla leið í milliriðla og vildi handknattleikssamband Barein semja við Halldór Jóhann með því skilyrði að hann væri ekki að þjálfa hér á landi. „Ég var ekki tilbúinn til að fórna mínu starfi á Selfossi en þeir vildu mig í fullt starf og búsettan úti,“ sagði Halldór Jóhann við RÚV í dag. Við Íslendingar munum samt eiga tvo fulltrúa í handboltanum á Ólympíuleikunum í Tókýó. Alfreð Gíslason er enn þjálfari Þýskalands og Dagur Sigurðsson mun stýra liði Japans líkt og á HM í Egyptalandi. Í kvennaflokki gæti svo Þórir Hergeirsson verið á sínum hefðbundna stað með norska landsliðið en það kemur í ljós um helgina hvort liðið komist á Ólympíuleikana sem fram fara í sumar. Handbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ „Íslenska liðið lítur vel út“ Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Sjá meira
Halldór Jóhann var í upphafi þessa árs landsliðsþjálfari Barein sem og Selfyssinga í Olís deild karla í handbolta. Hann hefur ákveðið að segja starfi sínu sem landsliðsþjálfari Barein lausu. Þetta staðfesti Halldór í spjalli við RÚV í dag. Halldór Jóhann var upphaflega ráðinn í lok nóvember á síðasta ári og átti hann aðeins að stýra liðinu út HM í Egyptalandi. Átti að meta stöðuna að móti loknu. Það var hins vegar ljóst að Barein væri á leiðinni á Ólympíuleikana í fyrsta sinn en liðið vann Asíuforkeppnina um haustið 2019. Þá var Aron Kristjánsson þjálfari liðsins. Aron ákvað hins vegar að hætta þegar ljóst var að Ólympíuleikarnir færu ekki fram sumarið 2020. Hann tók svo við liði Hauka í Olís deild karla síðasta sumar. Barein fékk upphaflega Þjóðverjann Michael Roth eftir að Aron sagði starfi sínu lausu. Sá entist stutt og var Halldór Jóhann ráðinn til að stýra liðinu á HM. Þar komst liðið alla leið í milliriðla og vildi handknattleikssamband Barein semja við Halldór Jóhann með því skilyrði að hann væri ekki að þjálfa hér á landi. „Ég var ekki tilbúinn til að fórna mínu starfi á Selfossi en þeir vildu mig í fullt starf og búsettan úti,“ sagði Halldór Jóhann við RÚV í dag. Við Íslendingar munum samt eiga tvo fulltrúa í handboltanum á Ólympíuleikunum í Tókýó. Alfreð Gíslason er enn þjálfari Þýskalands og Dagur Sigurðsson mun stýra liði Japans líkt og á HM í Egyptalandi. Í kvennaflokki gæti svo Þórir Hergeirsson verið á sínum hefðbundna stað með norska landsliðið en það kemur í ljós um helgina hvort liðið komist á Ólympíuleikana sem fram fara í sumar.
Handbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ „Íslenska liðið lítur vel út“ Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti