Bóluefni AstraZeneca veitir einungis tíu prósenta vernd gegn suðurafríska afbrigðinu Eiður Þór Árnason og skrifa 16. mars 2021 23:41 Fyrri niðurstöður rannsóknarinnar bentu til að bóluefnið virkaði verr gegn afbrigðinu. Vísir/vilhelm Bóluefni AstraZeneca við Covid-19 veitir mjög takmarkaða vörn gegn vægum veikindum af völdum suðurafríska afbrigðis kórónuveirunnar, ef marka má rannsókn sem birt var í dag. Niðurstöðurnar benda til að bóluefnið veiti einungis tíu prósenta vernd gegn afbrigðinu sem fannst fyrst í Suður-Afríku og er talið vera meira smitandi en flest önnur. Greint er frá þessu á vef Bloomberg en tvö þúsund einstaklingar tóku þátt í rannsókninni þar sem annar hópurinn fékk bóluefnið og hinn lyfleysu en enginn þátttakandi veiktist alvarlega af Covid-19 á rannsóknartímabilinu. Er talið að ungur aldur þátttakenda hafi þar spilað stóran þátt en miðgildi aldurs var 30 ár. Eldra fólk er almennt líklegra til að veikjast alvarlega af Covid-19. Í ljósi þessa svarar rannsóknin ekki spurningum um hversu mikla vernd bóluefnið veitir gegn alvarlegum veikindum af völdum kórónuveiruafbrigðisins eða dragi úr líkum á sjúkrahússinlögn. Heilbrigðisyfirvöld í Suður-Afríku stöðvuðu notkun bóluefnisins tímabundið þar í landi eftir að bráðabirgðagögn úr umræddri rannsókn voru birt í febrúar. Gögnin sem voru birt í fræðiritinu New England Journal of Medicine í dag voru ítarlegri og hefur rannsóknin þar að auki verið ritrýnd. AstraZeneca gaf út í febrúar að framleiðandinn vænti þess að ný gerð bóluefnisins verði tilbúin í haust sem veiti betri vernd gegn hinu suðurafríska afbrigði. Fregnirnar koma á erfiðum tíma fyrir lyfjaframleiðandann en notkun bóluefnis AstraZeneca hefur víða verið stöðvuð tímabundið í Evrópu á meðan útilokað er að orsakatengsl séu á milli notkunar þess og blóðtappa. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sagði fyrir helgi að ekki væri ástæða til að hætta notkun bóluefnisins og Lyfjastofnun Evrópu gaf það út í dag að hún teldi ávinning af notkun þess vegi þyngra en hættan á mögulegum aukaverkunum. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni AstraZeneca við kórónuveirunni, eftir að tekin var ákvörðun um að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefninu í síðustu viku. Búið var að blanda skammtana og bólusetning á starfsmönnum spítalans hafin þann daginn. 16. mars 2021 19:50 Töldu svigrúm til að hinkra með AstraZeneca-bóluefni í ljósi fárra smita Fá ný innanlandssmit voru talin gefa íslenskum sóttvarnayfirvöldum svigrúm til að bíða með bólusetningar með bóluefni AstraZeneca þar til tilkynningar um fólk sem hefur fengið blóðtappa hafa verið rannsakaðar, að sögn forstjóra Lyfjastofnunar. 16. mars 2021 16:43 Svæsin útbrot eftir að hafa verið sprautuð með AstraZeneca Stella Jórunn A. Levy sjúkraliði fékk vel upphleypt útbrot um bringu og háls með tilheyrandi verk, kláða og sviða eftir bólusetningu. Hún telur víst að bóluefnið hafi vakið vírusinn. 16. mars 2021 15:00 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík Innlent Fleiri fréttir Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Niðurstöðurnar benda til að bóluefnið veiti einungis tíu prósenta vernd gegn afbrigðinu sem fannst fyrst í Suður-Afríku og er talið vera meira smitandi en flest önnur. Greint er frá þessu á vef Bloomberg en tvö þúsund einstaklingar tóku þátt í rannsókninni þar sem annar hópurinn fékk bóluefnið og hinn lyfleysu en enginn þátttakandi veiktist alvarlega af Covid-19 á rannsóknartímabilinu. Er talið að ungur aldur þátttakenda hafi þar spilað stóran þátt en miðgildi aldurs var 30 ár. Eldra fólk er almennt líklegra til að veikjast alvarlega af Covid-19. Í ljósi þessa svarar rannsóknin ekki spurningum um hversu mikla vernd bóluefnið veitir gegn alvarlegum veikindum af völdum kórónuveiruafbrigðisins eða dragi úr líkum á sjúkrahússinlögn. Heilbrigðisyfirvöld í Suður-Afríku stöðvuðu notkun bóluefnisins tímabundið þar í landi eftir að bráðabirgðagögn úr umræddri rannsókn voru birt í febrúar. Gögnin sem voru birt í fræðiritinu New England Journal of Medicine í dag voru ítarlegri og hefur rannsóknin þar að auki verið ritrýnd. AstraZeneca gaf út í febrúar að framleiðandinn vænti þess að ný gerð bóluefnisins verði tilbúin í haust sem veiti betri vernd gegn hinu suðurafríska afbrigði. Fregnirnar koma á erfiðum tíma fyrir lyfjaframleiðandann en notkun bóluefnis AstraZeneca hefur víða verið stöðvuð tímabundið í Evrópu á meðan útilokað er að orsakatengsl séu á milli notkunar þess og blóðtappa. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sagði fyrir helgi að ekki væri ástæða til að hætta notkun bóluefnisins og Lyfjastofnun Evrópu gaf það út í dag að hún teldi ávinning af notkun þess vegi þyngra en hættan á mögulegum aukaverkunum.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni AstraZeneca við kórónuveirunni, eftir að tekin var ákvörðun um að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefninu í síðustu viku. Búið var að blanda skammtana og bólusetning á starfsmönnum spítalans hafin þann daginn. 16. mars 2021 19:50 Töldu svigrúm til að hinkra með AstraZeneca-bóluefni í ljósi fárra smita Fá ný innanlandssmit voru talin gefa íslenskum sóttvarnayfirvöldum svigrúm til að bíða með bólusetningar með bóluefni AstraZeneca þar til tilkynningar um fólk sem hefur fengið blóðtappa hafa verið rannsakaðar, að sögn forstjóra Lyfjastofnunar. 16. mars 2021 16:43 Svæsin útbrot eftir að hafa verið sprautuð með AstraZeneca Stella Jórunn A. Levy sjúkraliði fékk vel upphleypt útbrot um bringu og háls með tilheyrandi verk, kláða og sviða eftir bólusetningu. Hún telur víst að bóluefnið hafi vakið vírusinn. 16. mars 2021 15:00 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík Innlent Fleiri fréttir Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni AstraZeneca við kórónuveirunni, eftir að tekin var ákvörðun um að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefninu í síðustu viku. Búið var að blanda skammtana og bólusetning á starfsmönnum spítalans hafin þann daginn. 16. mars 2021 19:50
Töldu svigrúm til að hinkra með AstraZeneca-bóluefni í ljósi fárra smita Fá ný innanlandssmit voru talin gefa íslenskum sóttvarnayfirvöldum svigrúm til að bíða með bólusetningar með bóluefni AstraZeneca þar til tilkynningar um fólk sem hefur fengið blóðtappa hafa verið rannsakaðar, að sögn forstjóra Lyfjastofnunar. 16. mars 2021 16:43
Svæsin útbrot eftir að hafa verið sprautuð með AstraZeneca Stella Jórunn A. Levy sjúkraliði fékk vel upphleypt útbrot um bringu og háls með tilheyrandi verk, kláða og sviða eftir bólusetningu. Hún telur víst að bóluefnið hafi vakið vírusinn. 16. mars 2021 15:00