Landsliðsþjálfarinn segir að leikmenn eigi að fá bóluefni sem fyrst Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2021 10:01 Gareth Southgate þakkar danska landsliðsmanninum Christian Eriksen fyrir leikinn eftir leik Englendinga og Dana fyrir áramót. EPA-EFE/Toby Melville Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, er harður á því að knattspyrnumenn eigi nú að ganga fyrir í röðinni þar sem beðið er eftir því að fá bóluefni gegn kórónuveirunni. Nú þegar hafa 25 milljónir Breta fengið bóluefni eða næstum því helmingur íbúa. Bólusetningin er því komin vel á veg þar. Enginn fótboltamaður hefur samt fengið bólusetningu en margir leikmenn hafa ferðast um Evrópu og víðar til að keppa í íþrótt sinni að undanförnu. England manager Gareth Southgate says footballers should be offered the coronavirus vaccine soon because of the risks of playing during the pandemic.Full story #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) March 18, 2021 Southgate tilkynnti hópinn sinn fyrir leiki í undankeppni HM og ræddi þá skoðun sína á bólusetningum. Southgate sagði að fótboltinn beri ábyrgð á því að verja heilsu leikmanna sem eru látnir spila við þessar aðstæður í miðjum heimsfaraldri. „Við erum komnir á þann stað að við erum að biðja íþróttafólk um að fara út í aðstæður þar sem þau eru líklegri en aðrir til að smitast og mér finnst við bera ábyrgð gagnvart þeim líka,“ sagði Gareth Southgate. Heilbrigðisstarfsfólk og fólk sem vinnur við félagslega þjónustu var í hópi þeirra fyrstu sem fengu bólusetningu í Bretlandi en þeir sem hafa fengið boð um bólusetningu eru aðallega eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. „Að mínu meti þá finnst mér við vera komin nálægt þeim stað að það sé orðið ásættanlegt að íþróttafólk komist á þennan lista. Við erum að biðja þau um að halda áfram að keppa,“ sagði Southgate. Players should be offered #covid19 vaccine, says England boss Gareth Southgatehttps://t.co/3kd3YV5HbI— The National Sport (@NatSportUAE) March 19, 2021 „Ég er ekki að tala um að þeir hafi átt að vera á undan lykilstarfsfólki eða kennurum en við erum að komast í þá stöðu að það ætti að vera ásættanlegt að íþróttafólki fái bóluefni. Fótboltinn gæti líka sparað heilbrigðisþjónustunni pening með því að kaupa bóluefnið og sjá um dreifingu á því líka, sagði Southgate. „Fótboltamenn eru að taka áhættu með að koma aftur heim til fjölskyldna sinna eftir keppnisferðalög og margir þeirra hafa fengið kórónuveiruna vegna vinnu sinnar,“ sagði Gareth Southgate. HM 2022 í Katar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Fleiri fréttir Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Sjá meira
Nú þegar hafa 25 milljónir Breta fengið bóluefni eða næstum því helmingur íbúa. Bólusetningin er því komin vel á veg þar. Enginn fótboltamaður hefur samt fengið bólusetningu en margir leikmenn hafa ferðast um Evrópu og víðar til að keppa í íþrótt sinni að undanförnu. England manager Gareth Southgate says footballers should be offered the coronavirus vaccine soon because of the risks of playing during the pandemic.Full story #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) March 18, 2021 Southgate tilkynnti hópinn sinn fyrir leiki í undankeppni HM og ræddi þá skoðun sína á bólusetningum. Southgate sagði að fótboltinn beri ábyrgð á því að verja heilsu leikmanna sem eru látnir spila við þessar aðstæður í miðjum heimsfaraldri. „Við erum komnir á þann stað að við erum að biðja íþróttafólk um að fara út í aðstæður þar sem þau eru líklegri en aðrir til að smitast og mér finnst við bera ábyrgð gagnvart þeim líka,“ sagði Gareth Southgate. Heilbrigðisstarfsfólk og fólk sem vinnur við félagslega þjónustu var í hópi þeirra fyrstu sem fengu bólusetningu í Bretlandi en þeir sem hafa fengið boð um bólusetningu eru aðallega eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. „Að mínu meti þá finnst mér við vera komin nálægt þeim stað að það sé orðið ásættanlegt að íþróttafólk komist á þennan lista. Við erum að biðja þau um að halda áfram að keppa,“ sagði Southgate. Players should be offered #covid19 vaccine, says England boss Gareth Southgatehttps://t.co/3kd3YV5HbI— The National Sport (@NatSportUAE) March 19, 2021 „Ég er ekki að tala um að þeir hafi átt að vera á undan lykilstarfsfólki eða kennurum en við erum að komast í þá stöðu að það ætti að vera ásættanlegt að íþróttafólki fái bóluefni. Fótboltinn gæti líka sparað heilbrigðisþjónustunni pening með því að kaupa bóluefnið og sjá um dreifingu á því líka, sagði Southgate. „Fótboltamenn eru að taka áhættu með að koma aftur heim til fjölskyldna sinna eftir keppnisferðalög og margir þeirra hafa fengið kórónuveiruna vegna vinnu sinnar,“ sagði Gareth Southgate.
HM 2022 í Katar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Fleiri fréttir Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu