„Það er erfitt að hitta fólkið sitt því maður skammast sín svo mikið“ Atli Arason skrifar 19. mars 2021 23:00 Njarðvíkingar tapa og tapa. vísir/vilhelm Jón Arnór Sverrisson, leikmaður Njarðvíkur, var algjörlega miður sín og hálf orðlaus í viðtali eftir 89-57 tap gegn erkifjendunum í Keflavík. „Ég skammast mín, þetta er það versta sem ég hef á ævinni minni séð. Ég bara veit ekki hvað ég get sagt meira.“ Aðspurður af því hvers vegna Njarðvík tapaði svona stórt í kvöld svaraði Jón, „Það er erfitt að segja, ég eiginlega bara veit það ekki. Við spiluðum ekki vörn í kvöld og vorum lélegir í sókn. Þetta er alls ekki nógu gott. Ég veit ekki hvað ég get sagt meira.“ Keflavík var betri aðilinn í fyrri hálfleik en Njarðvíkingar voru þó ekki langt á eftir en í þriðja leikhluta þá gjörsamlega hrundi leikur gestanna og Keflavík valtaði yfir þá. „Við byrjuðum hræðilega í þriðja leikhluta, ég veit ekki hvort við náðum einu sinni að skora eitthvað á fyrstu mínútunum, þeir tóku eitthvað 13 eða 15-0 áhlaup á okkur.“ Jóni er þá bent á að Njarðvíkingar skoruðu bara tvö stig á fyrstu fimm mínútum þriðja leikhlutans. „Einmitt, það segir bara hversu slappir við vorum sóknarlega. Þetta er búið að vera svolítið svona í vetur. Allt of mikið drippl og hnoð. Við vorum að taka allt of mikið af tveggja stiga skotum sem er eiginlega versta skotið í leiknum, svona 'jumper-ar' á dripplinu.“ „Við vorum inn í leiknum í hálfleik en svo bara mættum við ekki til leiks í seinni hálfleik. Við vorum andlausir og andleysið var of mikið, það er eins og við höfum ekki trú á þessu. Við höfum verið að byrja þessa síðustu tapleiki ágætlega en svo fer einhvern veginn allt alltaf í klessu í seinni hálfleik. Það sama gerðist í dag.“ Jón Arnór og Þröstur Leó lentu eitthvað saman í fjórða leikhluta en það er alltaf mikill hiti í mönnum þegar þessi lið mætast á vellinum. Aðspurður að því hvað fór fram þeirra á milli sagði Jón, „Hann er með einhverja stæla þegar þeir eru 30 stigum yfir. Það er tilgangslaust og algjör óþarfi hjá honum. Hann sagðist þurfa að vera leiðinlegur, hann ræður hvernig hann hefur þetta en hann er samt toppmaður.“ Njarðvíkingar eru komnir í bullandi vesen í deildinni og eru farnir að daðra við falldrauginn. Einar Árni þjálfari Njarðvíkur kvartaði yfir því eftir tapið gegn Tindastól í síðasta leik liðsins að ósanngjarnt væri að mótherjar Njarðvíkur fái ítrekað auka dag í hvíld. Það truflar Jón Arnór þó ekki mikið. „Nei mér finnst þetta bara gaman. Færri æfingar og fleiri leikir en það er ógeðslega erfitt að vera tapa endalaust, það tekur á þegar maður þarf að mæta í vinnuna daginn eftir. Það er erfitt að hitta fólkið sitt því maður skammast sín svo mikið og sérstaklega eftir svona leik þar sem við spiluðum eins og aumingjar.“ „Við erum allavega ekkert hættir, langt því frá. Það jákvæða við þetta er að við getum nánast bara farið upp á við eftir þetta,“ sagði Jón Arnór Sverrisson að lokum. Dominos-deild karla UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 89-57 | Gestirnir niðurlægðir Njarðvík voru lömb leidd til slátrunar í Sláturhúsinu í Keflavík í kvöld. Keflavík er því með örugga forystu á toppnum en Njarðvík hefur tapað átta af síðustu níu leikjum sínum. 19. mars 2021 21:52 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira
„Ég skammast mín, þetta er það versta sem ég hef á ævinni minni séð. Ég bara veit ekki hvað ég get sagt meira.“ Aðspurður af því hvers vegna Njarðvík tapaði svona stórt í kvöld svaraði Jón, „Það er erfitt að segja, ég eiginlega bara veit það ekki. Við spiluðum ekki vörn í kvöld og vorum lélegir í sókn. Þetta er alls ekki nógu gott. Ég veit ekki hvað ég get sagt meira.“ Keflavík var betri aðilinn í fyrri hálfleik en Njarðvíkingar voru þó ekki langt á eftir en í þriðja leikhluta þá gjörsamlega hrundi leikur gestanna og Keflavík valtaði yfir þá. „Við byrjuðum hræðilega í þriðja leikhluta, ég veit ekki hvort við náðum einu sinni að skora eitthvað á fyrstu mínútunum, þeir tóku eitthvað 13 eða 15-0 áhlaup á okkur.“ Jóni er þá bent á að Njarðvíkingar skoruðu bara tvö stig á fyrstu fimm mínútum þriðja leikhlutans. „Einmitt, það segir bara hversu slappir við vorum sóknarlega. Þetta er búið að vera svolítið svona í vetur. Allt of mikið drippl og hnoð. Við vorum að taka allt of mikið af tveggja stiga skotum sem er eiginlega versta skotið í leiknum, svona 'jumper-ar' á dripplinu.“ „Við vorum inn í leiknum í hálfleik en svo bara mættum við ekki til leiks í seinni hálfleik. Við vorum andlausir og andleysið var of mikið, það er eins og við höfum ekki trú á þessu. Við höfum verið að byrja þessa síðustu tapleiki ágætlega en svo fer einhvern veginn allt alltaf í klessu í seinni hálfleik. Það sama gerðist í dag.“ Jón Arnór og Þröstur Leó lentu eitthvað saman í fjórða leikhluta en það er alltaf mikill hiti í mönnum þegar þessi lið mætast á vellinum. Aðspurður að því hvað fór fram þeirra á milli sagði Jón, „Hann er með einhverja stæla þegar þeir eru 30 stigum yfir. Það er tilgangslaust og algjör óþarfi hjá honum. Hann sagðist þurfa að vera leiðinlegur, hann ræður hvernig hann hefur þetta en hann er samt toppmaður.“ Njarðvíkingar eru komnir í bullandi vesen í deildinni og eru farnir að daðra við falldrauginn. Einar Árni þjálfari Njarðvíkur kvartaði yfir því eftir tapið gegn Tindastól í síðasta leik liðsins að ósanngjarnt væri að mótherjar Njarðvíkur fái ítrekað auka dag í hvíld. Það truflar Jón Arnór þó ekki mikið. „Nei mér finnst þetta bara gaman. Færri æfingar og fleiri leikir en það er ógeðslega erfitt að vera tapa endalaust, það tekur á þegar maður þarf að mæta í vinnuna daginn eftir. Það er erfitt að hitta fólkið sitt því maður skammast sín svo mikið og sérstaklega eftir svona leik þar sem við spiluðum eins og aumingjar.“ „Við erum allavega ekkert hættir, langt því frá. Það jákvæða við þetta er að við getum nánast bara farið upp á við eftir þetta,“ sagði Jón Arnór Sverrisson að lokum.
Dominos-deild karla UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 89-57 | Gestirnir niðurlægðir Njarðvík voru lömb leidd til slátrunar í Sláturhúsinu í Keflavík í kvöld. Keflavík er því með örugga forystu á toppnum en Njarðvík hefur tapað átta af síðustu níu leikjum sínum. 19. mars 2021 21:52 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 89-57 | Gestirnir niðurlægðir Njarðvík voru lömb leidd til slátrunar í Sláturhúsinu í Keflavík í kvöld. Keflavík er því með örugga forystu á toppnum en Njarðvík hefur tapað átta af síðustu níu leikjum sínum. 19. mars 2021 21:52