Hneig tvisvar niður í vigtun Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. mars 2021 13:01 Julia Stoliarenko stendur á vigtinni áður en það leið yfir hana. Hún átti að berjast við Juliu Avila Chris Unger/Getty Images UFC bardagakonan Julija Stoliarenko hneig niður á vigtinni fyrir bardaga hennar gegn Juliu Avila. Bardaganum hefur verið aflýst og forsvarsmenn segja það vera vegna vandræða í niðurskurði. Julija Stoliarenku, 27 ára litháensk bardagakona, var borin út úr vigtun eftir að hún féll aftur fyrir sig af vigtinni. Samkvæmt heimildum UFC fékk Julija flog vegna mikils þyngdartaps. „Því miður hefur bardaganum mínum verið aflýst,“ skrifaði Julia Avila, mótherji Stoliarenko á Instagram síðu sinni. “Það leið tvisvar yfir mótherja minn. Ég óska henni skjóts bata og ég bið fyrir henni.“ Ekki í fyrsta skipti sem gagnrýnisraddir heyrast. MMA, eða blandaðar bardagalistir, hafa áður fengið harða gagnrýni fyrir þann niðurskurð sem keppendur þurfa að ganga í gegnum fyrir bardaga. Gagnrýnin hefur meðal annars snúist að því að þar séu færri þyngdarflokkar en í til dæmis boxi, sem þýðir að keppendur þurfa að ganga í gegnum meiri niðurskurð vegna mikils muns á þyngdarflokkum. Haraldur Nelson hefur lengi talað gegn öfgafullum niðurskurði bardagafólks.Vísir/Sóllilja Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, hefur lengi talað gegn þessum svakalega niðurskurði. Haraldur hefur oft velt því fyrir sér hvort einhver þurfi að deyja áður en þetta sé stoppað en þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann hefur horft upp á öfgafullan niðurskurð. Árið 2016 tjáði Haraldur sig um mál þar sem að bardagakonan Cris Cyborg þurfti að létta sig um 11 kíló á fjórum dögum. Ári seinna tjáði hann sig svo aftur þegar Rússinn Khabib Nurmagomedov var fluttur á sjúkrahús eftir að hann fór illa út úr niðurskurði. Fleiri dæmi eru um öfgafulla niðurskurði, og ef ekkert er gert í málinu er bara tímaspursmál hvenær við fáum fleiri fréttir í svipuðum dúr. Julija Stoliarenko collapsed twice on Friday morning while attempting to make weight for her bantamweight bout against Julia Avila at #UFCVegas22The bout has been canceled due to weight-cutting issues, UFC officials told @marc_raimondi. https://t.co/TPLEC21ntp— ESPN MMA (@espnmma) March 19, 2021 MMA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Sjá meira
Julija Stoliarenku, 27 ára litháensk bardagakona, var borin út úr vigtun eftir að hún féll aftur fyrir sig af vigtinni. Samkvæmt heimildum UFC fékk Julija flog vegna mikils þyngdartaps. „Því miður hefur bardaganum mínum verið aflýst,“ skrifaði Julia Avila, mótherji Stoliarenko á Instagram síðu sinni. “Það leið tvisvar yfir mótherja minn. Ég óska henni skjóts bata og ég bið fyrir henni.“ Ekki í fyrsta skipti sem gagnrýnisraddir heyrast. MMA, eða blandaðar bardagalistir, hafa áður fengið harða gagnrýni fyrir þann niðurskurð sem keppendur þurfa að ganga í gegnum fyrir bardaga. Gagnrýnin hefur meðal annars snúist að því að þar séu færri þyngdarflokkar en í til dæmis boxi, sem þýðir að keppendur þurfa að ganga í gegnum meiri niðurskurð vegna mikils muns á þyngdarflokkum. Haraldur Nelson hefur lengi talað gegn öfgafullum niðurskurði bardagafólks.Vísir/Sóllilja Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, hefur lengi talað gegn þessum svakalega niðurskurði. Haraldur hefur oft velt því fyrir sér hvort einhver þurfi að deyja áður en þetta sé stoppað en þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann hefur horft upp á öfgafullan niðurskurð. Árið 2016 tjáði Haraldur sig um mál þar sem að bardagakonan Cris Cyborg þurfti að létta sig um 11 kíló á fjórum dögum. Ári seinna tjáði hann sig svo aftur þegar Rússinn Khabib Nurmagomedov var fluttur á sjúkrahús eftir að hann fór illa út úr niðurskurði. Fleiri dæmi eru um öfgafulla niðurskurði, og ef ekkert er gert í málinu er bara tímaspursmál hvenær við fáum fleiri fréttir í svipuðum dúr. Julija Stoliarenko collapsed twice on Friday morning while attempting to make weight for her bantamweight bout against Julia Avila at #UFCVegas22The bout has been canceled due to weight-cutting issues, UFC officials told @marc_raimondi. https://t.co/TPLEC21ntp— ESPN MMA (@espnmma) March 19, 2021
MMA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Sjá meira