Körfubolti

Tryggvi spilaði lítið í tapi í framlengdum leik

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Movistar Estudiantes v Zaragoza - ACB Basketball League
vísir/getty

Íslenski landsliðsmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason fékk ekki mikið að spreyta sig í leik kvöldsins í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta.

Tryggvi fékk aðeins átta mínútur inn á vellinum þegar lið hans, Zaragoza, tók á móti Estudiantes.

Leiknum lauk með níu stiga sigri gestanna í Estudiantes, 104-113, eftir framlengdan leik.

Tryggvi skoraði eitt stig og tók tvö fráköst á þeim tíma sem hann fékk inni á vellinum.


Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×