Renna búgreinafélögin og búnaðarsamböndin undir Bændasamtökin? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. mars 2021 12:25 Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, sem hefur undirbúið búnaðarþingið síðustu vikur með sínu fólki í Bændahöllinni. Aðsend Bændur víðs vegar af landinu streyma nú til höfuðborgarinnar því Búnaðarþing hefst á morgun í Bændahöllinni þar sem forsætisráðherra, landbúnaðarráðherra og forseti Íslands flytja ávarp, auk þess sem Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna flytur setningarræðu. Breyting á félagskerfi bænda verður aðal umræðuefni þingsins. Yfirskrift Búnaðarþingsins er „Áfram veginn“, sem vísar í þá hugmynd Bændasamtakanna að breyta félagskerfi bænda með því að sameina Bændasamtökin og þau búgreinafélög sem eiga aðild að samtökunum í eitt félag. Með því yrði hægt að tryggja enn frekar tengsl bænda við neytendur og stjórnvöld á hverjum tíma. En af hverju á að fara að breyta félagskerfinu? „Það er ekki einfalt fyrir leikmenn að átta sig á hversu umfangsmikið og flókið þetta félgskerfi er og það er líka alveg ljóst að reksturinn á þessu félagskerfi bænda er mjög þungur. Við erum með tólf búgreinafélög, til dæmis Félaga kjúklingabænda, Félag hrossabænda, Landssamtök kúabænda, Landsamtök skógarbænda, Geitfjárræktarfélag Íslands og þar fram eftir götum. Þessi búgreinafélög innheimta sín félagsgjöld hvert fyrir sig og upphæðirnar eru mjög ólíkar. Þannig að bændur geta bæði verðið að greiða í sitt búgreinafélag og síðan félagsgjöld til Bændasamtakanna,“ segir Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. Þessu segir Vigdís æskilegt að breyta þannig að búgreinafélögin renni beint inn í Bændasamtökin. Þá eru líka 11 sjálfstæð búnaðarfélög víðs vegar um landið, sem myndu þá líka fara undir Bændasamtökin verði málið samþykkt á búnaðarþinginu. En heldur Vigdís að bændur munu samþykkja þetta á þinginu? „Við erum búin að halda núna á fjórða tug funda frá því í janúar þar sem hafa verið kynntar tillögur að breyttu félagskerfi. Það er afskaplega ánægjulegt að sjá hvað bændur eru jákvæðir og sjá sér hag í að tilheyra heildarsamtökum bænda.“ Búnaðarþing verður sett klukkan 12:30 á morgun og því lýkur síðdegis á þriðjudaginn. Þingið verður haldið í Bændahöllinni við Hagatorg í Reykjavík.Aðsend Landbúnaður Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Sjá meira
Yfirskrift Búnaðarþingsins er „Áfram veginn“, sem vísar í þá hugmynd Bændasamtakanna að breyta félagskerfi bænda með því að sameina Bændasamtökin og þau búgreinafélög sem eiga aðild að samtökunum í eitt félag. Með því yrði hægt að tryggja enn frekar tengsl bænda við neytendur og stjórnvöld á hverjum tíma. En af hverju á að fara að breyta félagskerfinu? „Það er ekki einfalt fyrir leikmenn að átta sig á hversu umfangsmikið og flókið þetta félgskerfi er og það er líka alveg ljóst að reksturinn á þessu félagskerfi bænda er mjög þungur. Við erum með tólf búgreinafélög, til dæmis Félaga kjúklingabænda, Félag hrossabænda, Landssamtök kúabænda, Landsamtök skógarbænda, Geitfjárræktarfélag Íslands og þar fram eftir götum. Þessi búgreinafélög innheimta sín félagsgjöld hvert fyrir sig og upphæðirnar eru mjög ólíkar. Þannig að bændur geta bæði verðið að greiða í sitt búgreinafélag og síðan félagsgjöld til Bændasamtakanna,“ segir Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. Þessu segir Vigdís æskilegt að breyta þannig að búgreinafélögin renni beint inn í Bændasamtökin. Þá eru líka 11 sjálfstæð búnaðarfélög víðs vegar um landið, sem myndu þá líka fara undir Bændasamtökin verði málið samþykkt á búnaðarþinginu. En heldur Vigdís að bændur munu samþykkja þetta á þinginu? „Við erum búin að halda núna á fjórða tug funda frá því í janúar þar sem hafa verið kynntar tillögur að breyttu félagskerfi. Það er afskaplega ánægjulegt að sjá hvað bændur eru jákvæðir og sjá sér hag í að tilheyra heildarsamtökum bænda.“ Búnaðarþing verður sett klukkan 12:30 á morgun og því lýkur síðdegis á þriðjudaginn. Þingið verður haldið í Bændahöllinni við Hagatorg í Reykjavík.Aðsend
Landbúnaður Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Sjá meira