Körfubolti

Haukur Helgi og félagar unnu í framlengdum leik

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Haukur Helgi í leik með íslenska landsliðinu.
Haukur Helgi í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Bára

Haukur Helgi Pálsson og félagar hans í MoraBanc Andorra mættu liði Manresa í spænska körfuboltanum í dag. Lokatölur 92-86 eftir framlengingu, og Andorra jafnar Manresa því að stigum í níunda sæti deildarinnar, einu sæti frá sæti í úrslitakeppni.

MoraBanc Andorra vann í dag mikilvægan sigur gegn Manresa, en bæði þessi lið eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni. 

Andorra og Manresa eru nú jöfn að stigum í níunda sæti, tveim stigum á eftir sæti í úrslitakeppni.

Haukur Helgi skoraði níu stig og tók eitt frákast, en stigahæstur í liði Andorra var Clevin Hannah með 19. Í liði Manresa var það Scott Eatherton sem var stigahæstur með 18 stig.

Þetta leit ekki vel út fyrir heimamenn í Andorra í fjórða leikhluta, en þeir náðu góðu áhlaupi og þvinguðu fram framlengingu. Í framlengingunni voru það svo heimamenn sem voru sterkari aðilinn og unnu mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×