Ár hafa flætt yfir bakka sína og flætt hefur yfir stíflur í grennd við stórborgina Sydney og einnig í suðausturhluta Queensland, að því er segir í frétt BBC.
Veðurfræðingar segja líklegt að rigningarnar haldi áfram út þessa viku og að um viðburð sé að ræða sem eigi sér aðeins stað tvisvar á öld.
Enginn hefur látið lífið í hamförunum svo vitað sé og talar fylkisstjóri Nýja Suður-Wales að það sé kraftaverki líkast að ekkert manntjón hafi orðið.
Tjón er þó gífurlegt en einn þriðji allra Ástrala býr á svæðinu, eða rúmar átta milljónir manna.