Tobba var ráðin ritstjóri DV fyrir tæpu ári en hún tók við starfinu af Lilju Katrínu Gunnarsdóttur.
„Það ár er búið að vera ótrúlega skemmtilegt eins og þið hafið líklega heyrt á hlátursköstunum. Ritstjórnarstarfið er krefjandi starf en um leið svo gefandi og ekki síst vegna þess hve mikið af hæfileikaríku og metnaðarfullu starfsfólki starfar hjá DV og hjá Torgi öllu,“ segir Tobba í bréfinu sem Hringbraut vísar til.
Tobba hefur undanfarin ár framleitt granóla án viðbætts sykurs og hefur undir merkjum Náttúrulega gott handgert granóla.
„Nú er svo komið að ég get ekki lengur sinnt því aðeins á kvöldin. Ég mun hella mér alfarið út í rekstur á Náttúrulega Gott og Granólabarnum sem opnar vonandi í næsta mánuði,“ segir hún meðal annars.
Hún verður þó á ritstjórninni næstu vikur áður en hún hverfur á braut.
Tobba var gestur Stefáns Árna Pálssonar í Einkalífinu í fyrra.