Þjóðverjar skella í lás yfir páskana Kjartan Kjartansson skrifar 23. mars 2021 11:44 Merkel kanslari fundaði með leiðtogum sambandslandanna sextán. Í kjölfarið kynnti landsstjórnin framlengingu sóttvarnaaðgerða. Vísir/EPA Sóttvarnaaðgerðir í Þýskalandi verða framlengdar um þrjár vikur og hertar verulega yfir páskana. Ástæðan er þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins sem gengur nú yfir Þýskaland og ýmis önnur Evrópuríki. Nýgengi kórónuveirusmita í Þýskalandi er nú yfir hundrað manns á hverja hundrað þúsund íbúa. Tilkynnt hefur verið um hátt í 7.500 ný smit og 250 dauðsföll síðasta sólarhringinn, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Af þeim sökum segir Angela Merkel kanslari að núgildandi sóttvarnaðgerðir verði framlengdar til 18. apríl. Enn strangari samkomutakmarkanir verða í gildi dagana 1.-5. apríl og verður flestum verslunum gert að loka. Trúarathöfnum sem fara fram í persónu verður aflýst og stórar fjölskyldusamkomur verða bannaðar. „Veldisvöxtur er í smitum og gjörgæslurúm eru aftur að fyllast,“ sagði Merkel þegar hún kynnti aðgerðirnar í dag. Ákvörðunin var tekin eftir fund hennar með leiðtogum sambandslandanna sextán. Fyrr í þessum mánuði höfðu sömu leiðtogar sammælst um að byrja á að slaka varfærnislega á takmörkunum. Breska afbrigði kórónuveirunnar breiðist nú um Þýskaland og líkti Merkel því við að glíma við nýja veiru sem er mun banvænni og meira smitandi en sú upprunalega. Sagði hún stöðuna í faraldrinum alvarlega. Ástandið í nágrannaríkinu Póllandi er enn svartara. Þar er smittíðnin þrefalt meiri en í Þýskalandi. Í Frakklandi glíma stjórnvöld einnig við þriðju bylgju faraldursins. Fleiri en 470 manns voru lagðir inn á gjörgæslu með Covid-19 þar síðasta sólarhringinn. Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gætu lagt fjársektir á þá sem reyna að ferðast frá Englandi Breska ríkisstjórnin ætlar að leggja hundruð þúsunda króna sekt á Englendinga sem reyna að ferðast til útlanda fyrir lok júní. Sektirnar eru hluti af hertum aðgerðum breskra stjórnvalda á landamærunum vegna kórónuveirufaraldursins. 23. mars 2021 10:32 Kynnti langtímaáætlun um tilslakanir næstu tvo mánuði Dönsk stjórnvöld komust í kvöld að samkomulagi um að danskt samfélag skuli verða opið að mestu þegar allir 50 ára og eldri hafa verið bólusettir gegn kórónuveirunni. Þá var kynnt ítarleg langtímaáætlun um tilslakanir á sóttvarnareglum næstu tvo mánuði. 22. mars 2021 23:59 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Nýgengi kórónuveirusmita í Þýskalandi er nú yfir hundrað manns á hverja hundrað þúsund íbúa. Tilkynnt hefur verið um hátt í 7.500 ný smit og 250 dauðsföll síðasta sólarhringinn, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Af þeim sökum segir Angela Merkel kanslari að núgildandi sóttvarnaðgerðir verði framlengdar til 18. apríl. Enn strangari samkomutakmarkanir verða í gildi dagana 1.-5. apríl og verður flestum verslunum gert að loka. Trúarathöfnum sem fara fram í persónu verður aflýst og stórar fjölskyldusamkomur verða bannaðar. „Veldisvöxtur er í smitum og gjörgæslurúm eru aftur að fyllast,“ sagði Merkel þegar hún kynnti aðgerðirnar í dag. Ákvörðunin var tekin eftir fund hennar með leiðtogum sambandslandanna sextán. Fyrr í þessum mánuði höfðu sömu leiðtogar sammælst um að byrja á að slaka varfærnislega á takmörkunum. Breska afbrigði kórónuveirunnar breiðist nú um Þýskaland og líkti Merkel því við að glíma við nýja veiru sem er mun banvænni og meira smitandi en sú upprunalega. Sagði hún stöðuna í faraldrinum alvarlega. Ástandið í nágrannaríkinu Póllandi er enn svartara. Þar er smittíðnin þrefalt meiri en í Þýskalandi. Í Frakklandi glíma stjórnvöld einnig við þriðju bylgju faraldursins. Fleiri en 470 manns voru lagðir inn á gjörgæslu með Covid-19 þar síðasta sólarhringinn.
Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gætu lagt fjársektir á þá sem reyna að ferðast frá Englandi Breska ríkisstjórnin ætlar að leggja hundruð þúsunda króna sekt á Englendinga sem reyna að ferðast til útlanda fyrir lok júní. Sektirnar eru hluti af hertum aðgerðum breskra stjórnvalda á landamærunum vegna kórónuveirufaraldursins. 23. mars 2021 10:32 Kynnti langtímaáætlun um tilslakanir næstu tvo mánuði Dönsk stjórnvöld komust í kvöld að samkomulagi um að danskt samfélag skuli verða opið að mestu þegar allir 50 ára og eldri hafa verið bólusettir gegn kórónuveirunni. Þá var kynnt ítarleg langtímaáætlun um tilslakanir á sóttvarnareglum næstu tvo mánuði. 22. mars 2021 23:59 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Gætu lagt fjársektir á þá sem reyna að ferðast frá Englandi Breska ríkisstjórnin ætlar að leggja hundruð þúsunda króna sekt á Englendinga sem reyna að ferðast til útlanda fyrir lok júní. Sektirnar eru hluti af hertum aðgerðum breskra stjórnvalda á landamærunum vegna kórónuveirufaraldursins. 23. mars 2021 10:32
Kynnti langtímaáætlun um tilslakanir næstu tvo mánuði Dönsk stjórnvöld komust í kvöld að samkomulagi um að danskt samfélag skuli verða opið að mestu þegar allir 50 ára og eldri hafa verið bólusettir gegn kórónuveirunni. Þá var kynnt ítarleg langtímaáætlun um tilslakanir á sóttvarnareglum næstu tvo mánuði. 22. mars 2021 23:59