Lokið fjármögnun á sextán milljarða framtakssjóði Eiður Þór Árnason skrifar 24. mars 2021 09:32 F.v. Ari Ólafsson, Arnar Ragnarsson, Heiðar Ingi Ólafsson og Eiríkur Ársælsson sjá um stýringu nýja sjóðsins. Stefnir Stefnir hf. hefur lokið fjármögnun á 16 milljarða framtakssjóði undir heitinu SÍA IV. Mikil eftirspurn var meðal fjárfesta að sögn Stefnis og nam heildarfjárhæð áskrifta um 20 milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu en þar segir að SÍA IV muni fjárfesta í hlutafé óskráðra fyrirtækja með það að markmiði að taka þátt í verðmætasköpun gegnum uppbyggingu og umbreytingu í rekstri. Auk þess verði lögð áhersla á að fyrirtæki sem sjóðurinn fjárfesti í tileinki sér sjálfbærni og samfélagsábyrgð. SÍA IV er fjórði sjóðurinn í röð SÍA framtakssjóða sem hófu starfsemi árið 2011 og hafa frá þeim tíma leitt fjárfestingar í íslensku atvinnulífi fyrir yfir 50 milljarða króna, að því er fram kemur í tilkynningu. Þá hafi sjóðirnir tekið þátt í uppbyggingu skráðs hlutabréfamarkaðar hér á landi, bæði með nýskráningum félaga í eigu sjóðanna í kauphöll og sölu til skráðra fyrirtækja. Umbætur fyrirtækja kalli á aukið hlutafé „Við teljum að á næstu árum verði góð tækifæri til fjárfestinga þar sem við erum að koma úr umhverfi og aðstæðum sem hafa markast af óvissu og biðstöðu. Fyrirtæki sjá tækifæri til að sækja fram og gera umbætur á sínum rekstri sem í mörgum tilvikum mun kalla á aukið hlutafé og breytingar á eignarhaldi. Þá er fjöldi fyrirtækja að færast af frumstigi og yfir á vaxtarstig og þarf á fjármagni og aðkomu nýrra fjárfesta að halda til að raungera áform sín. Með þeim stuðningi sem fjárfestar hafa sýnt okkur er SÍA IV vel í stakk búinn að taka virkan þátt í áframhaldandi uppbyggingu í íslensku atvinnulífi“, segir Arnar Ragnarsson, forstöðumaður sérhæfðra fjárfestinga hjá Stefni, í tilkynningu. Mest lesið Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu en þar segir að SÍA IV muni fjárfesta í hlutafé óskráðra fyrirtækja með það að markmiði að taka þátt í verðmætasköpun gegnum uppbyggingu og umbreytingu í rekstri. Auk þess verði lögð áhersla á að fyrirtæki sem sjóðurinn fjárfesti í tileinki sér sjálfbærni og samfélagsábyrgð. SÍA IV er fjórði sjóðurinn í röð SÍA framtakssjóða sem hófu starfsemi árið 2011 og hafa frá þeim tíma leitt fjárfestingar í íslensku atvinnulífi fyrir yfir 50 milljarða króna, að því er fram kemur í tilkynningu. Þá hafi sjóðirnir tekið þátt í uppbyggingu skráðs hlutabréfamarkaðar hér á landi, bæði með nýskráningum félaga í eigu sjóðanna í kauphöll og sölu til skráðra fyrirtækja. Umbætur fyrirtækja kalli á aukið hlutafé „Við teljum að á næstu árum verði góð tækifæri til fjárfestinga þar sem við erum að koma úr umhverfi og aðstæðum sem hafa markast af óvissu og biðstöðu. Fyrirtæki sjá tækifæri til að sækja fram og gera umbætur á sínum rekstri sem í mörgum tilvikum mun kalla á aukið hlutafé og breytingar á eignarhaldi. Þá er fjöldi fyrirtækja að færast af frumstigi og yfir á vaxtarstig og þarf á fjármagni og aðkomu nýrra fjárfesta að halda til að raungera áform sín. Með þeim stuðningi sem fjárfestar hafa sýnt okkur er SÍA IV vel í stakk búinn að taka virkan þátt í áframhaldandi uppbyggingu í íslensku atvinnulífi“, segir Arnar Ragnarsson, forstöðumaður sérhæfðra fjárfestinga hjá Stefni, í tilkynningu.
Mest lesið Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent