ESB hyggst takmarka útflutning á bóluefni Kjartan Kjartansson skrifar 24. mars 2021 10:55 Leiðtogar ESB hafa verið ósáttir við ríki eins og Bandaríkin og Bretland sem hafa þegið bóluefni sem er framleitt í Evrópu en takmarka útflutning frá sér. Vísir/EPA Ríki utan Evrópusambandsins þurfa sérstakt leyfi til þess að fá að flytja inn bóluefni gegn kórónuveirunni þaðan samkvæmt hertum takmörkunum sem búist er við að verði kynntar í Brussel í dag. Takmarkanirnar eru taldar koma harðast niður á Bretlandi og Bandaríkjunum. Hægt hefur gengið að bólusetja gegn kórónuveirunni í aðildarríkjum Evrópusambandsins og nú er önnur bylgja faraldursins í uppsiglingu víða innan álfunnar. Evrópskir ráðamenn hafa átt í deilum við AstraZeneca, bresk-sænsk lyfjafyrirtækið, um afhendingu á bóluefni en bresk stjórnvöld hafa sett skorður við útflutningi á því. Breska ríkisútvarpið BBC segir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætli að kynna tillögur um að herða takmarkanir á útflutning á bóluefni gegn kórónuveirunni í dag. Útflutningur verður ekki bannaður en hann verður skilyrtur við hvernig bólusetningu miðar í landinu sem ætlar að flytja efni inn og hvernig útflutningi á bóluefni þaðan er háttað. Það sé í samræmi við kröfur leiðtoga sambandsins um að ríki eins og Bretland og Bandaríkin heimili útflutning á bóluefni líkt og ESB hefur gert til þeirra. Nái tillögurnar fram að ganga þyrftu ríki utan sambandsins, þar á meðal ríki sem eiga í sérstöku viðskiptasambandi eins og Noregur og Sviss, að fá sérstakt leyfi til að flytja inn bóluefni frá aðildarríkjunum, að sögn Bloomberg-fréttastofunnar. Þær ná til ríkja evrópska efnahagssvæðisins (EES) sem Ísland tilheyrir. Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir það vinna að því að afla upplýsinga um fyrirhugaðar reglur ESB um útfluting á bóluefni. Engar upplýsingar hafi komið fram sem bendi til að þær hafi áhrif á afhendingu bóluefnis til Íslands. Mest áhrif hefðu nýju reglurnar á Bretland og Bandaríkin sem takmarka útflutning á bóluefni. Bloomberg segir að Bretland hafi fengið stærsta skerfinn af því bóluefni sem hefur verið flutt frá Evrópusambandslöndum, um ellefu milljónir skammta af 45 milljónum. Ráðherraráð ESB ætlar að ræða tillögurnar í dag. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlar að taka þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað. Fréttin hefur verið uppfærð. Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Hægt hefur gengið að bólusetja gegn kórónuveirunni í aðildarríkjum Evrópusambandsins og nú er önnur bylgja faraldursins í uppsiglingu víða innan álfunnar. Evrópskir ráðamenn hafa átt í deilum við AstraZeneca, bresk-sænsk lyfjafyrirtækið, um afhendingu á bóluefni en bresk stjórnvöld hafa sett skorður við útflutningi á því. Breska ríkisútvarpið BBC segir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætli að kynna tillögur um að herða takmarkanir á útflutning á bóluefni gegn kórónuveirunni í dag. Útflutningur verður ekki bannaður en hann verður skilyrtur við hvernig bólusetningu miðar í landinu sem ætlar að flytja efni inn og hvernig útflutningi á bóluefni þaðan er háttað. Það sé í samræmi við kröfur leiðtoga sambandsins um að ríki eins og Bretland og Bandaríkin heimili útflutning á bóluefni líkt og ESB hefur gert til þeirra. Nái tillögurnar fram að ganga þyrftu ríki utan sambandsins, þar á meðal ríki sem eiga í sérstöku viðskiptasambandi eins og Noregur og Sviss, að fá sérstakt leyfi til að flytja inn bóluefni frá aðildarríkjunum, að sögn Bloomberg-fréttastofunnar. Þær ná til ríkja evrópska efnahagssvæðisins (EES) sem Ísland tilheyrir. Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir það vinna að því að afla upplýsinga um fyrirhugaðar reglur ESB um útfluting á bóluefni. Engar upplýsingar hafi komið fram sem bendi til að þær hafi áhrif á afhendingu bóluefnis til Íslands. Mest áhrif hefðu nýju reglurnar á Bretland og Bandaríkin sem takmarka útflutning á bóluefni. Bloomberg segir að Bretland hafi fengið stærsta skerfinn af því bóluefni sem hefur verið flutt frá Evrópusambandslöndum, um ellefu milljónir skammta af 45 milljónum. Ráðherraráð ESB ætlar að ræða tillögurnar í dag. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlar að taka þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað. Fréttin hefur verið uppfærð.
Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira