Ætla að bólusetja aftur með AstraZeneca Kjartan Kjartansson skrifar 24. mars 2021 15:16 Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Hörpu þar sem hertar sóttvarnaaðgerðir voru kynntar miðvikudaginn 24. mars 2021. Vísir/RAX Byrjað verður að bólusetja aftur með bóluefni AstraZeneca á næstunni. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tilkynnti þetta á blaðamananfundi þar sem hertar sóttvarnaaðgerðir voru kynntar í Hörpu í dag. Notkun bóluefnis AstraZeneca var stöðvuð tímabundið fyrir tveimur vikum vegna tilkynninga um blóðtappa í fólki sem hafði fengið efnið í Evrópu. Svandís sagði að evrópsk yfirvöld hygðust mæla með áframhaldandi notkun efnisins á næstu dögum. Efnið yrði gefið fólki sjötíu ára og eldra. Næstu tvær vikur ættu skammtarnir frá AstraZeneca og bóluefni frá öðrum framleiðendum að duga til að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk og fólk sjötíu ára og eldra á landinu. Í viðtali eftir fundinn skýrði Svandís frekar að það væri fyrst og fremst framlínustarfsfólk í heilbrigðiskerfinu sem næðist að bólusetja á næstunni. „Það er markmið sem ættum að geta náð og rúmlega það fyrir lok annarrar viku,“ sagði Svandís í viðtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann Stöðvar 2. Áfram er stefnt að því að ljúka bólusetningu þjóðarinnar fyrir lok júlí. Svandís sagðist deila óþolinmæði margra með að dagsetningar liggi enn ekki fyrir um afhendingu bóluefna. Hún sagði þó ábendingar berast nær vikulega um ýmsa möguleika og að ríkisstjórnin hefði einsett sér að elta hvern þráð. Ríkisstjórnin kynnti verulega hertar aðgerðir á fundinum í Hörpu vegna fjölda smita sem hefur greinst síðustu daga. Svandís sagði hópsýkingarnar allar af völdum svonefnds bresks afbrigðis kórónuveirunnar sem er talið meira smitandi og valda alvarlegri veikindum en það sem hefur verið ríkjandi á Íslandi til þessa. Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti og gildir í þrjár vikur. Grunn-, framhalds- og háskólar þurfa að loka þar til páskafrí tekur við. Sund- og baðstaðir þurfa að loka, líkamsræktarstöðvar og íþróttir innanhúss og utan, barna sem fullorðinna, verða óheimilar. Einnig stöðvast starfsemi sviðslista, kvikmyndahúsa, skemmtistaða á kráa. Veitingastaðir fá að hafa opið til klukkan 22:00 á kvöldin með hámarki tuttugu gestum í sóttvarnarými. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Sjá meira
Notkun bóluefnis AstraZeneca var stöðvuð tímabundið fyrir tveimur vikum vegna tilkynninga um blóðtappa í fólki sem hafði fengið efnið í Evrópu. Svandís sagði að evrópsk yfirvöld hygðust mæla með áframhaldandi notkun efnisins á næstu dögum. Efnið yrði gefið fólki sjötíu ára og eldra. Næstu tvær vikur ættu skammtarnir frá AstraZeneca og bóluefni frá öðrum framleiðendum að duga til að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk og fólk sjötíu ára og eldra á landinu. Í viðtali eftir fundinn skýrði Svandís frekar að það væri fyrst og fremst framlínustarfsfólk í heilbrigðiskerfinu sem næðist að bólusetja á næstunni. „Það er markmið sem ættum að geta náð og rúmlega það fyrir lok annarrar viku,“ sagði Svandís í viðtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann Stöðvar 2. Áfram er stefnt að því að ljúka bólusetningu þjóðarinnar fyrir lok júlí. Svandís sagðist deila óþolinmæði margra með að dagsetningar liggi enn ekki fyrir um afhendingu bóluefna. Hún sagði þó ábendingar berast nær vikulega um ýmsa möguleika og að ríkisstjórnin hefði einsett sér að elta hvern þráð. Ríkisstjórnin kynnti verulega hertar aðgerðir á fundinum í Hörpu vegna fjölda smita sem hefur greinst síðustu daga. Svandís sagði hópsýkingarnar allar af völdum svonefnds bresks afbrigðis kórónuveirunnar sem er talið meira smitandi og valda alvarlegri veikindum en það sem hefur verið ríkjandi á Íslandi til þessa. Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti og gildir í þrjár vikur. Grunn-, framhalds- og háskólar þurfa að loka þar til páskafrí tekur við. Sund- og baðstaðir þurfa að loka, líkamsræktarstöðvar og íþróttir innanhúss og utan, barna sem fullorðinna, verða óheimilar. Einnig stöðvast starfsemi sviðslista, kvikmyndahúsa, skemmtistaða á kráa. Veitingastaðir fá að hafa opið til klukkan 22:00 á kvöldin með hámarki tuttugu gestum í sóttvarnarými. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Sjá meira