„Sex stig væri frábær niðurstaða og væntanlega krafa frá þjóðinni“ Anton Ingi Leifsson skrifar 24. mars 2021 18:03 Bjarni Þór Viðarsson hefur farið á stórmót með U21 árs landsliðinu. Bjarni Þór Viðarsson, fyrrum atvinnumaður og landsliðsmaður, segir að íslenska U21 árs landsliðið eigi að njóta mótsins í Ungverjalandi og að krafan sé sett á sex stig í A-landsliðsglugganum sem framundan er. Íslenska U21 landsliðið spilar á morgun sinn fyrsta leik á EM í Ungverjalandi er liðið mætir Rússum. Einnig í riðlinum eru Frakkar og Danir en Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Bjarna Þór í dag. Bjarni var einmitt fyrirliði Íslands síðast er liðið komst á EM U21, árið 2011, en þá fór mótið fram í Danmörku. „Þetta er mjög góð tilfinning. Þetta er mjög stórt og frábært að vera komnir þangað,“ sagði Bjarni og hélt áfram: „Það gekk mjög vel í undankeppninni en þetta er stórt þó að það séu engar áhorfendur. Væntanlega flest félög Evrópu eru að fylgjast með leikmönnum.“ Aðspurður hvort að það sé stress hjá íslensku strákunum segir Bjarni. „Ég held að það sé alltaf stress, í svona keppni og gegn svona stórum þjóðum, en þetta er líka spurning um að njóta og slaka aðeins á.“ „Þetta er risa svið og mörg félög að fylgjast með. Mín ráð eru að einbeita sér að þessu, hjálpa hvor öðrum í leikjunum og svo kemur hitt.“ „Ef eitthvað lið hefur áhuga á þér þá kemur það en ég held að þetta verði flott hjá þeim. Að geta komist áfram og spila aftur í sumar haldi þeim gangandi.“ Eins og áður segir leiddi Bjarni íslenska liðið út á stóra sviðið í Danmörku árið 2011 en hann segir að nú sé staðan öðruvísi. „Þetta var geggjað í Danmörku. Það var fullt af áhorfendum, fullt af Íslendingum og þetta var ógleymanlegt. Nú eru ekki áhorfendur en þetta er spenna og stórt.“ „Þeir eru allir að koma inn í þetta ferskir og í formi. Á þessum tímapunkti vorum við að koma heim í sumarfrí og vorum stopp svo þetta var erfitt fyrir Tómas Inga [Tómasson] og Jolla [Eyjólf Sverrisson, þjálfara].“ Bjarni segir að skipulagið geti skilað íslenska liðinu langt. „Ég fylgdist með flestum leikjunum í undankeppninni. Þeir voru agaðir og spiluðu vel. Ef þeir halda því áfram þá eru þeir í góðum möguleika. Við erum að fara mæta stórþjóðum en ef þú fylgir ákveðnum aga og leikskipulagi í fótbolta er allt hægt.“ Bróðir Bjarna, Arnar Þór Viðarsson, er tekinn við A-landsliðinu og Bjarni mun fylgjast vel með leik liðsins gegn Þýskalandi annað kvöld. „Það er spennandi. Það er búið að fjalla vel um liðin og það eru ný þjálfarateymi og áherslubreytingar. Ég held að það verði gaman að sjá hvernig þeir kljást við Þjóðverjanna,“ en hvaða kröfur gerir hann í fyrstu þremur leikjum Íslands? „Sex stig væri frábær niðurstaða og væntanlega krafa frá þjóðinni,“ sagði Bjarni. Klippa: Sportpakkinn - Bjarni Þór um EM U21 EM U21 í fótbolta 2021 HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Aron glotti og rifjaði upp rauða spjaldið en Davíð segir spennustigið á góðu róli „Þetta eru miklir fagmenn,“ segir Davíð Snorri Jónasson um lærisveina sína í U21-landsliðinu sem leika sinn fyrsta leik á EM á í Ungverjalandi á morgun. 24. mars 2021 16:00 Framtíðarstjörnurnar í U-21 árs landsliðinu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri hefur leik á EM á fimmtudaginn. Í gær fór Vísir yfir fimm burðarstólpa liðsins og í dag fjöllum við um fimm framtíðarstjörnur liðsins. 24. mars 2021 11:00 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Amanda og félagar mæta Blikum Í beinni: Grimsby - Man. Utd. | Rauðu djöflarnir mæta á Blundell Park Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Í beinni: Valur - Braga | Valskonur mæta Íslendingaliði Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Sjá meira
Íslenska U21 landsliðið spilar á morgun sinn fyrsta leik á EM í Ungverjalandi er liðið mætir Rússum. Einnig í riðlinum eru Frakkar og Danir en Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Bjarna Þór í dag. Bjarni var einmitt fyrirliði Íslands síðast er liðið komst á EM U21, árið 2011, en þá fór mótið fram í Danmörku. „Þetta er mjög góð tilfinning. Þetta er mjög stórt og frábært að vera komnir þangað,“ sagði Bjarni og hélt áfram: „Það gekk mjög vel í undankeppninni en þetta er stórt þó að það séu engar áhorfendur. Væntanlega flest félög Evrópu eru að fylgjast með leikmönnum.“ Aðspurður hvort að það sé stress hjá íslensku strákunum segir Bjarni. „Ég held að það sé alltaf stress, í svona keppni og gegn svona stórum þjóðum, en þetta er líka spurning um að njóta og slaka aðeins á.“ „Þetta er risa svið og mörg félög að fylgjast með. Mín ráð eru að einbeita sér að þessu, hjálpa hvor öðrum í leikjunum og svo kemur hitt.“ „Ef eitthvað lið hefur áhuga á þér þá kemur það en ég held að þetta verði flott hjá þeim. Að geta komist áfram og spila aftur í sumar haldi þeim gangandi.“ Eins og áður segir leiddi Bjarni íslenska liðið út á stóra sviðið í Danmörku árið 2011 en hann segir að nú sé staðan öðruvísi. „Þetta var geggjað í Danmörku. Það var fullt af áhorfendum, fullt af Íslendingum og þetta var ógleymanlegt. Nú eru ekki áhorfendur en þetta er spenna og stórt.“ „Þeir eru allir að koma inn í þetta ferskir og í formi. Á þessum tímapunkti vorum við að koma heim í sumarfrí og vorum stopp svo þetta var erfitt fyrir Tómas Inga [Tómasson] og Jolla [Eyjólf Sverrisson, þjálfara].“ Bjarni segir að skipulagið geti skilað íslenska liðinu langt. „Ég fylgdist með flestum leikjunum í undankeppninni. Þeir voru agaðir og spiluðu vel. Ef þeir halda því áfram þá eru þeir í góðum möguleika. Við erum að fara mæta stórþjóðum en ef þú fylgir ákveðnum aga og leikskipulagi í fótbolta er allt hægt.“ Bróðir Bjarna, Arnar Þór Viðarsson, er tekinn við A-landsliðinu og Bjarni mun fylgjast vel með leik liðsins gegn Þýskalandi annað kvöld. „Það er spennandi. Það er búið að fjalla vel um liðin og það eru ný þjálfarateymi og áherslubreytingar. Ég held að það verði gaman að sjá hvernig þeir kljást við Þjóðverjanna,“ en hvaða kröfur gerir hann í fyrstu þremur leikjum Íslands? „Sex stig væri frábær niðurstaða og væntanlega krafa frá þjóðinni,“ sagði Bjarni. Klippa: Sportpakkinn - Bjarni Þór um EM U21
EM U21 í fótbolta 2021 HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Aron glotti og rifjaði upp rauða spjaldið en Davíð segir spennustigið á góðu róli „Þetta eru miklir fagmenn,“ segir Davíð Snorri Jónasson um lærisveina sína í U21-landsliðinu sem leika sinn fyrsta leik á EM á í Ungverjalandi á morgun. 24. mars 2021 16:00 Framtíðarstjörnurnar í U-21 árs landsliðinu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri hefur leik á EM á fimmtudaginn. Í gær fór Vísir yfir fimm burðarstólpa liðsins og í dag fjöllum við um fimm framtíðarstjörnur liðsins. 24. mars 2021 11:00 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Amanda og félagar mæta Blikum Í beinni: Grimsby - Man. Utd. | Rauðu djöflarnir mæta á Blundell Park Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Í beinni: Valur - Braga | Valskonur mæta Íslendingaliði Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Sjá meira
Aron glotti og rifjaði upp rauða spjaldið en Davíð segir spennustigið á góðu róli „Þetta eru miklir fagmenn,“ segir Davíð Snorri Jónasson um lærisveina sína í U21-landsliðinu sem leika sinn fyrsta leik á EM á í Ungverjalandi á morgun. 24. mars 2021 16:00
Framtíðarstjörnurnar í U-21 árs landsliðinu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri hefur leik á EM á fimmtudaginn. Í gær fór Vísir yfir fimm burðarstólpa liðsins og í dag fjöllum við um fimm framtíðarstjörnur liðsins. 24. mars 2021 11:00